Van Gaal við Aron Einar: „Kanntu ekki fótbolta eða hvað er málið?“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. nóvember 2018 10:00 Aron Einar Gunnarsson hóf ferilinn hjá AZ Alkmaar í atvinnumennskunni. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, leikur með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni í dag en atvinnumannaferillinn hjá þessum þrítuga miðjumanni hófst þegar að hann var 16 ára gamall hjá AZ Alkmaar í Hollandi.Sjá einnig:Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Aron byrjaði hjá U19 ára liði félagsins og fór spila fyrir varaliðið á öðru ári sínu og stóð sig mjög vel. Svo vel að hann var boðaður á æfingu hjá aðalliðinu sem enginn annar en Louis van Gaal þjálfaði á þeim tíma. Aron segir skemmtilega frá fyrstu æfingunni í nýrri ævisögu sinni, Aron - Sagan mín, en þar var honum fljótlega kippt niður á jörðina af Van Gaal sem átti síðar meir eftir að þjálfa Manchester United.Louis van Gaal gefur ekkert eftir.vísir/gettyStop, stop! „Að vera 19 ára á æfingu hjá gæja sem hafði á þessum tímapunkti þjálfað Ajax, hollenska landsliðið, Barcelona og meira að segja unnið Meistaradeild Evrópu var frekar svakalegt, bæði á góðan og ógnvekjandi hátt,“ segir Aron Einar í bókinni. Van Gaal tók vel á móti Aroni og fagnaði því að svona ungur og efnilegur strákur hefði tekið jafnmiklum framförum og raun bar vitni. „Ég er ánægður með þig Aron. Það er gott að sjá hvernig þú ert að þróa þig vel sem leikmann með varaliðinu,“ sagði Van Gaal er hann tók Aron afsíðis fyrir fyrstu æfinguna. Þegar æfingin fór svo af stað og það kom að Aroni að senda boltann í einfaldri upphitunaræfingu var Van Gaal fljótur að benda verðandi íslenska landsliðsfyrirliðanum á það sem hann gerði rangt. „Stop, stop!“ hrópaði Van Gaal eins hátt og hann gat. „Hvað?“ spurði Aron undrandi og hollenski þjálfarinn svaraði um hæl: „Kanntu ekki fótbolta eða hvað er málið?“ (e. Can you not play football or something?!) Aron útskýrir: „Áður en ég náði að koma fyrir mig orði benti hann mér á að ég hefði gefið boltann á vinstri fót samherja míns þegar ég átti að gefa á hægri. Nákvæmnin. Kröfurnar,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, leikur með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni í dag en atvinnumannaferillinn hjá þessum þrítuga miðjumanni hófst þegar að hann var 16 ára gamall hjá AZ Alkmaar í Hollandi.Sjá einnig:Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Aron byrjaði hjá U19 ára liði félagsins og fór spila fyrir varaliðið á öðru ári sínu og stóð sig mjög vel. Svo vel að hann var boðaður á æfingu hjá aðalliðinu sem enginn annar en Louis van Gaal þjálfaði á þeim tíma. Aron segir skemmtilega frá fyrstu æfingunni í nýrri ævisögu sinni, Aron - Sagan mín, en þar var honum fljótlega kippt niður á jörðina af Van Gaal sem átti síðar meir eftir að þjálfa Manchester United.Louis van Gaal gefur ekkert eftir.vísir/gettyStop, stop! „Að vera 19 ára á æfingu hjá gæja sem hafði á þessum tímapunkti þjálfað Ajax, hollenska landsliðið, Barcelona og meira að segja unnið Meistaradeild Evrópu var frekar svakalegt, bæði á góðan og ógnvekjandi hátt,“ segir Aron Einar í bókinni. Van Gaal tók vel á móti Aroni og fagnaði því að svona ungur og efnilegur strákur hefði tekið jafnmiklum framförum og raun bar vitni. „Ég er ánægður með þig Aron. Það er gott að sjá hvernig þú ert að þróa þig vel sem leikmann með varaliðinu,“ sagði Van Gaal er hann tók Aron afsíðis fyrir fyrstu æfinguna. Þegar æfingin fór svo af stað og það kom að Aroni að senda boltann í einfaldri upphitunaræfingu var Van Gaal fljótur að benda verðandi íslenska landsliðsfyrirliðanum á það sem hann gerði rangt. „Stop, stop!“ hrópaði Van Gaal eins hátt og hann gat. „Hvað?“ spurði Aron undrandi og hollenski þjálfarinn svaraði um hæl: „Kanntu ekki fótbolta eða hvað er málið?“ (e. Can you not play football or something?!) Aron útskýrir: „Áður en ég náði að koma fyrir mig orði benti hann mér á að ég hefði gefið boltann á vinstri fót samherja míns þegar ég átti að gefa á hægri. Nákvæmnin. Kröfurnar,“ segir Aron Einar Gunnarsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Sjá meira
Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00