Vilja fjórfalda afköst kísilverksmiðjunnar í Helguvík Sighvatur Jónsson skrifar 22. nóvember 2018 18:45 Á íbúafundi í Reykjanesbæ í gær mátti heyra að íbúar óttast að sagan um óþef og mengun frá kísilverksmiðjunni í Helguvík endurtaki sig nú þegar undirbúningur er hafinn að enduropnun hennar á fyrri hluta ársins 2020. Stakksberg, dótturfélag Arion banka, tók við kísilverinu eftir að verksmiðjan varð gjaldþrota og henni var lokað fyrir rúmu ári. Nýir eigendur lofa íbúum að gera betur en forverar þeirra, United Silicon. Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakksbergs, talaði hreint út á fundinum í gær um undirbúning og rekstur United Silicon á kísilverinu á sínum tíma og vísaði nokkrum sinnum í skýrslu ríkisendurskoðunar um málið.„Við erum að glíma við það sem til stóð í upphafi. Að reisa verksmiðju í samræmi við skipulag sem samrýmist lögum og starfar í samræmi við öll þau mörk sem verksmiðjunni eru sett.“Ekki unnið með sama „rassgatinu“ og áður Þórður Ólafur sagði að nú væri ekki um það að ræða að hönnun verksmiðjunnar væri á höndum forsvarsmannsins sjálfs. Hann sagði engan treysta hvorki loftdreifilíkani né umhverfismati sem gert var áður. Nú séu málin unnin betur og í samstarfi við alþjóðlega ráðgjafa frá norska ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult.„Þannig að því er ekki til að dreifa hér að það sé verið að gera hlutina, og þið afsakið orðbragðið, með sama rassgatinu og var gert þarna í upphafi. Við höfum gert allt sem við getum til þess að tryggja það að þetta ferli sé á engan hátt líkt því ferli sem átti sér stað hér þegar United Silicon fór af stað.“Tom Arild Olsen, deildarstjóri hjá Multiconsult.Vísir/SighvaturÞrír brennsluofnar til viðbótar Um tvö hundruð manns mættu í Hljómahöll í gær til að sjá og heyra af áætlunum um enduropnun kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Kynnt voru drög að endanlegu útliti verksmiðjunnar með þremur bræðsluofnum til viðbótar við þann eina sem er risinn. Verksmiðjan hefur leyfi til að framleiða 100.000 tonn af kísil á ári en hver ofn afkastar um 25.000 tonnum.Tillaga að matsáætlun fyrir nýtt umhverfismat verksmiðjunnar hefur verið birt en tekið er við athugasemdum til 5. desember næstkomandi.Horft til norskra kísilvera Tom Arild Olsen, deildarstjóri hjá norska ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult, fór vel yfir það sem betur hefði mátt fara í rekstri United Silicon á kísilverinu. Hann sagði að allar norskar kísilverksmiðjur væru í lagi, engin vandamál tengd heilsufari fólks hafi komið upp í tengslum við þær.Frá íbúafundinum í Hljómahöll í gær.Vísir/SighvaturMaría Magnúsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ, hefur áhyggjur af mengun, heilsufari og lækkandi húsnæðisverði ef kísilverksmiðjan verður tekin aftur í gagnið. „Ég veit líka um sjúkdómana sem starfsmennirnir fá í þessum kísilverksmiðjum. Sjúkdómurinn heitir Silicosis. Þeir verða aldrei hinir sömu, það er engin lækning við þeim.“ Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, bar upp fyrirspurn á fundinum um hvað væri öðruvísi við ferlið nú en áður. Hann sagði að málið snerist allt um traust milli bæjarbúa og framkvæmdaraðila. „Það hefur ekki staðið steinn yfir steini í neinu sem snýr að þessu ferli. Við verðum að hafa traust á þessu ferli ef það á að vera einhver glóra í helvíti að þetta fari í gegn.“Á íbúafundi í gær voru kynnt drög að endanlegu útliti verksmiðjunnar með þremur bræðsluofnum til viðbótar við þann eina sem fyrir er.Vísir/VerkísStefnt að opnun 2020 Haustið 2019 er gert ráð fyrir að mati á umhverfisáhrifum ljúki ásamt vinnu við skipulag vegna breyttrar framkvæmdar. Síðar um haustið 2019 er búist við að byggingarleyfi Reykjanesbæjar liggi fyrir. Á fyrri hluta ársins 2020 ættu starfsleyfi Umhverfisstofnunar og Vinnueftirlits að liggja fyrir. Í framhaldi verður hægt að endurræsa kísilverksmiðjuna og hefja rekstur hennar á ný. United Silicon Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Á íbúafundi í Reykjanesbæ í gær mátti heyra að íbúar óttast að sagan um óþef og mengun frá kísilverksmiðjunni í Helguvík endurtaki sig nú þegar undirbúningur er hafinn að enduropnun hennar á fyrri hluta ársins 2020. Stakksberg, dótturfélag Arion banka, tók við kísilverinu eftir að verksmiðjan varð gjaldþrota og henni var lokað fyrir rúmu ári. Nýir eigendur lofa íbúum að gera betur en forverar þeirra, United Silicon. Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakksbergs, talaði hreint út á fundinum í gær um undirbúning og rekstur United Silicon á kísilverinu á sínum tíma og vísaði nokkrum sinnum í skýrslu ríkisendurskoðunar um málið.„Við erum að glíma við það sem til stóð í upphafi. Að reisa verksmiðju í samræmi við skipulag sem samrýmist lögum og starfar í samræmi við öll þau mörk sem verksmiðjunni eru sett.“Ekki unnið með sama „rassgatinu“ og áður Þórður Ólafur sagði að nú væri ekki um það að ræða að hönnun verksmiðjunnar væri á höndum forsvarsmannsins sjálfs. Hann sagði engan treysta hvorki loftdreifilíkani né umhverfismati sem gert var áður. Nú séu málin unnin betur og í samstarfi við alþjóðlega ráðgjafa frá norska ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult.„Þannig að því er ekki til að dreifa hér að það sé verið að gera hlutina, og þið afsakið orðbragðið, með sama rassgatinu og var gert þarna í upphafi. Við höfum gert allt sem við getum til þess að tryggja það að þetta ferli sé á engan hátt líkt því ferli sem átti sér stað hér þegar United Silicon fór af stað.“Tom Arild Olsen, deildarstjóri hjá Multiconsult.Vísir/SighvaturÞrír brennsluofnar til viðbótar Um tvö hundruð manns mættu í Hljómahöll í gær til að sjá og heyra af áætlunum um enduropnun kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Kynnt voru drög að endanlegu útliti verksmiðjunnar með þremur bræðsluofnum til viðbótar við þann eina sem er risinn. Verksmiðjan hefur leyfi til að framleiða 100.000 tonn af kísil á ári en hver ofn afkastar um 25.000 tonnum.Tillaga að matsáætlun fyrir nýtt umhverfismat verksmiðjunnar hefur verið birt en tekið er við athugasemdum til 5. desember næstkomandi.Horft til norskra kísilvera Tom Arild Olsen, deildarstjóri hjá norska ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult, fór vel yfir það sem betur hefði mátt fara í rekstri United Silicon á kísilverinu. Hann sagði að allar norskar kísilverksmiðjur væru í lagi, engin vandamál tengd heilsufari fólks hafi komið upp í tengslum við þær.Frá íbúafundinum í Hljómahöll í gær.Vísir/SighvaturMaría Magnúsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ, hefur áhyggjur af mengun, heilsufari og lækkandi húsnæðisverði ef kísilverksmiðjan verður tekin aftur í gagnið. „Ég veit líka um sjúkdómana sem starfsmennirnir fá í þessum kísilverksmiðjum. Sjúkdómurinn heitir Silicosis. Þeir verða aldrei hinir sömu, það er engin lækning við þeim.“ Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, bar upp fyrirspurn á fundinum um hvað væri öðruvísi við ferlið nú en áður. Hann sagði að málið snerist allt um traust milli bæjarbúa og framkvæmdaraðila. „Það hefur ekki staðið steinn yfir steini í neinu sem snýr að þessu ferli. Við verðum að hafa traust á þessu ferli ef það á að vera einhver glóra í helvíti að þetta fari í gegn.“Á íbúafundi í gær voru kynnt drög að endanlegu útliti verksmiðjunnar með þremur bræðsluofnum til viðbótar við þann eina sem fyrir er.Vísir/VerkísStefnt að opnun 2020 Haustið 2019 er gert ráð fyrir að mati á umhverfisáhrifum ljúki ásamt vinnu við skipulag vegna breyttrar framkvæmdar. Síðar um haustið 2019 er búist við að byggingarleyfi Reykjanesbæjar liggi fyrir. Á fyrri hluta ársins 2020 ættu starfsleyfi Umhverfisstofnunar og Vinnueftirlits að liggja fyrir. Í framhaldi verður hægt að endurræsa kísilverksmiðjuna og hefja rekstur hennar á ný.
United Silicon Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira