Snýst um meira en lægri laun og kostnað segir forseti ASÍ Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. nóvember 2018 09:00 Skóflustunga að íbúðum Bjargs á Akranesi var tekin í síðasta mánuði. Um verður að ræða innflutt einingahús. Mynd/Bjarg „Þetta er ekki alveg svo einfalt að verið sé að leita utan landsteinanna eftir lægri launakostnaði og framleiðslukostnaði,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Fundið hefur verið að því að Bjarg íbúðafélag, húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð er af ASÍ og BSRB, muni reisa 33 íbúðir á Akranesi með einingahúsum sem framleidd eru og flutt inn frá Lettlandi. Húsin koma nær fullsmíðuð að utan og þarf í raun aðeins að púsla þeim saman og klæða að utan. Þetta styttir byggingartímann um helming og gerir það að verkum að fólk í húsnæðisvanda kemst fyrr í öruggt leiguhúsnæði. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins barst þessi innflutningur og aðkoma erlends vinnuafls til tals í fyrirspurn á fundi Sjálfstæðismanna á Akranesi með verkalýðsforystunni í bænum fyrir skemmstu. Þar var varpað fram þeirri spurningu hvort verkalýðsforystan væri búin að verðleggja íslenskt vinnuafl svo hátt að það yrði að kaupa allt í verkið að utan. Drífa, sem aðeins var skipuð formlega í stjórn Bjargs í fyrradag, segir að það sem hún hafi kynnt sér af málinu snúist í fyrsta lagi um hverjir geti framleitt þetta og í öðru lagi um stærðarhagkvæmni. „ASÍ kaupir vörur erlendis þó við reynum að beina viðskiptum okkar til innlendra framleiðslufyrirtækja ef það er mögulegt. Þetta er ekki bara hagkvæmnisjónarmið til að gera þetta ódýrara, heldur tel ég að það sé ekki víst að það séu fyrirtæki sem geti annað þessu í þessu magni sem Bjarg er að óska eftir,“ segir Drífa. „Þetta er alltaf hagsmunamat. Við erum að reyna að lækka leigu, við erum að reyna að byggja fljótt og örugglega og það liggur mjög á að koma húsum upp þannig að það er víðtækt hagsmunamat sem fer þarna í gang.“ Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, benti á það í samtali við Fréttablaðið á dögunum að umrædd hús væru framleidd af Byko-LAT, timburverksmiðju íslenska byggingarvörurisans BYKO í Lettlandi. Modulus, sem útvegi einingarnar, sé einnig íslenskt fyrirtæki tengt Byko-fjölskyldunni og allt sé þetta íslensk hönnun. Húsin komi í flytjanlegum einingum búin gólfefnum, innréttingum, máluð að innan og nær tilbúin. Aðeins eigi eftir að púsla þeim saman á staðnum og klæða að utan. Lágmarkslaun í Lettlandi eru sem nemur 60 þúsund krónum á mánuði, meðallaun rúmar 80 þúsund, og því ljóst að vinnuaflið er ódýrara þar í landi en hér. Í samtali við RÚV í fyrradag sagði Björn að þrýstingur um hagkvæmni sem fylgt hafi stofnframlögum frá Íbúðalánasjóði hefði orðið til þess að þessi leið var valin á Akranesi. „Það vantar íbúðir núna og ef við getum helmingað smíðatíma húsa þá þýðir það að fólk sem vantar húsnæði fær það fyrr. Það er það sem þjóðfélagið er að kalla á í dag og við erum að reyna að koma til móts við þær þarfir,“ segir Björn í samtali við Fréttablaðið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
„Þetta er ekki alveg svo einfalt að verið sé að leita utan landsteinanna eftir lægri launakostnaði og framleiðslukostnaði,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Fundið hefur verið að því að Bjarg íbúðafélag, húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð er af ASÍ og BSRB, muni reisa 33 íbúðir á Akranesi með einingahúsum sem framleidd eru og flutt inn frá Lettlandi. Húsin koma nær fullsmíðuð að utan og þarf í raun aðeins að púsla þeim saman og klæða að utan. Þetta styttir byggingartímann um helming og gerir það að verkum að fólk í húsnæðisvanda kemst fyrr í öruggt leiguhúsnæði. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins barst þessi innflutningur og aðkoma erlends vinnuafls til tals í fyrirspurn á fundi Sjálfstæðismanna á Akranesi með verkalýðsforystunni í bænum fyrir skemmstu. Þar var varpað fram þeirri spurningu hvort verkalýðsforystan væri búin að verðleggja íslenskt vinnuafl svo hátt að það yrði að kaupa allt í verkið að utan. Drífa, sem aðeins var skipuð formlega í stjórn Bjargs í fyrradag, segir að það sem hún hafi kynnt sér af málinu snúist í fyrsta lagi um hverjir geti framleitt þetta og í öðru lagi um stærðarhagkvæmni. „ASÍ kaupir vörur erlendis þó við reynum að beina viðskiptum okkar til innlendra framleiðslufyrirtækja ef það er mögulegt. Þetta er ekki bara hagkvæmnisjónarmið til að gera þetta ódýrara, heldur tel ég að það sé ekki víst að það séu fyrirtæki sem geti annað þessu í þessu magni sem Bjarg er að óska eftir,“ segir Drífa. „Þetta er alltaf hagsmunamat. Við erum að reyna að lækka leigu, við erum að reyna að byggja fljótt og örugglega og það liggur mjög á að koma húsum upp þannig að það er víðtækt hagsmunamat sem fer þarna í gang.“ Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, benti á það í samtali við Fréttablaðið á dögunum að umrædd hús væru framleidd af Byko-LAT, timburverksmiðju íslenska byggingarvörurisans BYKO í Lettlandi. Modulus, sem útvegi einingarnar, sé einnig íslenskt fyrirtæki tengt Byko-fjölskyldunni og allt sé þetta íslensk hönnun. Húsin komi í flytjanlegum einingum búin gólfefnum, innréttingum, máluð að innan og nær tilbúin. Aðeins eigi eftir að púsla þeim saman á staðnum og klæða að utan. Lágmarkslaun í Lettlandi eru sem nemur 60 þúsund krónum á mánuði, meðallaun rúmar 80 þúsund, og því ljóst að vinnuaflið er ódýrara þar í landi en hér. Í samtali við RÚV í fyrradag sagði Björn að þrýstingur um hagkvæmni sem fylgt hafi stofnframlögum frá Íbúðalánasjóði hefði orðið til þess að þessi leið var valin á Akranesi. „Það vantar íbúðir núna og ef við getum helmingað smíðatíma húsa þá þýðir það að fólk sem vantar húsnæði fær það fyrr. Það er það sem þjóðfélagið er að kalla á í dag og við erum að reyna að koma til móts við þær þarfir,“ segir Björn í samtali við Fréttablaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira