Krefjast þess að bærinn kaupi Oddfellowblett Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. nóvember 2018 06:15 Hestafólkið og hjónin Konráð Adolphsson og Edda Gunnarsdóttir fengu ekki að byggja íbúðarhús og hesthús á Oddfellowblettnum. Fréttablaðið/Stefán Hjón á níræðisaldri hafa stefnt Kópavogsbæ og krefjast þess að bærinn kaupi af þeim svokallaðan Oddfellowblett í landi Gunnarshólma. Fram kemur í stefnu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns fyrir hönd hjónanna Eddu Gunnarsdóttur og Konráðs Adolphssonar í Reykjavík að þau hafi eignast Oddfellowblettinn með afsali frá Miklabæ ehf. í september 2016. Landið afmarkist að norðanverðu af Suðurlandsvegi, að austan af Heiðmerkurvegi, að sunnan af lækjarfarvegi sem gangi út í Hólmsá og að vestan af Hólmsá. Félagið Miklibær – sem reyndar er í eigu Konráðs sjálfs – þáverandi eigandi Oddfellowblettsins, krafðist þess fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í maí 2016 að ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogsbæjar frá því í apríl sama ár um að synja um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir landið yrði ógilt. Óskað hafði verið eftir leyfi fyrir 400 fermetra íbúðarhúsi og 200 fermetra hesthúsi. Í október 2017 hafnaði úrskurðarnefndin því að ógilda synjun Kópavogsbæjar. Í byrjun apríl á þessu ári sendu hjónin Kópavogsbæ bréf og kröfðust þess með vísan í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar að bærinn keypti af þeim Oddfellowblettinn gegn greiðslu fulls verðs. Um er að ræða 4,6 hektara lands. Bréfinu var ekki svarað að því er segir í stefnu lögmanns hjónanna og ítrekuðu þau þá erindi sitt með bréfi 7. október síðastliðinn. „Forsvarsmenn stefnda [Kópavogsbæjar] hafa ekki sýnt stefnendum [hjónunum] þá sjálfsögðu kurteisi að svara bréfi þessu,“ segir í stefnunni. Hjónunum sé því nauðugur sá kostur að höfða mál til að fá skorið úr um réttindi sín til að nýta land sitt með sama hætti og aðrir landeigendur. Í stefnunni segir að Kópavogsbær hafi brotið 72. grein stjórnarskrárinnar sem fjallar um friðhelgi eignarréttar. „Við slíkar aðstæður verður skerðing eignarréttar að byggja á lögum og greiða þarf fyrir hana fullu verði,“ segir lögmaðurinn. Að auki er bærinn sagður hafa brotið 65. grein stjórnarskrárinnar með því að mismuna hjónunum og landeigendum í Gunnarshólma og Vatnsenda sem fengið hafi að bæta við mannvirkjum. Ekkert í aðalskipulagi ætti að koma í veg fyrir að veita hjónunum umbeðið leyfi og ekki væri brotið gegn almannahagsmunum með byggingunum. Stefna hjónanna var lögð fram til kynningar í bæjarráði Kópavogs í gær. Málið verður þingfest 28. nóvember fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Skipulag Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira
Hjón á níræðisaldri hafa stefnt Kópavogsbæ og krefjast þess að bærinn kaupi af þeim svokallaðan Oddfellowblett í landi Gunnarshólma. Fram kemur í stefnu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns fyrir hönd hjónanna Eddu Gunnarsdóttur og Konráðs Adolphssonar í Reykjavík að þau hafi eignast Oddfellowblettinn með afsali frá Miklabæ ehf. í september 2016. Landið afmarkist að norðanverðu af Suðurlandsvegi, að austan af Heiðmerkurvegi, að sunnan af lækjarfarvegi sem gangi út í Hólmsá og að vestan af Hólmsá. Félagið Miklibær – sem reyndar er í eigu Konráðs sjálfs – þáverandi eigandi Oddfellowblettsins, krafðist þess fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í maí 2016 að ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogsbæjar frá því í apríl sama ár um að synja um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir landið yrði ógilt. Óskað hafði verið eftir leyfi fyrir 400 fermetra íbúðarhúsi og 200 fermetra hesthúsi. Í október 2017 hafnaði úrskurðarnefndin því að ógilda synjun Kópavogsbæjar. Í byrjun apríl á þessu ári sendu hjónin Kópavogsbæ bréf og kröfðust þess með vísan í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar að bærinn keypti af þeim Oddfellowblettinn gegn greiðslu fulls verðs. Um er að ræða 4,6 hektara lands. Bréfinu var ekki svarað að því er segir í stefnu lögmanns hjónanna og ítrekuðu þau þá erindi sitt með bréfi 7. október síðastliðinn. „Forsvarsmenn stefnda [Kópavogsbæjar] hafa ekki sýnt stefnendum [hjónunum] þá sjálfsögðu kurteisi að svara bréfi þessu,“ segir í stefnunni. Hjónunum sé því nauðugur sá kostur að höfða mál til að fá skorið úr um réttindi sín til að nýta land sitt með sama hætti og aðrir landeigendur. Í stefnunni segir að Kópavogsbær hafi brotið 72. grein stjórnarskrárinnar sem fjallar um friðhelgi eignarréttar. „Við slíkar aðstæður verður skerðing eignarréttar að byggja á lögum og greiða þarf fyrir hana fullu verði,“ segir lögmaðurinn. Að auki er bærinn sagður hafa brotið 65. grein stjórnarskrárinnar með því að mismuna hjónunum og landeigendum í Gunnarshólma og Vatnsenda sem fengið hafi að bæta við mannvirkjum. Ekkert í aðalskipulagi ætti að koma í veg fyrir að veita hjónunum umbeðið leyfi og ekki væri brotið gegn almannahagsmunum með byggingunum. Stefna hjónanna var lögð fram til kynningar í bæjarráði Kópavogs í gær. Málið verður þingfest 28. nóvember fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Skipulag Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira