Krefjast þess að bærinn kaupi Oddfellowblett Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. nóvember 2018 06:15 Hestafólkið og hjónin Konráð Adolphsson og Edda Gunnarsdóttir fengu ekki að byggja íbúðarhús og hesthús á Oddfellowblettnum. Fréttablaðið/Stefán Hjón á níræðisaldri hafa stefnt Kópavogsbæ og krefjast þess að bærinn kaupi af þeim svokallaðan Oddfellowblett í landi Gunnarshólma. Fram kemur í stefnu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns fyrir hönd hjónanna Eddu Gunnarsdóttur og Konráðs Adolphssonar í Reykjavík að þau hafi eignast Oddfellowblettinn með afsali frá Miklabæ ehf. í september 2016. Landið afmarkist að norðanverðu af Suðurlandsvegi, að austan af Heiðmerkurvegi, að sunnan af lækjarfarvegi sem gangi út í Hólmsá og að vestan af Hólmsá. Félagið Miklibær – sem reyndar er í eigu Konráðs sjálfs – þáverandi eigandi Oddfellowblettsins, krafðist þess fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í maí 2016 að ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogsbæjar frá því í apríl sama ár um að synja um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir landið yrði ógilt. Óskað hafði verið eftir leyfi fyrir 400 fermetra íbúðarhúsi og 200 fermetra hesthúsi. Í október 2017 hafnaði úrskurðarnefndin því að ógilda synjun Kópavogsbæjar. Í byrjun apríl á þessu ári sendu hjónin Kópavogsbæ bréf og kröfðust þess með vísan í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar að bærinn keypti af þeim Oddfellowblettinn gegn greiðslu fulls verðs. Um er að ræða 4,6 hektara lands. Bréfinu var ekki svarað að því er segir í stefnu lögmanns hjónanna og ítrekuðu þau þá erindi sitt með bréfi 7. október síðastliðinn. „Forsvarsmenn stefnda [Kópavogsbæjar] hafa ekki sýnt stefnendum [hjónunum] þá sjálfsögðu kurteisi að svara bréfi þessu,“ segir í stefnunni. Hjónunum sé því nauðugur sá kostur að höfða mál til að fá skorið úr um réttindi sín til að nýta land sitt með sama hætti og aðrir landeigendur. Í stefnunni segir að Kópavogsbær hafi brotið 72. grein stjórnarskrárinnar sem fjallar um friðhelgi eignarréttar. „Við slíkar aðstæður verður skerðing eignarréttar að byggja á lögum og greiða þarf fyrir hana fullu verði,“ segir lögmaðurinn. Að auki er bærinn sagður hafa brotið 65. grein stjórnarskrárinnar með því að mismuna hjónunum og landeigendum í Gunnarshólma og Vatnsenda sem fengið hafi að bæta við mannvirkjum. Ekkert í aðalskipulagi ætti að koma í veg fyrir að veita hjónunum umbeðið leyfi og ekki væri brotið gegn almannahagsmunum með byggingunum. Stefna hjónanna var lögð fram til kynningar í bæjarráði Kópavogs í gær. Málið verður þingfest 28. nóvember fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Skipulag Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Hjón á níræðisaldri hafa stefnt Kópavogsbæ og krefjast þess að bærinn kaupi af þeim svokallaðan Oddfellowblett í landi Gunnarshólma. Fram kemur í stefnu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns fyrir hönd hjónanna Eddu Gunnarsdóttur og Konráðs Adolphssonar í Reykjavík að þau hafi eignast Oddfellowblettinn með afsali frá Miklabæ ehf. í september 2016. Landið afmarkist að norðanverðu af Suðurlandsvegi, að austan af Heiðmerkurvegi, að sunnan af lækjarfarvegi sem gangi út í Hólmsá og að vestan af Hólmsá. Félagið Miklibær – sem reyndar er í eigu Konráðs sjálfs – þáverandi eigandi Oddfellowblettsins, krafðist þess fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í maí 2016 að ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogsbæjar frá því í apríl sama ár um að synja um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir landið yrði ógilt. Óskað hafði verið eftir leyfi fyrir 400 fermetra íbúðarhúsi og 200 fermetra hesthúsi. Í október 2017 hafnaði úrskurðarnefndin því að ógilda synjun Kópavogsbæjar. Í byrjun apríl á þessu ári sendu hjónin Kópavogsbæ bréf og kröfðust þess með vísan í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar að bærinn keypti af þeim Oddfellowblettinn gegn greiðslu fulls verðs. Um er að ræða 4,6 hektara lands. Bréfinu var ekki svarað að því er segir í stefnu lögmanns hjónanna og ítrekuðu þau þá erindi sitt með bréfi 7. október síðastliðinn. „Forsvarsmenn stefnda [Kópavogsbæjar] hafa ekki sýnt stefnendum [hjónunum] þá sjálfsögðu kurteisi að svara bréfi þessu,“ segir í stefnunni. Hjónunum sé því nauðugur sá kostur að höfða mál til að fá skorið úr um réttindi sín til að nýta land sitt með sama hætti og aðrir landeigendur. Í stefnunni segir að Kópavogsbær hafi brotið 72. grein stjórnarskrárinnar sem fjallar um friðhelgi eignarréttar. „Við slíkar aðstæður verður skerðing eignarréttar að byggja á lögum og greiða þarf fyrir hana fullu verði,“ segir lögmaðurinn. Að auki er bærinn sagður hafa brotið 65. grein stjórnarskrárinnar með því að mismuna hjónunum og landeigendum í Gunnarshólma og Vatnsenda sem fengið hafi að bæta við mannvirkjum. Ekkert í aðalskipulagi ætti að koma í veg fyrir að veita hjónunum umbeðið leyfi og ekki væri brotið gegn almannahagsmunum með byggingunum. Stefna hjónanna var lögð fram til kynningar í bæjarráði Kópavogs í gær. Málið verður þingfest 28. nóvember fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Skipulag Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent