Mikil svifryksmengun á Akureyri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 10:53 Þessi mynd var tekin í vikunni á Akureyri þegar svifryk mældist í bænum. umhverfisstofnun Aukinn styrkur svifryks hefur mælst undanfarið á loftgæðamælistöð Akureyrarbæjar og Umhverfisstofnunar sem staðsett er við Strandgöut á móts við Hof. Fram kemur á vef Umhverfisstofnunar að óvenju há gildi svifryks hafi mælst í bænum frá miðjum október en háir svifrykstoppar sem fara langt yfir þau mörk sem miðað er við á sólarhring hafa meiri áhrif á heilsu fólks en toppar sem fara rétt rúmlega yfir mörkin. Heilsuverndarmörk svifryks eru miðuð við meðaltal hvers sólarhrings þar sem mörk eru 50 µg/m3 að meðaltali í heilan sólarhring. „Sólarhringsmeðaltal s.l. þriðjudag, 20. nóvember, var 119 µg/m3 og var dagurinn því vel yfir heilsuverndarmörkum. Sólarhringsmeðaltal svifryks má ekki fara yfir mörkin oftar en 35 daga á ári. Þetta var 15. dagurinn sem mælist yfir mörkum síðan stöðin var sett upp við Strandgötu um miðan febrúar á þessi ári,“ segir á vef Umhverfisstofnunar en hæsta einstaka klukkutímameðaltalið sem hefur mælst á Strandgötu það sem af er vetri er 455 455 µg/m3. Ekki eru hins vegar nein heilsuverndarmörk í gildi fyrir hvern klukkutíma, aðeins meðaltal sólarhrings. „Þegar svona er ástatt getur fólk sem er viðkvæmt í öndunarfærum fundið fyrir óþægindum. Í þann hóp falla öll ung börn og hluti aldraðra. Einnig er fólk með hjarta- og lungnasjúkdóma viðkvæmara fyrir svifryki og fólk með astma getur fundið fyrir auknum einkennum. Ekki er hægt að mæla með að fólk sé í mikilli líkamlegri áreynslu í nágrenni við miklar umferðargötur þegar styrkur svifryks er svo hár. Mælt er með að hlauparar velji sér leið fjær mestu umferðargötunum. Mikil umferð á Akureyri er meginorsök svifryksmengunarinnar í bænum. Er þörf á að nota heimilisbílinn alltaf til allra erinda? Frítt er í strætó á Akureyri og er fólk hvatt til að kynna sér leiðakerfið. Í litlum bæ búa margir í göngu eða hjólafæri við sinn vinnustað eða skóla. Ef veðurspá næstu daga gengur eftir gæti áfram orðið hár styrkur svifryks í bænum. Full ástæða er til að vara við hugsanlegum áhrifum svifryksins á heilsu fólks. Sú spurning er áleitin hvort taka ætti upp þá stefnu að gefa út viðvaranir til íbúa á Akureyri þegar mikil svifryksmengun mælist, líkt og gert er í Reykjavík,“ segir á vef Umhverfisstofnunar þar sem lesa má nánar um málið. Umhverfismál Tengdar fréttir Svifryk yfir heilsuverndarmörkum: „Of margir dagar og of háir toppar“ Loftgæði á Akureyri hafa verið slæm alla helgina. 20. nóvember 2018 18:26 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Aukinn styrkur svifryks hefur mælst undanfarið á loftgæðamælistöð Akureyrarbæjar og Umhverfisstofnunar sem staðsett er við Strandgöut á móts við Hof. Fram kemur á vef Umhverfisstofnunar að óvenju há gildi svifryks hafi mælst í bænum frá miðjum október en háir svifrykstoppar sem fara langt yfir þau mörk sem miðað er við á sólarhring hafa meiri áhrif á heilsu fólks en toppar sem fara rétt rúmlega yfir mörkin. Heilsuverndarmörk svifryks eru miðuð við meðaltal hvers sólarhrings þar sem mörk eru 50 µg/m3 að meðaltali í heilan sólarhring. „Sólarhringsmeðaltal s.l. þriðjudag, 20. nóvember, var 119 µg/m3 og var dagurinn því vel yfir heilsuverndarmörkum. Sólarhringsmeðaltal svifryks má ekki fara yfir mörkin oftar en 35 daga á ári. Þetta var 15. dagurinn sem mælist yfir mörkum síðan stöðin var sett upp við Strandgötu um miðan febrúar á þessi ári,“ segir á vef Umhverfisstofnunar en hæsta einstaka klukkutímameðaltalið sem hefur mælst á Strandgötu það sem af er vetri er 455 455 µg/m3. Ekki eru hins vegar nein heilsuverndarmörk í gildi fyrir hvern klukkutíma, aðeins meðaltal sólarhrings. „Þegar svona er ástatt getur fólk sem er viðkvæmt í öndunarfærum fundið fyrir óþægindum. Í þann hóp falla öll ung börn og hluti aldraðra. Einnig er fólk með hjarta- og lungnasjúkdóma viðkvæmara fyrir svifryki og fólk með astma getur fundið fyrir auknum einkennum. Ekki er hægt að mæla með að fólk sé í mikilli líkamlegri áreynslu í nágrenni við miklar umferðargötur þegar styrkur svifryks er svo hár. Mælt er með að hlauparar velji sér leið fjær mestu umferðargötunum. Mikil umferð á Akureyri er meginorsök svifryksmengunarinnar í bænum. Er þörf á að nota heimilisbílinn alltaf til allra erinda? Frítt er í strætó á Akureyri og er fólk hvatt til að kynna sér leiðakerfið. Í litlum bæ búa margir í göngu eða hjólafæri við sinn vinnustað eða skóla. Ef veðurspá næstu daga gengur eftir gæti áfram orðið hár styrkur svifryks í bænum. Full ástæða er til að vara við hugsanlegum áhrifum svifryksins á heilsu fólks. Sú spurning er áleitin hvort taka ætti upp þá stefnu að gefa út viðvaranir til íbúa á Akureyri þegar mikil svifryksmengun mælist, líkt og gert er í Reykjavík,“ segir á vef Umhverfisstofnunar þar sem lesa má nánar um málið.
Umhverfismál Tengdar fréttir Svifryk yfir heilsuverndarmörkum: „Of margir dagar og of háir toppar“ Loftgæði á Akureyri hafa verið slæm alla helgina. 20. nóvember 2018 18:26 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Svifryk yfir heilsuverndarmörkum: „Of margir dagar og of háir toppar“ Loftgæði á Akureyri hafa verið slæm alla helgina. 20. nóvember 2018 18:26