Kenna landsmönnum að laga raftækin sjálfir: „Mér finnst þetta æði“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2018 19:15 Einbeitingin skein úr augum þeirra sem tóku þátt í vinnustofunni. Vísir/Tryggvi Páll Á sama tíma og tilboð vegna svarts fössara og stafræns mánudags dynja á landsmönnum var Akureyringum boðið upp á að á aðstoð við að laga gömul raftæki. Það er umhverfismál að framlengja líftíma eldri raftækja í stað þess að henda þeim að mati talsmanns Restart Ísland. Það var margt um manninn í Fab Lab í Verkmenntaskólanum á Akureyri í vikunni þegar fréttamaður leit við á vinnustofu Restart Ísland. Þar unnu rafvirkjar og aðrir áhugamenn hörðum höndum að því að lappa upp á gömul raftæki. „Þetta eru vinnustofur þar sem við bjóðum fólki að koma með raftækin sín, bæði rafeindatæki eins og síma og þess háttar og svo venjuleg raftæki sem oft á tíðum menn geta ekki gert við, sagt að það sé of dýrt að gera við eða slíkt og kennum þeim að gera sjálf við tækin, út á það gengur hugmyndin,“ segir Hólmar Svansson, talsmaður Restart Ísland.Hólmar Svansson, talsmaður Restart ÍslandVísir/TryggviÆtlar að laga símann sjálf Og það voru ýmis tæki sem fengu skoðun. Sléttujárn, Playstation-tölva, geislasdiskaspilarar og spjaldtölvur voru útskrifaðar en flestir komu þó með síma. Ein af þeim var Ingibjörg Þórðardóttir sem ætlar að láta reyna á eigin viðgerðarhæfileika eftir að hafa fengið sýnikennslu í skjáviðgerð.Hefðiru einhvern tímann haldið að þú gætir lagað svona síma sjálf? „Neibb, ég er ein af þeim sem var svolítið búin að læra það að þú snertir ekki það sem þú veist ekki hvað er í tæknimálum og lætur það bara kyrrt þangað til einhver fagmaður kemur á svæðið. Mér finnst þetta æði,“ segir Ingibjörg.Eins og þegar amma stagaði í sokkana Líklega freistast margir til þess að kaupa nýjan síma þegar skjárinn brotnar eins og í tilfelli Ingibjargar stað þess að athuga hvort og hvernig hægt sé að laga tækið. Gamli síminn fer á haugana og ruslið safnast upp.Ingibjörg Þórðardóttir kom með síma og spjaldtölvu og sneri alsæl til baka.Vísir/Tryggvi Páll„Þetta er auðvitað bara umhverfismál. Þetta er svo mikið rusl sem kemur úr heiminum af rafmagnsrusli sem er erfitt og dýrt að endurvinna þó að það sé verðmæti í þessu þá er þetta ekki allt að rata rétta leið.“ Markmið Restart Ísland er að reyna að minnka slíkan úrgang og telur Hólmar að margir vanmeti eigin getu til viðgerða. „Þetta er bara eins og þegar amma stagaði í sokkana þegar þeir eru orðnir lélegir, við getum alveg gert ýmislegt sjálf,“ segir Hólmar. Nú þegar tilboð vegna svarts fössara og stafræns mánudags dynja á landsmönnum freistast ef til vill margir til þess að kaupa ný raftæki. Hólmar er hins vegar með skilaboð til landsmanna. „Hugsaðu þetta og ekki bara alltaf láta nýjungagirnina fara með sig. Við þurfum að hugsa um jörðina líka“ Neytendur Tengdar fréttir Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Á sama tíma og tilboð vegna svarts fössara og stafræns mánudags dynja á landsmönnum var Akureyringum boðið upp á að á aðstoð við að laga gömul raftæki. Það er umhverfismál að framlengja líftíma eldri raftækja í stað þess að henda þeim að mati talsmanns Restart Ísland. Það var margt um manninn í Fab Lab í Verkmenntaskólanum á Akureyri í vikunni þegar fréttamaður leit við á vinnustofu Restart Ísland. Þar unnu rafvirkjar og aðrir áhugamenn hörðum höndum að því að lappa upp á gömul raftæki. „Þetta eru vinnustofur þar sem við bjóðum fólki að koma með raftækin sín, bæði rafeindatæki eins og síma og þess háttar og svo venjuleg raftæki sem oft á tíðum menn geta ekki gert við, sagt að það sé of dýrt að gera við eða slíkt og kennum þeim að gera sjálf við tækin, út á það gengur hugmyndin,“ segir Hólmar Svansson, talsmaður Restart Ísland.Hólmar Svansson, talsmaður Restart ÍslandVísir/TryggviÆtlar að laga símann sjálf Og það voru ýmis tæki sem fengu skoðun. Sléttujárn, Playstation-tölva, geislasdiskaspilarar og spjaldtölvur voru útskrifaðar en flestir komu þó með síma. Ein af þeim var Ingibjörg Þórðardóttir sem ætlar að láta reyna á eigin viðgerðarhæfileika eftir að hafa fengið sýnikennslu í skjáviðgerð.Hefðiru einhvern tímann haldið að þú gætir lagað svona síma sjálf? „Neibb, ég er ein af þeim sem var svolítið búin að læra það að þú snertir ekki það sem þú veist ekki hvað er í tæknimálum og lætur það bara kyrrt þangað til einhver fagmaður kemur á svæðið. Mér finnst þetta æði,“ segir Ingibjörg.Eins og þegar amma stagaði í sokkana Líklega freistast margir til þess að kaupa nýjan síma þegar skjárinn brotnar eins og í tilfelli Ingibjargar stað þess að athuga hvort og hvernig hægt sé að laga tækið. Gamli síminn fer á haugana og ruslið safnast upp.Ingibjörg Þórðardóttir kom með síma og spjaldtölvu og sneri alsæl til baka.Vísir/Tryggvi Páll„Þetta er auðvitað bara umhverfismál. Þetta er svo mikið rusl sem kemur úr heiminum af rafmagnsrusli sem er erfitt og dýrt að endurvinna þó að það sé verðmæti í þessu þá er þetta ekki allt að rata rétta leið.“ Markmið Restart Ísland er að reyna að minnka slíkan úrgang og telur Hólmar að margir vanmeti eigin getu til viðgerða. „Þetta er bara eins og þegar amma stagaði í sokkana þegar þeir eru orðnir lélegir, við getum alveg gert ýmislegt sjálf,“ segir Hólmar. Nú þegar tilboð vegna svarts fössara og stafræns mánudags dynja á landsmönnum freistast ef til vill margir til þess að kaupa ný raftæki. Hólmar er hins vegar með skilaboð til landsmanna. „Hugsaðu þetta og ekki bara alltaf láta nýjungagirnina fara með sig. Við þurfum að hugsa um jörðina líka“
Neytendur Tengdar fréttir Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45