Séra Ólafur nýtur ekki lengur óskerts trausts Sveinn Arnarsson skrifar 24. nóvember 2018 08:00 Sr. Ólafur er sóknarprestur í Grensáskirkju, en er í leyfi. Fréttablaðið/Eyþór Áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar hefur staðfest að sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensásprestakalli, gerðist sekur um siðferðisbrot með því að sleikja kinnar kvenna, halda þeim á lofti á meðan hann faðmaði þær og gefa þeim fótanudd án samþykkis. Biskup ætlar að skoða hvort hann treysti sr. Ólafi áfram til að gegna stöðu prests við þjóðkirkjuna. Sr. Ólafur, sem er fyrrverandi formaður Prestafélags Íslands, hefur verið í leyfi frá því sumarið 2017 vegna ásakana kvenna um ósæmilega hegðun í þeirra garð á kirkjulegum vettvangi. Fimm konur kvörtuðu undan honum til kirkjunnar sem tók á málinu síðastliðinn vetur. Að endingu komst úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið gegn tveimur kvennanna. Samt sem áður voru sögur þeirra allra keimlíkar þar sem þær lýstu áreitni guðsmannsins ítarlega og af festu. Agnes M. Sigurðardóttir biskup sendi Ólaf í leyfi sumarið 2017. Hún hefur tilkynnt Ólafi að hann verði áfram í leyfi á meðan farið verði yfir niðurstöðu nefndarinnar. „Velferð þolenda skal ávallt í hávegum höfð í málum sem þessu, Við verðum almennt að trúa einstaklingum sem stíga fram og segja sögu sína,“ segir biskup. Af orðum Agnesar má skilja að hún treysti sr. Ólafi ekki fullkomlega til að starfa áfram sem prestur við þjóðkirkjuna. Nú mun hún fara vandlega yfir málið. „Skylda presta er fyrst og fremst gagnvart sóknarbörnunum. Milli þeirra og prests verður að ríkja traust og eins milli presta sem starfa saman. Ef það traust hverfur þá lít ég svo á að skoða verði hvort prestur sé í stöðu til að veita þjónustu áfram.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er í bígerð breyting á Grensásprestakalli. Skoðað er að sameina Grensásprestakall og Bústaðaprestakall og þannig komast hjá því að setja sr. Ólaf aftur inn í embætti sem sóknarprest í Grensásprestakalli. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar hefur staðfest að sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensásprestakalli, gerðist sekur um siðferðisbrot með því að sleikja kinnar kvenna, halda þeim á lofti á meðan hann faðmaði þær og gefa þeim fótanudd án samþykkis. Biskup ætlar að skoða hvort hann treysti sr. Ólafi áfram til að gegna stöðu prests við þjóðkirkjuna. Sr. Ólafur, sem er fyrrverandi formaður Prestafélags Íslands, hefur verið í leyfi frá því sumarið 2017 vegna ásakana kvenna um ósæmilega hegðun í þeirra garð á kirkjulegum vettvangi. Fimm konur kvörtuðu undan honum til kirkjunnar sem tók á málinu síðastliðinn vetur. Að endingu komst úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið gegn tveimur kvennanna. Samt sem áður voru sögur þeirra allra keimlíkar þar sem þær lýstu áreitni guðsmannsins ítarlega og af festu. Agnes M. Sigurðardóttir biskup sendi Ólaf í leyfi sumarið 2017. Hún hefur tilkynnt Ólafi að hann verði áfram í leyfi á meðan farið verði yfir niðurstöðu nefndarinnar. „Velferð þolenda skal ávallt í hávegum höfð í málum sem þessu, Við verðum almennt að trúa einstaklingum sem stíga fram og segja sögu sína,“ segir biskup. Af orðum Agnesar má skilja að hún treysti sr. Ólafi ekki fullkomlega til að starfa áfram sem prestur við þjóðkirkjuna. Nú mun hún fara vandlega yfir málið. „Skylda presta er fyrst og fremst gagnvart sóknarbörnunum. Milli þeirra og prests verður að ríkja traust og eins milli presta sem starfa saman. Ef það traust hverfur þá lít ég svo á að skoða verði hvort prestur sé í stöðu til að veita þjónustu áfram.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er í bígerð breyting á Grensásprestakalli. Skoðað er að sameina Grensásprestakall og Bústaðaprestakall og þannig komast hjá því að setja sr. Ólaf aftur inn í embætti sem sóknarprest í Grensásprestakalli.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira