Sverrir Þór: Erum bara miðlungslið Skúli Arnarsson skrifar 23. nóvember 2018 21:35 Sverrir var ekki sáttur í kvöld. vísir/ernir Keflavík tapaði með 17 stigum gegn Haukum í kvöld í Dómínosdeild karla í körfubolta. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum ekki ánægður með sitt lið í kvöld. „Haukarnir voru bara mikið betri. Þeir voru mikið grimmari og ákveðnari á meðan við vorum bara í tómu rugli mestallan leikinn. Við erum í algjöru hnoði og vinnusemin er ekki nein.” Þrátt fyrir að hafa sigrað sex leiki í röð þá segir Sverrir að það hafi legið í loftinu að Keflavík myndu fá skell bráðlega. „Eins og staðan er núna þá erum við bara miðlungslið. Ég veit ekki hvort að strákarnir hafi verið að láta það rugla í sér að það sé verið að tala um okkur sem eitt af bestu liðunum. Við erum búnir að vinna hörku leiki á móti sterkum liðum og á móti liðum sem var spáð neðar en við erum algjört miðlungslið. Það er búið að stefna í að við yrðum flengdir undanfarið og það gerðist í kvöld. Nú er bara spurning hvernig við bregðumst við því.” Keflavík skoruðu aðeins 64 stig í kvöld sem verður að teljast lélegt fyrir jafn gott lið og Keflavík á að vera. Það kom u.þ.b tíu mínútna kafli í leiknum þar sem Keflavík náði ekki að skora stig. Sverrir augljóslega ekki ánægður með sóknarleikinn. „Ég ætla ekkert að taka af Haukum, Þeir berjast hrikalega vel, en við erum bara í hnoði. Við dripplum út í eitt og reynum að troða boltanum inn á Craion meðan hann er með þrjá menn í sér. Síðan ef að boltinn komst út þá var það bara þriggja stiga skot í staðinn fyrir að reyna að fá boltahreyfingu og jafnvel sækja á körfuna. Við töluðum um þetta í leikhléum og í hálfleik en við framkvæmdum ekkert af þessu og áttum þar af leiðandi ekkert skilið út úr þessum leik. Mantas Mockevicius lék ekki með Keflavík í kvöld, en hann hefur ekki spilað með þeim síðan liðið sigraði ÍR í fimmtu umferð. „Hann er erlendis út af vinnunni sinni og ég veit ekki alveg hvenær hann kemur til baka. Ég er að vona að hann nái að klára núna á næstunni og verði síðan bara á fullu með okkur það sem eftir er, það veitir ekki af.” Nú tekur við landsleikjahlé og ljóst að Keflavík þurfa að nýta það vel. „Núna reynir rosalega á okkur. Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera en það þarf einhvernveginn að fá alla á sömu blaðsíðu en ekki hver í sínu horni reynandi eitthvað djöfulsins rugl. Það er ekki vænlegt til árangurs.” „Við erum ekkert KR lið sem er búið að vinna fimm titla í röð. Það eru örfáir í liðinu sem hafa unnið eitthvað. Við þurfum virkilega að hafa fyrir því og standa saman ef að við ætlum einhverntímann að verða lið sem kemst inn í úrslitakeppni, fer langt og verður talað um sem sigursælt lið,” sagði Sverrir að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Keflavík tapaði með 17 stigum gegn Haukum í kvöld í Dómínosdeild karla í körfubolta. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum ekki ánægður með sitt lið í kvöld. „Haukarnir voru bara mikið betri. Þeir voru mikið grimmari og ákveðnari á meðan við vorum bara í tómu rugli mestallan leikinn. Við erum í algjöru hnoði og vinnusemin er ekki nein.” Þrátt fyrir að hafa sigrað sex leiki í röð þá segir Sverrir að það hafi legið í loftinu að Keflavík myndu fá skell bráðlega. „Eins og staðan er núna þá erum við bara miðlungslið. Ég veit ekki hvort að strákarnir hafi verið að láta það rugla í sér að það sé verið að tala um okkur sem eitt af bestu liðunum. Við erum búnir að vinna hörku leiki á móti sterkum liðum og á móti liðum sem var spáð neðar en við erum algjört miðlungslið. Það er búið að stefna í að við yrðum flengdir undanfarið og það gerðist í kvöld. Nú er bara spurning hvernig við bregðumst við því.” Keflavík skoruðu aðeins 64 stig í kvöld sem verður að teljast lélegt fyrir jafn gott lið og Keflavík á að vera. Það kom u.þ.b tíu mínútna kafli í leiknum þar sem Keflavík náði ekki að skora stig. Sverrir augljóslega ekki ánægður með sóknarleikinn. „Ég ætla ekkert að taka af Haukum, Þeir berjast hrikalega vel, en við erum bara í hnoði. Við dripplum út í eitt og reynum að troða boltanum inn á Craion meðan hann er með þrjá menn í sér. Síðan ef að boltinn komst út þá var það bara þriggja stiga skot í staðinn fyrir að reyna að fá boltahreyfingu og jafnvel sækja á körfuna. Við töluðum um þetta í leikhléum og í hálfleik en við framkvæmdum ekkert af þessu og áttum þar af leiðandi ekkert skilið út úr þessum leik. Mantas Mockevicius lék ekki með Keflavík í kvöld, en hann hefur ekki spilað með þeim síðan liðið sigraði ÍR í fimmtu umferð. „Hann er erlendis út af vinnunni sinni og ég veit ekki alveg hvenær hann kemur til baka. Ég er að vona að hann nái að klára núna á næstunni og verði síðan bara á fullu með okkur það sem eftir er, það veitir ekki af.” Nú tekur við landsleikjahlé og ljóst að Keflavík þurfa að nýta það vel. „Núna reynir rosalega á okkur. Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera en það þarf einhvernveginn að fá alla á sömu blaðsíðu en ekki hver í sínu horni reynandi eitthvað djöfulsins rugl. Það er ekki vænlegt til árangurs.” „Við erum ekkert KR lið sem er búið að vinna fimm titla í röð. Það eru örfáir í liðinu sem hafa unnið eitthvað. Við þurfum virkilega að hafa fyrir því og standa saman ef að við ætlum einhverntímann að verða lið sem kemst inn í úrslitakeppni, fer langt og verður talað um sem sigursælt lið,” sagði Sverrir að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira