Gistipláss um áramót af skornum skammti Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. nóvember 2018 15:00 Samtök ferðaþjónustunnar áætla að það verði um 30 þúsund erlendir ferðamenn á Íslandi yfir hátíðarnar. vísir/vilhelm Aðeins eitt prósent af gistirými á vef bókunarsíðu Airbnb í Reykjavík eru á lausu yfir áramótin og aðeins örfá hótelherbergi, nú þegar fimm vikur eru til áramóta. Samtök ferðaþjónustunnar áætla að það verði um 30 þúsund erlendir ferðamenn á Íslandi yfir hátíðarnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir alveg ljóst að Íslands sé að verða einn vinsælasti staðurinn yfir jól og áramót. „Við höfum verið að sjá rólega en mjög þétta aukningu undanfarin ár og við áætlum að á þessu ári verði um 30 þúsund erlendir ferðamenn staddir á Íslandi yfir jól og áramót. Það er að sjálfsögðu meirihlutinn af þeim sem stoppar, gistir á höfuðborgarsvæðinu, sem er í línu við heimsóknir erlendra ferðamanna yfir höfuð. Við áætlum að um sjötíu prósent þessara ferðamanna sem eru á suðvesturhorninu. En þess má líka geta að þetta sýnir hversu mikilvægt er bæði að dreifa ferðamönnum um landið, en ekki síður hvaða möguleikar felast í því að dreifa þeim yfir árið til að minnka árstíðasveiflur.“Höfuðborgarsvæðið að seljast upp Lítið sem ekkert framboð er á gistingu í Reykjavík um áramót ef marka má vefsíðu Airbnb og aðrar bókunarsíður. Til að mynda koma aðeins upp örfá gistirými í Reykjavík og nágrenni á nýársnótt samkvæmt vefsíðu Booking.com. Aðeins fimmtán tveggja manna gistirými eru í boði miðsvæðis í Reykjavík þá nóttina og aðeins tíu ef leitað er að gistingu fyrir fjóra. Þá er aðeins eitt prósent gistirýma á lausu á vef AirbnB í Reykjavík yfir áramót ef leitað er að gistingu fyrir tvo.Sölvi Melax.Fólk að reyna að ná endum saman Verðlag verður að teljast í takt við eftirspurnina, en dæmi eru um að einnar nætur gisting í miðborginni hlaupi á tugum þúsunda á nýársnótt. Sölvi Melax, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum, segir verðlagið skiljanlegt. „Sumir eru bara að leigja út þarna til að fá há verð og nenna ekki að leigja ef þeir fá ekki mjög há verð. Þetta er ekkert bara fólk sem er að fara til útlanda eða er ekki að gista í sínu húsnæði. Þetta eru líka einstaklingar sem sjá tækifæri í því að gista hjá vinum og vandamönnum til að ná endum saman og geta þá leigt út húsnæði í nokkra daga yfir áramót og fengið töluverða upphæð.“ Ferðamennska á Íslandi Jól Samfélagsmiðlar Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Sjá meira
Aðeins eitt prósent af gistirými á vef bókunarsíðu Airbnb í Reykjavík eru á lausu yfir áramótin og aðeins örfá hótelherbergi, nú þegar fimm vikur eru til áramóta. Samtök ferðaþjónustunnar áætla að það verði um 30 þúsund erlendir ferðamenn á Íslandi yfir hátíðarnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir alveg ljóst að Íslands sé að verða einn vinsælasti staðurinn yfir jól og áramót. „Við höfum verið að sjá rólega en mjög þétta aukningu undanfarin ár og við áætlum að á þessu ári verði um 30 þúsund erlendir ferðamenn staddir á Íslandi yfir jól og áramót. Það er að sjálfsögðu meirihlutinn af þeim sem stoppar, gistir á höfuðborgarsvæðinu, sem er í línu við heimsóknir erlendra ferðamanna yfir höfuð. Við áætlum að um sjötíu prósent þessara ferðamanna sem eru á suðvesturhorninu. En þess má líka geta að þetta sýnir hversu mikilvægt er bæði að dreifa ferðamönnum um landið, en ekki síður hvaða möguleikar felast í því að dreifa þeim yfir árið til að minnka árstíðasveiflur.“Höfuðborgarsvæðið að seljast upp Lítið sem ekkert framboð er á gistingu í Reykjavík um áramót ef marka má vefsíðu Airbnb og aðrar bókunarsíður. Til að mynda koma aðeins upp örfá gistirými í Reykjavík og nágrenni á nýársnótt samkvæmt vefsíðu Booking.com. Aðeins fimmtán tveggja manna gistirými eru í boði miðsvæðis í Reykjavík þá nóttina og aðeins tíu ef leitað er að gistingu fyrir fjóra. Þá er aðeins eitt prósent gistirýma á lausu á vef AirbnB í Reykjavík yfir áramót ef leitað er að gistingu fyrir tvo.Sölvi Melax.Fólk að reyna að ná endum saman Verðlag verður að teljast í takt við eftirspurnina, en dæmi eru um að einnar nætur gisting í miðborginni hlaupi á tugum þúsunda á nýársnótt. Sölvi Melax, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum, segir verðlagið skiljanlegt. „Sumir eru bara að leigja út þarna til að fá há verð og nenna ekki að leigja ef þeir fá ekki mjög há verð. Þetta er ekkert bara fólk sem er að fara til útlanda eða er ekki að gista í sínu húsnæði. Þetta eru líka einstaklingar sem sjá tækifæri í því að gista hjá vinum og vandamönnum til að ná endum saman og geta þá leigt út húsnæði í nokkra daga yfir áramót og fengið töluverða upphæð.“
Ferðamennska á Íslandi Jól Samfélagsmiðlar Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Sjá meira