Gistipláss um áramót af skornum skammti Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. nóvember 2018 15:00 Samtök ferðaþjónustunnar áætla að það verði um 30 þúsund erlendir ferðamenn á Íslandi yfir hátíðarnar. vísir/vilhelm Aðeins eitt prósent af gistirými á vef bókunarsíðu Airbnb í Reykjavík eru á lausu yfir áramótin og aðeins örfá hótelherbergi, nú þegar fimm vikur eru til áramóta. Samtök ferðaþjónustunnar áætla að það verði um 30 þúsund erlendir ferðamenn á Íslandi yfir hátíðarnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir alveg ljóst að Íslands sé að verða einn vinsælasti staðurinn yfir jól og áramót. „Við höfum verið að sjá rólega en mjög þétta aukningu undanfarin ár og við áætlum að á þessu ári verði um 30 þúsund erlendir ferðamenn staddir á Íslandi yfir jól og áramót. Það er að sjálfsögðu meirihlutinn af þeim sem stoppar, gistir á höfuðborgarsvæðinu, sem er í línu við heimsóknir erlendra ferðamanna yfir höfuð. Við áætlum að um sjötíu prósent þessara ferðamanna sem eru á suðvesturhorninu. En þess má líka geta að þetta sýnir hversu mikilvægt er bæði að dreifa ferðamönnum um landið, en ekki síður hvaða möguleikar felast í því að dreifa þeim yfir árið til að minnka árstíðasveiflur.“Höfuðborgarsvæðið að seljast upp Lítið sem ekkert framboð er á gistingu í Reykjavík um áramót ef marka má vefsíðu Airbnb og aðrar bókunarsíður. Til að mynda koma aðeins upp örfá gistirými í Reykjavík og nágrenni á nýársnótt samkvæmt vefsíðu Booking.com. Aðeins fimmtán tveggja manna gistirými eru í boði miðsvæðis í Reykjavík þá nóttina og aðeins tíu ef leitað er að gistingu fyrir fjóra. Þá er aðeins eitt prósent gistirýma á lausu á vef AirbnB í Reykjavík yfir áramót ef leitað er að gistingu fyrir tvo.Sölvi Melax.Fólk að reyna að ná endum saman Verðlag verður að teljast í takt við eftirspurnina, en dæmi eru um að einnar nætur gisting í miðborginni hlaupi á tugum þúsunda á nýársnótt. Sölvi Melax, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum, segir verðlagið skiljanlegt. „Sumir eru bara að leigja út þarna til að fá há verð og nenna ekki að leigja ef þeir fá ekki mjög há verð. Þetta er ekkert bara fólk sem er að fara til útlanda eða er ekki að gista í sínu húsnæði. Þetta eru líka einstaklingar sem sjá tækifæri í því að gista hjá vinum og vandamönnum til að ná endum saman og geta þá leigt út húsnæði í nokkra daga yfir áramót og fengið töluverða upphæð.“ Ferðamennska á Íslandi Jól Samfélagsmiðlar Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Aðeins eitt prósent af gistirými á vef bókunarsíðu Airbnb í Reykjavík eru á lausu yfir áramótin og aðeins örfá hótelherbergi, nú þegar fimm vikur eru til áramóta. Samtök ferðaþjónustunnar áætla að það verði um 30 þúsund erlendir ferðamenn á Íslandi yfir hátíðarnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir alveg ljóst að Íslands sé að verða einn vinsælasti staðurinn yfir jól og áramót. „Við höfum verið að sjá rólega en mjög þétta aukningu undanfarin ár og við áætlum að á þessu ári verði um 30 þúsund erlendir ferðamenn staddir á Íslandi yfir jól og áramót. Það er að sjálfsögðu meirihlutinn af þeim sem stoppar, gistir á höfuðborgarsvæðinu, sem er í línu við heimsóknir erlendra ferðamanna yfir höfuð. Við áætlum að um sjötíu prósent þessara ferðamanna sem eru á suðvesturhorninu. En þess má líka geta að þetta sýnir hversu mikilvægt er bæði að dreifa ferðamönnum um landið, en ekki síður hvaða möguleikar felast í því að dreifa þeim yfir árið til að minnka árstíðasveiflur.“Höfuðborgarsvæðið að seljast upp Lítið sem ekkert framboð er á gistingu í Reykjavík um áramót ef marka má vefsíðu Airbnb og aðrar bókunarsíður. Til að mynda koma aðeins upp örfá gistirými í Reykjavík og nágrenni á nýársnótt samkvæmt vefsíðu Booking.com. Aðeins fimmtán tveggja manna gistirými eru í boði miðsvæðis í Reykjavík þá nóttina og aðeins tíu ef leitað er að gistingu fyrir fjóra. Þá er aðeins eitt prósent gistirýma á lausu á vef AirbnB í Reykjavík yfir áramót ef leitað er að gistingu fyrir tvo.Sölvi Melax.Fólk að reyna að ná endum saman Verðlag verður að teljast í takt við eftirspurnina, en dæmi eru um að einnar nætur gisting í miðborginni hlaupi á tugum þúsunda á nýársnótt. Sölvi Melax, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum, segir verðlagið skiljanlegt. „Sumir eru bara að leigja út þarna til að fá há verð og nenna ekki að leigja ef þeir fá ekki mjög há verð. Þetta er ekkert bara fólk sem er að fara til útlanda eða er ekki að gista í sínu húsnæði. Þetta eru líka einstaklingar sem sjá tækifæri í því að gista hjá vinum og vandamönnum til að ná endum saman og geta þá leigt út húsnæði í nokkra daga yfir áramót og fengið töluverða upphæð.“
Ferðamennska á Íslandi Jól Samfélagsmiðlar Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira