Veltir því fyrir sér hvort útganga úr EES verði okkar Brexit Andri Eysteinsson skrifar 25. nóvember 2018 13:58 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segist velta því fyrir sér hvort EES samningurinn verði að okkar Brexit. Jón Steindór segir íslenska pólitíkusa vera farna að tala í þá veru, slíkt sé umhugsunarefni.. Jón Steindór var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í hádeginu. Jón Steindór og Kristján ræddu stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og fóru yfir stöðu mála. Jón Steindór sem lengi hefur verið einn helsti talsmaður fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið sagði ekki allt ákveðið hvað varðar Brexit þrátt fyrir atburði dagsins. Enn eigi breska þingið eftir að samþykkja samning Theresu May. Þingmenn úr öllum flokkum virðast ósáttir og eru taldir ólíklegir til að styðja samninginn í atkvæðagreiðslu.Merki um átök í kringum EES samninginn Jón Steindór sagði að í Bretlandi virtust allir málsaðilar ósáttir nema kannski forsætisráðherrann May. „Þeir sem að voru harðastir á útgöngu eru hundóánægðir og segja að þetta sé alls ekki fullnægjandi. Þeir sem lengst ganga segja að þá hafi verið betra að vera kyrr. Þeir sem vildu vera kyrrir segja auðvitað að betra hefði verið að vera um kyrrt,“ sagði Jón Steindór. Jón Steindór segir að í Evrópu takist á öfl frjálslyndis og samvinnu annars vegar og einangrunarhyggju hins vegar, merki þess séu farin að sjást hér á landi í kringum EES samninginn. „Það eru átök innan Sjálfstæðisflokksins, við höfum Miðflokkinn. Hvað eru menn að tala um, fullveldi og sjálfstæði. Menn klæða það í búning til dæmis þriðja orkupakkans, vernda okkur gegn hættulegu fersku kjöti. Við eigum að sjá um okkur sjálf. Menn eru að koma til móts við þessu sjónarmið,“ segir Jón Steindór.Umhugsunarefni að stjórnmálamenn holi undan EES samningnum Jón Steindór varpar í kjölfarið fram spurningunni hvort EES verði okkar Brexit. Jón Steindór nefnir að frjálslynt fólk innan Sjálfstæðisflokksins hafi leyft íhaldsröddum að taka sterkar á flokknum. Mynstrið sé það sama og þegar Sjálfstæðisflokkurinn var jákvæður fyrir Evrópusambandinu. „Svo leyfðu þeir þessum röddum að vera í friði, áður en þeir vissu af fór stuðningur við inngöngu úr því að vera meirihlutaálit í það að vera algjört minnihlutaálit án þess að flokkurinn hafi fjallað um það,“ segir Jón Steindór. Jón Steindór segir það enn fremur vera umhugsunarefni þegar íslenskir pólitíkusar séu farnir að hola undan EES samningnum. Ótrúlegt sé að á Íslandi séu stjórnmálamenn sem vilja ekki vera í EES og viðurkenna ekki ágæti hans. Ef ekki sé spyrnt við fótum endi það með því að Íslendingar leggi af stað í ferð að feigðarósi, án þess að vita hver vildi það og til hvers það leiðir.Umræður Jóns Steindórs og Kristjáns á Sprengisandi má finna í spilaranum hér að neðan. Alþingi Brexit Evrópusambandið Sprengisandur Stj.mál Tengdar fréttir Segir hættu á að eyðileggja íslenskt sauðfé Fyrrverandi landbúnaðarráðherra segir bann sem hann beitti sér fyrir á innflutningi á hráu kjöti hafi verið sett til verndar íslensku búfjárkyni. 19. nóvember 2016 19:00 Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52 Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segist velta því fyrir sér hvort EES samningurinn verði að okkar Brexit. Jón Steindór segir íslenska pólitíkusa vera farna að tala í þá veru, slíkt sé umhugsunarefni.. Jón Steindór var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í hádeginu. Jón Steindór og Kristján ræddu stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og fóru yfir stöðu mála. Jón Steindór sem lengi hefur verið einn helsti talsmaður fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið sagði ekki allt ákveðið hvað varðar Brexit þrátt fyrir atburði dagsins. Enn eigi breska þingið eftir að samþykkja samning Theresu May. Þingmenn úr öllum flokkum virðast ósáttir og eru taldir ólíklegir til að styðja samninginn í atkvæðagreiðslu.Merki um átök í kringum EES samninginn Jón Steindór sagði að í Bretlandi virtust allir málsaðilar ósáttir nema kannski forsætisráðherrann May. „Þeir sem að voru harðastir á útgöngu eru hundóánægðir og segja að þetta sé alls ekki fullnægjandi. Þeir sem lengst ganga segja að þá hafi verið betra að vera kyrr. Þeir sem vildu vera kyrrir segja auðvitað að betra hefði verið að vera um kyrrt,“ sagði Jón Steindór. Jón Steindór segir að í Evrópu takist á öfl frjálslyndis og samvinnu annars vegar og einangrunarhyggju hins vegar, merki þess séu farin að sjást hér á landi í kringum EES samninginn. „Það eru átök innan Sjálfstæðisflokksins, við höfum Miðflokkinn. Hvað eru menn að tala um, fullveldi og sjálfstæði. Menn klæða það í búning til dæmis þriðja orkupakkans, vernda okkur gegn hættulegu fersku kjöti. Við eigum að sjá um okkur sjálf. Menn eru að koma til móts við þessu sjónarmið,“ segir Jón Steindór.Umhugsunarefni að stjórnmálamenn holi undan EES samningnum Jón Steindór varpar í kjölfarið fram spurningunni hvort EES verði okkar Brexit. Jón Steindór nefnir að frjálslynt fólk innan Sjálfstæðisflokksins hafi leyft íhaldsröddum að taka sterkar á flokknum. Mynstrið sé það sama og þegar Sjálfstæðisflokkurinn var jákvæður fyrir Evrópusambandinu. „Svo leyfðu þeir þessum röddum að vera í friði, áður en þeir vissu af fór stuðningur við inngöngu úr því að vera meirihlutaálit í það að vera algjört minnihlutaálit án þess að flokkurinn hafi fjallað um það,“ segir Jón Steindór. Jón Steindór segir það enn fremur vera umhugsunarefni þegar íslenskir pólitíkusar séu farnir að hola undan EES samningnum. Ótrúlegt sé að á Íslandi séu stjórnmálamenn sem vilja ekki vera í EES og viðurkenna ekki ágæti hans. Ef ekki sé spyrnt við fótum endi það með því að Íslendingar leggi af stað í ferð að feigðarósi, án þess að vita hver vildi það og til hvers það leiðir.Umræður Jóns Steindórs og Kristjáns á Sprengisandi má finna í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Brexit Evrópusambandið Sprengisandur Stj.mál Tengdar fréttir Segir hættu á að eyðileggja íslenskt sauðfé Fyrrverandi landbúnaðarráðherra segir bann sem hann beitti sér fyrir á innflutningi á hráu kjöti hafi verið sett til verndar íslensku búfjárkyni. 19. nóvember 2016 19:00 Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52 Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Segir hættu á að eyðileggja íslenskt sauðfé Fyrrverandi landbúnaðarráðherra segir bann sem hann beitti sér fyrir á innflutningi á hráu kjöti hafi verið sett til verndar íslensku búfjárkyni. 19. nóvember 2016 19:00
Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52
Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent