Veltir því fyrir sér hvort útganga úr EES verði okkar Brexit Andri Eysteinsson skrifar 25. nóvember 2018 13:58 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segist velta því fyrir sér hvort EES samningurinn verði að okkar Brexit. Jón Steindór segir íslenska pólitíkusa vera farna að tala í þá veru, slíkt sé umhugsunarefni.. Jón Steindór var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í hádeginu. Jón Steindór og Kristján ræddu stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og fóru yfir stöðu mála. Jón Steindór sem lengi hefur verið einn helsti talsmaður fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið sagði ekki allt ákveðið hvað varðar Brexit þrátt fyrir atburði dagsins. Enn eigi breska þingið eftir að samþykkja samning Theresu May. Þingmenn úr öllum flokkum virðast ósáttir og eru taldir ólíklegir til að styðja samninginn í atkvæðagreiðslu.Merki um átök í kringum EES samninginn Jón Steindór sagði að í Bretlandi virtust allir málsaðilar ósáttir nema kannski forsætisráðherrann May. „Þeir sem að voru harðastir á útgöngu eru hundóánægðir og segja að þetta sé alls ekki fullnægjandi. Þeir sem lengst ganga segja að þá hafi verið betra að vera kyrr. Þeir sem vildu vera kyrrir segja auðvitað að betra hefði verið að vera um kyrrt,“ sagði Jón Steindór. Jón Steindór segir að í Evrópu takist á öfl frjálslyndis og samvinnu annars vegar og einangrunarhyggju hins vegar, merki þess séu farin að sjást hér á landi í kringum EES samninginn. „Það eru átök innan Sjálfstæðisflokksins, við höfum Miðflokkinn. Hvað eru menn að tala um, fullveldi og sjálfstæði. Menn klæða það í búning til dæmis þriðja orkupakkans, vernda okkur gegn hættulegu fersku kjöti. Við eigum að sjá um okkur sjálf. Menn eru að koma til móts við þessu sjónarmið,“ segir Jón Steindór.Umhugsunarefni að stjórnmálamenn holi undan EES samningnum Jón Steindór varpar í kjölfarið fram spurningunni hvort EES verði okkar Brexit. Jón Steindór nefnir að frjálslynt fólk innan Sjálfstæðisflokksins hafi leyft íhaldsröddum að taka sterkar á flokknum. Mynstrið sé það sama og þegar Sjálfstæðisflokkurinn var jákvæður fyrir Evrópusambandinu. „Svo leyfðu þeir þessum röddum að vera í friði, áður en þeir vissu af fór stuðningur við inngöngu úr því að vera meirihlutaálit í það að vera algjört minnihlutaálit án þess að flokkurinn hafi fjallað um það,“ segir Jón Steindór. Jón Steindór segir það enn fremur vera umhugsunarefni þegar íslenskir pólitíkusar séu farnir að hola undan EES samningnum. Ótrúlegt sé að á Íslandi séu stjórnmálamenn sem vilja ekki vera í EES og viðurkenna ekki ágæti hans. Ef ekki sé spyrnt við fótum endi það með því að Íslendingar leggi af stað í ferð að feigðarósi, án þess að vita hver vildi það og til hvers það leiðir.Umræður Jóns Steindórs og Kristjáns á Sprengisandi má finna í spilaranum hér að neðan. Alþingi Brexit Evrópusambandið Sprengisandur Stj.mál Tengdar fréttir Segir hættu á að eyðileggja íslenskt sauðfé Fyrrverandi landbúnaðarráðherra segir bann sem hann beitti sér fyrir á innflutningi á hráu kjöti hafi verið sett til verndar íslensku búfjárkyni. 19. nóvember 2016 19:00 Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52 Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segist velta því fyrir sér hvort EES samningurinn verði að okkar Brexit. Jón Steindór segir íslenska pólitíkusa vera farna að tala í þá veru, slíkt sé umhugsunarefni.. Jón Steindór var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í hádeginu. Jón Steindór og Kristján ræddu stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og fóru yfir stöðu mála. Jón Steindór sem lengi hefur verið einn helsti talsmaður fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið sagði ekki allt ákveðið hvað varðar Brexit þrátt fyrir atburði dagsins. Enn eigi breska þingið eftir að samþykkja samning Theresu May. Þingmenn úr öllum flokkum virðast ósáttir og eru taldir ólíklegir til að styðja samninginn í atkvæðagreiðslu.Merki um átök í kringum EES samninginn Jón Steindór sagði að í Bretlandi virtust allir málsaðilar ósáttir nema kannski forsætisráðherrann May. „Þeir sem að voru harðastir á útgöngu eru hundóánægðir og segja að þetta sé alls ekki fullnægjandi. Þeir sem lengst ganga segja að þá hafi verið betra að vera kyrr. Þeir sem vildu vera kyrrir segja auðvitað að betra hefði verið að vera um kyrrt,“ sagði Jón Steindór. Jón Steindór segir að í Evrópu takist á öfl frjálslyndis og samvinnu annars vegar og einangrunarhyggju hins vegar, merki þess séu farin að sjást hér á landi í kringum EES samninginn. „Það eru átök innan Sjálfstæðisflokksins, við höfum Miðflokkinn. Hvað eru menn að tala um, fullveldi og sjálfstæði. Menn klæða það í búning til dæmis þriðja orkupakkans, vernda okkur gegn hættulegu fersku kjöti. Við eigum að sjá um okkur sjálf. Menn eru að koma til móts við þessu sjónarmið,“ segir Jón Steindór.Umhugsunarefni að stjórnmálamenn holi undan EES samningnum Jón Steindór varpar í kjölfarið fram spurningunni hvort EES verði okkar Brexit. Jón Steindór nefnir að frjálslynt fólk innan Sjálfstæðisflokksins hafi leyft íhaldsröddum að taka sterkar á flokknum. Mynstrið sé það sama og þegar Sjálfstæðisflokkurinn var jákvæður fyrir Evrópusambandinu. „Svo leyfðu þeir þessum röddum að vera í friði, áður en þeir vissu af fór stuðningur við inngöngu úr því að vera meirihlutaálit í það að vera algjört minnihlutaálit án þess að flokkurinn hafi fjallað um það,“ segir Jón Steindór. Jón Steindór segir það enn fremur vera umhugsunarefni þegar íslenskir pólitíkusar séu farnir að hola undan EES samningnum. Ótrúlegt sé að á Íslandi séu stjórnmálamenn sem vilja ekki vera í EES og viðurkenna ekki ágæti hans. Ef ekki sé spyrnt við fótum endi það með því að Íslendingar leggi af stað í ferð að feigðarósi, án þess að vita hver vildi það og til hvers það leiðir.Umræður Jóns Steindórs og Kristjáns á Sprengisandi má finna í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Brexit Evrópusambandið Sprengisandur Stj.mál Tengdar fréttir Segir hættu á að eyðileggja íslenskt sauðfé Fyrrverandi landbúnaðarráðherra segir bann sem hann beitti sér fyrir á innflutningi á hráu kjöti hafi verið sett til verndar íslensku búfjárkyni. 19. nóvember 2016 19:00 Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52 Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Segir hættu á að eyðileggja íslenskt sauðfé Fyrrverandi landbúnaðarráðherra segir bann sem hann beitti sér fyrir á innflutningi á hráu kjöti hafi verið sett til verndar íslensku búfjárkyni. 19. nóvember 2016 19:00
Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52
Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45