„Það er einhvern veginn allt í upplausn“ Sylvía Hall skrifar 25. nóvember 2018 20:24 Eiríkur var í viðtali hjá Eddu Andrésdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fari fyrir útgöngusáttmála Breta í breska þinginu. Málið sé í hershöndum innan þingsins og einna helst í Íhaldsflokknum sjálfum sem mun þurfa að bera málið í gegnum þingið. Engin eining virðist vera innan stjórnarflokkanna varðandi útgöngusáttmálann og óvíst hvernig atkvæðagreiðsla muni fara. Margir þingmenn stjórnarflokkanna hafa lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði gegn sáttmálanum og ljóst er að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafi ekki meirihluta á bakvið sig sem stendur ef marka má yfirlýsingar margra þingmanna. „Þá er þetta spurning um hvort einhverjir úr Verkamannaflokknum hugsanlega sitji hjá því valkosturinn er í margra augum algjörlega skelfilegur, að Bretar fari út samningslausir,“ segir Eiríkur sem líkir málinu við marglaga reikningsdæmi sem enga niðurstöðu sé hægt að fá í fyrr en kosið verður um sáttmálann í breska þinginu í desember. Eiríkur segir það þó vera erfitt fyrir marga þingmenn að greiða atkvæði gegn sáttmálanum þar sem valkosturinn sem blasir þá við er að hans sögn skelfilegur. Það sé því möguleiki að Theresu May gæti tekist að ná sáttmálanum í gegnum þingið. Útganga Breta hefur veruleg áhrif á Ísland Að sögn Eiríks myndi útganga Breta hafa veruleg áhrif á Ísland. Bretar séu einn stærsti viðskiptaaðili Íslendinga innan Evrópusambandsins og það skipti miklu máli hvernig viðskiptasamning Bretar gera við Evrópusambandið. „Við lifum að mörgu leyti enn þann dag í dag á því að selja Bretum fisk,“ segir Eiríkur og bendir á að Bretar séu sú þjóð sem standi Íslendingum hvað næst innan sambandsins. „Þetta hefur veruleg áhrif á Ísland en við vitum ekkert hvernig það spilast út fyrr en það gerist.“Theresa May „einn þrautseigasti leiðtogi Breta sem við höfum séð“ Framganga Theresu May í málinu hefur vakið athygli en hún hefur reitt marga samflokksmenn sína til reiði með útgöngusáttmálanum. Hörðustu Brexit-sinnar flokksins voru ekki sáttir við skilmála sáttmálans og voru margir sem kölluðu eftir nýju leiðtogavali. Eiríkur segir hana vera einn þrautseigasta leiðtoga sem Bretland hefur átt. „Henni er spáð pólitísku andláti í hverri viku ef svo má segja. Hún hefur komist yfir hverja hindrunina á fætur annarri og með miklu betri hætti en nokkur hefði getað spáð fyrir um. Þetta er einhver þrautseigasti leiðtogi Breta sem við höfum séð,“ segir Eiríkur en ítrekar að stærsta hindrunin sé enn eftir sem er að koma málinu í gegnum breska þingið. Bretland Brexit Stj.mál Tengdar fréttir Juncker segir Brexit vera harmleik Leiðtogar aðildarríkja ESB mættu til fundar í Brussel í morgun þar sem til stendur að ganga frá og skrifa undir samninginn um útgöngu Bretlands. 25. nóvember 2018 09:33 Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fari fyrir útgöngusáttmála Breta í breska þinginu. Málið sé í hershöndum innan þingsins og einna helst í Íhaldsflokknum sjálfum sem mun þurfa að bera málið í gegnum þingið. Engin eining virðist vera innan stjórnarflokkanna varðandi útgöngusáttmálann og óvíst hvernig atkvæðagreiðsla muni fara. Margir þingmenn stjórnarflokkanna hafa lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði gegn sáttmálanum og ljóst er að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafi ekki meirihluta á bakvið sig sem stendur ef marka má yfirlýsingar margra þingmanna. „Þá er þetta spurning um hvort einhverjir úr Verkamannaflokknum hugsanlega sitji hjá því valkosturinn er í margra augum algjörlega skelfilegur, að Bretar fari út samningslausir,“ segir Eiríkur sem líkir málinu við marglaga reikningsdæmi sem enga niðurstöðu sé hægt að fá í fyrr en kosið verður um sáttmálann í breska þinginu í desember. Eiríkur segir það þó vera erfitt fyrir marga þingmenn að greiða atkvæði gegn sáttmálanum þar sem valkosturinn sem blasir þá við er að hans sögn skelfilegur. Það sé því möguleiki að Theresu May gæti tekist að ná sáttmálanum í gegnum þingið. Útganga Breta hefur veruleg áhrif á Ísland Að sögn Eiríks myndi útganga Breta hafa veruleg áhrif á Ísland. Bretar séu einn stærsti viðskiptaaðili Íslendinga innan Evrópusambandsins og það skipti miklu máli hvernig viðskiptasamning Bretar gera við Evrópusambandið. „Við lifum að mörgu leyti enn þann dag í dag á því að selja Bretum fisk,“ segir Eiríkur og bendir á að Bretar séu sú þjóð sem standi Íslendingum hvað næst innan sambandsins. „Þetta hefur veruleg áhrif á Ísland en við vitum ekkert hvernig það spilast út fyrr en það gerist.“Theresa May „einn þrautseigasti leiðtogi Breta sem við höfum séð“ Framganga Theresu May í málinu hefur vakið athygli en hún hefur reitt marga samflokksmenn sína til reiði með útgöngusáttmálanum. Hörðustu Brexit-sinnar flokksins voru ekki sáttir við skilmála sáttmálans og voru margir sem kölluðu eftir nýju leiðtogavali. Eiríkur segir hana vera einn þrautseigasta leiðtoga sem Bretland hefur átt. „Henni er spáð pólitísku andláti í hverri viku ef svo má segja. Hún hefur komist yfir hverja hindrunina á fætur annarri og með miklu betri hætti en nokkur hefði getað spáð fyrir um. Þetta er einhver þrautseigasti leiðtogi Breta sem við höfum séð,“ segir Eiríkur en ítrekar að stærsta hindrunin sé enn eftir sem er að koma málinu í gegnum breska þingið.
Bretland Brexit Stj.mál Tengdar fréttir Juncker segir Brexit vera harmleik Leiðtogar aðildarríkja ESB mættu til fundar í Brussel í morgun þar sem til stendur að ganga frá og skrifa undir samninginn um útgöngu Bretlands. 25. nóvember 2018 09:33 Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Juncker segir Brexit vera harmleik Leiðtogar aðildarríkja ESB mættu til fundar í Brussel í morgun þar sem til stendur að ganga frá og skrifa undir samninginn um útgöngu Bretlands. 25. nóvember 2018 09:33
Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52