„Instagram spilaði stóran þátt í sprengingunni sem varð á Íslandi“ Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2018 22:20 Í greininni kemur fram að áhrifavöldum hafi verið borgað til að kynna landið á Instagram. FBL/Stefán Uppgangur í ferðaþjónustu á Íslandi hefur verið mikill undanfarin ár en fullyrt er á vef kanadíska fjölmiðilsins Global News að það megi að hluta rekja til samfélagsmiðilsins Instagram. Rætt er við nokkra Íslendinga sem hafa kannað málið en í greininni er meðal annars haldið fram að viðbrögð við myndum sem einstaklingar setja inn frá ferðalögum sínum séu farin að ráða því hvort ferðalangar verði ánægðir með ferðina eða ekki. Í greininni er einnig haldið fram að fólk sé farið að velja sér áfangastaði út frá því hvort að myndirnar þaðan verði vinsælar á Instagram.Úr 300 þúsund í níu milljónir Á meðal þeirra sem er rætt er við er áhrifavaldurinn Gunnar Freyr Gunnarsson. Instagram-reikningur hans, Icelandic Explorer, nýtur mikilla vinsælda en Gunnar segist hafa fylgst náið með þróun mynda frá Íslandi á Instagram. Hann byrjaði á Instagram árið 2014 en hann segir að á þeim tíma hafi færslum sem varða Ísland fjölgað úr 300 þúsund í níu milljónir. View this post on InstagramI’m a “glass is half full” type or person - or should I rather say “cup half full” especially when it comes to adventuring with my favorite @icelandicprovisions skyr. Working with a brand that fuels the hunger for adventure, authenticity and good vibes in life is a privilege and sharing some of my favorite spots in Iceland with a bunch of cool creatives is a fun and rewarding way to work. For those of you, who are not exactly sure which type you are, just treat yourself a with some good long hike and a well deserved Skyr, and then tell me if life isn’t just awesome #icelandicprovisions #iceland A post shared by GUNNAR FREYR (@icelandic_explorer) on Aug 13, 2018 at 3:39am PDTDraumaland ljósmyndarans Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður samskiptasviðs Íslandsstofu, segir við Global News að 85 til 90 prósent þeirra sem ferðast til Íslands geri það til að skoða náttúruna. „Ísland er draumaland ljósmyndarans,“ er haft eftir Sveini. Íslandsstofa er meðal annars sögð hafa borgað áhrifavöldum til að koma til Íslands til að taka myndir og birta á reikningum sínum til að ná til stærri markhóps. View this post on InstagramReady for a roadtrip and these standard window views? #Iceland A post shared by Asa Steinars ▪️I C E L A N D (@asasteinars) on Nov 25, 2018 at 11:07am PST„Instagram spilaði stóran þátt í sprengingunni sem varð á Íslandi,“ er haft eftir áhrifavaldinum Andy To í greininni sem sagðist aldrei hafa heyrt minnst á Ísland fyrir utan það sem hún sá á Instagram. Einnig er rætt við Brent Smyth sem ferðaðist nýverið til Íslands en hann sagðist allt í einu hafa séð fjölda mynda frá fólki sem hann fylgdist með á Instagram frá Íslandi. „Það varð þess valdandi að ég vildi fara þangað,“ er haft eftir Smyth.Velja áfangastaði sem eru líklegir til vinsælda Í greininni er vitnað í könnun sem framkvæmd var í Bretlandi á meðal ungs fólks. Þar sögðust fjörutíu prósent velja sér áfangastaði út frá því hversu Instagram-vænir þeir væru. Sveinn segir í samtali við Global News að Íslandsstofa reyni að markaðssetja staði á Íslandi sem ekki hafa notið mikilla vinsælda á meðal ferðamanna, til að reyna dreifa umferð þeirra um landið. Gunnar Freyr segir áhrifavalda, ljósmyndara og ferðalanga bera ábyrgð, sér í lagi þegar þeir birta myndir frá viðkvæmum og afskekktum svæðum. „Sem betur fer hefur orðið fjölgun þeirra á Instagram sem hvetja til góðrar hegðunar.“ Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Uppgangur í ferðaþjónustu á Íslandi hefur verið mikill undanfarin ár en fullyrt er á vef kanadíska fjölmiðilsins Global News að það megi að hluta rekja til samfélagsmiðilsins Instagram. Rætt er við nokkra Íslendinga sem hafa kannað málið en í greininni er meðal annars haldið fram að viðbrögð við myndum sem einstaklingar setja inn frá ferðalögum sínum séu farin að ráða því hvort ferðalangar verði ánægðir með ferðina eða ekki. Í greininni er einnig haldið fram að fólk sé farið að velja sér áfangastaði út frá því hvort að myndirnar þaðan verði vinsælar á Instagram.Úr 300 þúsund í níu milljónir Á meðal þeirra sem er rætt er við er áhrifavaldurinn Gunnar Freyr Gunnarsson. Instagram-reikningur hans, Icelandic Explorer, nýtur mikilla vinsælda en Gunnar segist hafa fylgst náið með þróun mynda frá Íslandi á Instagram. Hann byrjaði á Instagram árið 2014 en hann segir að á þeim tíma hafi færslum sem varða Ísland fjölgað úr 300 þúsund í níu milljónir. View this post on InstagramI’m a “glass is half full” type or person - or should I rather say “cup half full” especially when it comes to adventuring with my favorite @icelandicprovisions skyr. Working with a brand that fuels the hunger for adventure, authenticity and good vibes in life is a privilege and sharing some of my favorite spots in Iceland with a bunch of cool creatives is a fun and rewarding way to work. For those of you, who are not exactly sure which type you are, just treat yourself a with some good long hike and a well deserved Skyr, and then tell me if life isn’t just awesome #icelandicprovisions #iceland A post shared by GUNNAR FREYR (@icelandic_explorer) on Aug 13, 2018 at 3:39am PDTDraumaland ljósmyndarans Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður samskiptasviðs Íslandsstofu, segir við Global News að 85 til 90 prósent þeirra sem ferðast til Íslands geri það til að skoða náttúruna. „Ísland er draumaland ljósmyndarans,“ er haft eftir Sveini. Íslandsstofa er meðal annars sögð hafa borgað áhrifavöldum til að koma til Íslands til að taka myndir og birta á reikningum sínum til að ná til stærri markhóps. View this post on InstagramReady for a roadtrip and these standard window views? #Iceland A post shared by Asa Steinars ▪️I C E L A N D (@asasteinars) on Nov 25, 2018 at 11:07am PST„Instagram spilaði stóran þátt í sprengingunni sem varð á Íslandi,“ er haft eftir áhrifavaldinum Andy To í greininni sem sagðist aldrei hafa heyrt minnst á Ísland fyrir utan það sem hún sá á Instagram. Einnig er rætt við Brent Smyth sem ferðaðist nýverið til Íslands en hann sagðist allt í einu hafa séð fjölda mynda frá fólki sem hann fylgdist með á Instagram frá Íslandi. „Það varð þess valdandi að ég vildi fara þangað,“ er haft eftir Smyth.Velja áfangastaði sem eru líklegir til vinsælda Í greininni er vitnað í könnun sem framkvæmd var í Bretlandi á meðal ungs fólks. Þar sögðust fjörutíu prósent velja sér áfangastaði út frá því hversu Instagram-vænir þeir væru. Sveinn segir í samtali við Global News að Íslandsstofa reyni að markaðssetja staði á Íslandi sem ekki hafa notið mikilla vinsælda á meðal ferðamanna, til að reyna dreifa umferð þeirra um landið. Gunnar Freyr segir áhrifavalda, ljósmyndara og ferðalanga bera ábyrgð, sér í lagi þegar þeir birta myndir frá viðkvæmum og afskekktum svæðum. „Sem betur fer hefur orðið fjölgun þeirra á Instagram sem hvetja til góðrar hegðunar.“
Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira