Jólakötturinn kostaði 4,4 milljónir en verður ódýrari á næsta ári Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 13:01 Jólakötturinn skein skært á Lækjartorgi í morgun. Vísir/vilhelm Jólakötturinn sem settur var upp við Lækjartorg í miðborg Reykjavíkur um helgina kostaði Reykjavíkurborg samtals um 4,4 milljónir króna. Þá má gera ráð fyrir því að kötturinn verði ódýrari næstu jól. Þetta kemur fram í svari borgarinnar við fyrirspurn Vísis. Jólakötturinn er um fimm metrar á hæð og sex metrar á breidd og hefur vakið mikla athygli eftir að ljós á honum voru tendruð við hátíðlega athöfn í miðbænum á laugardag. Hönnun jólakattarins er samstarf Reykjavíkurborgar, mk-illumination í Austurríki og fyrirtækisins Garðlistar. Í skriflegu svari Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn Vísis kemur fram að borgin leigi köttinn af Garðlist til tveggja ára. Ársleiga á kettinum nemur 3.475.000 krónum á ári og við hann bætist uppsetningarkostnaður, sem í ár nam um einni milljón króna.Ódýrari næstu jól Gert er ráð fyrir að kostnaður við köttinn verði öllu minni á næsta ári þar sem uppsetningarkostnaður skrifaðist að mestu á efniskaup, þ.e. plötu og festingar sem verða notaðar aftur. Þá kemur jafnframt fram í svarinu að fjöldi fólks hafi verið viðstaddur tendrun á jólakettinum um helgina, auk þess sem margir hafi stillt sér upp og látið mynda sig með honum. Jólakötturinn hafi jafnframt tengingu við íslenskar jólahefðir og sagnahefðina og þá mun hann gegna hlutverk í nýjum jólavættaleik borgarinnar sem settur verður af stað í aðdraganda hátíðanna. „Tilgangurinn er að sjálfsögðu að færa borgina í hátíðarbúning og hvetja fólk til þess að koma í miðborgina til að njóta alls sem þar býðst en Miðborgin er sameign allra Reykvíkinga og reyndar allra landsmanna. Því leggur Reykjavíkurborg mikið upp úr því að hafa miðborgina jólalega þannig að fólk geti komið, hitt annað fólk og upplifað hátíðlegan anda jólanna.“Hér að neðan má sjá innslag um jólaköttinn á Lækjartorgi sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag.Klippa: Jólakötturinn tendraður Borgarstjórn Jól Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Jólakötturinn sem settur var upp við Lækjartorg í miðborg Reykjavíkur um helgina kostaði Reykjavíkurborg samtals um 4,4 milljónir króna. Þá má gera ráð fyrir því að kötturinn verði ódýrari næstu jól. Þetta kemur fram í svari borgarinnar við fyrirspurn Vísis. Jólakötturinn er um fimm metrar á hæð og sex metrar á breidd og hefur vakið mikla athygli eftir að ljós á honum voru tendruð við hátíðlega athöfn í miðbænum á laugardag. Hönnun jólakattarins er samstarf Reykjavíkurborgar, mk-illumination í Austurríki og fyrirtækisins Garðlistar. Í skriflegu svari Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn Vísis kemur fram að borgin leigi köttinn af Garðlist til tveggja ára. Ársleiga á kettinum nemur 3.475.000 krónum á ári og við hann bætist uppsetningarkostnaður, sem í ár nam um einni milljón króna.Ódýrari næstu jól Gert er ráð fyrir að kostnaður við köttinn verði öllu minni á næsta ári þar sem uppsetningarkostnaður skrifaðist að mestu á efniskaup, þ.e. plötu og festingar sem verða notaðar aftur. Þá kemur jafnframt fram í svarinu að fjöldi fólks hafi verið viðstaddur tendrun á jólakettinum um helgina, auk þess sem margir hafi stillt sér upp og látið mynda sig með honum. Jólakötturinn hafi jafnframt tengingu við íslenskar jólahefðir og sagnahefðina og þá mun hann gegna hlutverk í nýjum jólavættaleik borgarinnar sem settur verður af stað í aðdraganda hátíðanna. „Tilgangurinn er að sjálfsögðu að færa borgina í hátíðarbúning og hvetja fólk til þess að koma í miðborgina til að njóta alls sem þar býðst en Miðborgin er sameign allra Reykvíkinga og reyndar allra landsmanna. Því leggur Reykjavíkurborg mikið upp úr því að hafa miðborgina jólalega þannig að fólk geti komið, hitt annað fólk og upplifað hátíðlegan anda jólanna.“Hér að neðan má sjá innslag um jólaköttinn á Lækjartorgi sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag.Klippa: Jólakötturinn tendraður
Borgarstjórn Jól Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira