Vilja breyta forgangsröðuninni Hjörvar Ólafsson skrifar 27. nóvember 2018 08:00 Aðalkosningaloforð Guðna Bergssonar var að setja á laggirnar starf yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ. Það hefur ekki enn tekist. Fréttablaðið/Anton Brink Meðal þess sem rætt var á fundi forráðamanna aðildarfélaga KSÍ um helgina var staða yfirmanns knattspyrnumála. Staðan var auglýst laus til umsóknar í október síðastliðnum, umsóknarfrestur var til 15. nóvember og vonir stóðu til að ráðið yrði í starfið fyrir lok þessa árs. Í kjölfar fundarins tilkynnti Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hins vegar að ráðningunni yrði frestað fram yfir ársþing KSÍ í febrúar á næsta ári. Guðni brást þannig við tillögu sem fram kom á fundinum þess efnis að heppilegra sé að ársþingið fái að koma að því að móta starfið og skuldbinda sambandið til framtíðar. Haraldur Haraldsson var mættur á fyrrgreindan fund sem framkvæmdastjóri Víkings og þar að auki sem formaður Íslensks toppfótbolta (ÍTF) sem eru hagsmunasamtök félaga sem eiga lið í tveimur efstu deildunum hér á landi. „Þetta var góður fundur þar sem málin væru rædd á yfirvegaðan og málefnalegan hátt. Við fengum þar ágætis svör við því hver áformin eru með stöðu yfirmanns knattspyrnumála og stöðu mála hvað Laugardalsvöll varðar,“ sagði Haraldur í samtali við Fréttablaðið. „Það er ekkert launungarmál að okkur sem störfum í hreyfingunni hefur fundist nokkuð óljóst hvert hlutverk þess manns sem á að sinna þessu starfi á að vera. Við fengum fína kynningu á því og það var svo niðurstaðan eftir fundinn að ársþingið fengi að ráða framhaldinu hvað varðar ferlið við að koma þessari stöðu á koppinn sem er bara mjög jákvætt,“ segir hann. „Við hjá ÍTF erum á þeirri skoðun að peningunum gæti mögulega verið betur varið í önnur verkefni. Það er því eðlilegt að hlustað verði á vilja félaganna þegar kemur að þessu máli. Það verður svo bara spennandi að sjá hvað félögin vilja gera í þessu máli þegar þar að kemur,“ segir Víkingurinn. „Þessa dagana er svo í gangi undirbúningur hjá ÍTF fyrir ársþingið þar sem við höfum hug á að koma fram sams konar eða svipuðum breytingum og á síðasta þingi. Það eru lagabreytingar sem snúa að því að ÍTF fái umboð til að semja um markaðsréttindin fyrir efstu deildirnar, þær fái aukið atkvæðavægi á ársþinginu og fellt verði út ákvæði þess efnis að aðilar geti eingöngu setið í nefndum og stjórnum á vegum KSí í 12 ár,“ segir Haraldur. „Við erum að freista þess að ná samkomulagi við stjórn KSí um að þessar lagabreytingar fái brautargengi á þinginu. Að öðrum kosti verður farin sama leið og síðast og tillögurnar lagðar fram í okkar nafni á þinginu og kosið um þær.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira
Meðal þess sem rætt var á fundi forráðamanna aðildarfélaga KSÍ um helgina var staða yfirmanns knattspyrnumála. Staðan var auglýst laus til umsóknar í október síðastliðnum, umsóknarfrestur var til 15. nóvember og vonir stóðu til að ráðið yrði í starfið fyrir lok þessa árs. Í kjölfar fundarins tilkynnti Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hins vegar að ráðningunni yrði frestað fram yfir ársþing KSÍ í febrúar á næsta ári. Guðni brást þannig við tillögu sem fram kom á fundinum þess efnis að heppilegra sé að ársþingið fái að koma að því að móta starfið og skuldbinda sambandið til framtíðar. Haraldur Haraldsson var mættur á fyrrgreindan fund sem framkvæmdastjóri Víkings og þar að auki sem formaður Íslensks toppfótbolta (ÍTF) sem eru hagsmunasamtök félaga sem eiga lið í tveimur efstu deildunum hér á landi. „Þetta var góður fundur þar sem málin væru rædd á yfirvegaðan og málefnalegan hátt. Við fengum þar ágætis svör við því hver áformin eru með stöðu yfirmanns knattspyrnumála og stöðu mála hvað Laugardalsvöll varðar,“ sagði Haraldur í samtali við Fréttablaðið. „Það er ekkert launungarmál að okkur sem störfum í hreyfingunni hefur fundist nokkuð óljóst hvert hlutverk þess manns sem á að sinna þessu starfi á að vera. Við fengum fína kynningu á því og það var svo niðurstaðan eftir fundinn að ársþingið fengi að ráða framhaldinu hvað varðar ferlið við að koma þessari stöðu á koppinn sem er bara mjög jákvætt,“ segir hann. „Við hjá ÍTF erum á þeirri skoðun að peningunum gæti mögulega verið betur varið í önnur verkefni. Það er því eðlilegt að hlustað verði á vilja félaganna þegar kemur að þessu máli. Það verður svo bara spennandi að sjá hvað félögin vilja gera í þessu máli þegar þar að kemur,“ segir Víkingurinn. „Þessa dagana er svo í gangi undirbúningur hjá ÍTF fyrir ársþingið þar sem við höfum hug á að koma fram sams konar eða svipuðum breytingum og á síðasta þingi. Það eru lagabreytingar sem snúa að því að ÍTF fái umboð til að semja um markaðsréttindin fyrir efstu deildirnar, þær fái aukið atkvæðavægi á ársþinginu og fellt verði út ákvæði þess efnis að aðilar geti eingöngu setið í nefndum og stjórnum á vegum KSí í 12 ár,“ segir Haraldur. „Við erum að freista þess að ná samkomulagi við stjórn KSí um að þessar lagabreytingar fái brautargengi á þinginu. Að öðrum kosti verður farin sama leið og síðast og tillögurnar lagðar fram í okkar nafni á þinginu og kosið um þær.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira