Innlent

Einbýlishús óíbúðarhæft eftir eldsvoða í Neskaupstað

Gissur Sigurðsson skrifar
Tveir voru fluttir á sjúkrahús.
Tveir voru fluttir á sjúkrahús. Vísir/Hanna
Tveir íbúar einbýlishúss í Neskaupstað voru fluttir á sjúkrahúsið í bænum vegna gruns um reykeitrun, eftir að eldur kom upp í húsinu seint í gærkvöldi.

Fólkið var gengið til náða en vaknaði við reyk. Það hringdi þegar í slökkviliðið en fór sjálft að reyna að slökkva eldinn þar til slökkviliðið kom á vettvang.

Þá logaði eldur meðal annars í loftklæðningu í stofu og eldhúsi og þurfti að rífa hana niður til að komast að eldinum, en annars gekk slökkvistarf vel, að sögn Guðmundar Sigfússonar hjá slökkviliðinu í Fjarðabyggð.

Hann segir að húsið sé óíbúðarhæft vegna skemmda af eldi og reyk en eldsupptök eru ókunn. Þó liggur fyrir að mestur eldur logaði í grennd við kamínu í stofunni þegar slökkviliðið kom á staðinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×