Fjöldi fólks látið lífið vegna lífshættulegra lækningatækja Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. nóvember 2018 11:03 Í einhverjum tilfellum hafa tækin ekki verið prófuð á sjúklingum áður en þau hafa verið sett á markað. Getty Sjúklingar um allan heim þjást og margir hafa látið lífið vegna gallaðra lækningatækja sem komast á markað sökum lítils regluverks og skorts á gagnsæi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri umfjöllun alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ sem heitir The Implant Files, eða ígræðsluskjölin. Gangráðar, mjaðmaliðir, getnaðarvarnir og brjóstapúðar eru meðal þeirra lækningatækja sem hafa valdið fólki vandræðum og margir hafa þannig þurft að fara í frekari aðgerðir og fjöldi fólks hefur látið lífið. Í einhverjum tilfellum hafa tækin ekki verið prófuð á sjúklingum áður en þau hafa verið sett á markað.Tenging krabbameins við brjóstapúða Á árunum 2015 til 2018 fengu eftirlitsstofnanir tilkynningar um 62.000 slík frávik. Þriðjungur málanna hafði alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklingana og 1004 létust. Í Bandaríkjunum hefur matvæla og lyfjaeftirlitið safnað 5,4 milljónum frávika síðasta áratuginn. Oft voru tilkynningarnar frá framleiðendum sem tilkynntu um galla í tækjum sem höfðu komið upp annars staðar í heiminum. Í 1,7 milljónum tilfella var um að ræða alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklinga og nær 83 þúsund dauðsföll. Í 500 þúsund tilfellum þurfti að fjarlægja ígræðsluna. 252 blaðamenn frá 59 fjölmiðlum í 36 löndum komu að umfjöllun ICIJ.Meðal þess helsta sem kemur fram í umfjölluninni er:Gervimjaðmir eru seldar til sjúkrahúsa án nokkurra klínískra tilraunaSjaldgæft eitlakrabbamein hefur verið rakið til ákveðinnar tegundar brjóstapúða sem grædd hefur verið í milljónir kvenna. Sjúklingar hafi stólað á gallaða gangráða þó að framleiðendur hafi verið meðvitaðir um vandamálEftirlitsaðilar samþykktu mjaðmahryggjaígræsðlur sem eyddust og færðust til í sjúklingumSkurðlæknar viðurkenna að þeir hafi ekki getað greint sjúklingum frá áhættum sem fylgi ígræðslum vegna skorts á miðlægum skráningum. Niðurstöðurnar hafa vakið umtal og áhyggjur af hve litla skoðun tækin þurfi að standast áður en og eftir að þau fara á markað sem og hvort eftirlitsaðilar verði varir við galla og þá hvernig brugðist er við þeim. Þá eru framleiðendur sjálfir ábyrgir fyrir því að prófa eigin vörur eftir að frávik koma upp. Upplýsingum um galla í lækningatækjum er víða haldið leyndum og þar af leiðandi getur sjúklingum reynst erfitt að afla sér upplýsinga um aðgerðir sem læknar ráðleggja þeim að gangast undir. Vísir hefur óskað eftir upplýsingum frá Lyfjastofnun um frávikatilkynningar sem borist hafa stofnuninni vegna lækningatækja. Heilbrigðismál Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira
Sjúklingar um allan heim þjást og margir hafa látið lífið vegna gallaðra lækningatækja sem komast á markað sökum lítils regluverks og skorts á gagnsæi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri umfjöllun alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ sem heitir The Implant Files, eða ígræðsluskjölin. Gangráðar, mjaðmaliðir, getnaðarvarnir og brjóstapúðar eru meðal þeirra lækningatækja sem hafa valdið fólki vandræðum og margir hafa þannig þurft að fara í frekari aðgerðir og fjöldi fólks hefur látið lífið. Í einhverjum tilfellum hafa tækin ekki verið prófuð á sjúklingum áður en þau hafa verið sett á markað.Tenging krabbameins við brjóstapúða Á árunum 2015 til 2018 fengu eftirlitsstofnanir tilkynningar um 62.000 slík frávik. Þriðjungur málanna hafði alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklingana og 1004 létust. Í Bandaríkjunum hefur matvæla og lyfjaeftirlitið safnað 5,4 milljónum frávika síðasta áratuginn. Oft voru tilkynningarnar frá framleiðendum sem tilkynntu um galla í tækjum sem höfðu komið upp annars staðar í heiminum. Í 1,7 milljónum tilfella var um að ræða alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklinga og nær 83 þúsund dauðsföll. Í 500 þúsund tilfellum þurfti að fjarlægja ígræðsluna. 252 blaðamenn frá 59 fjölmiðlum í 36 löndum komu að umfjöllun ICIJ.Meðal þess helsta sem kemur fram í umfjölluninni er:Gervimjaðmir eru seldar til sjúkrahúsa án nokkurra klínískra tilraunaSjaldgæft eitlakrabbamein hefur verið rakið til ákveðinnar tegundar brjóstapúða sem grædd hefur verið í milljónir kvenna. Sjúklingar hafi stólað á gallaða gangráða þó að framleiðendur hafi verið meðvitaðir um vandamálEftirlitsaðilar samþykktu mjaðmahryggjaígræsðlur sem eyddust og færðust til í sjúklingumSkurðlæknar viðurkenna að þeir hafi ekki getað greint sjúklingum frá áhættum sem fylgi ígræðslum vegna skorts á miðlægum skráningum. Niðurstöðurnar hafa vakið umtal og áhyggjur af hve litla skoðun tækin þurfi að standast áður en og eftir að þau fara á markað sem og hvort eftirlitsaðilar verði varir við galla og þá hvernig brugðist er við þeim. Þá eru framleiðendur sjálfir ábyrgir fyrir því að prófa eigin vörur eftir að frávik koma upp. Upplýsingum um galla í lækningatækjum er víða haldið leyndum og þar af leiðandi getur sjúklingum reynst erfitt að afla sér upplýsinga um aðgerðir sem læknar ráðleggja þeim að gangast undir. Vísir hefur óskað eftir upplýsingum frá Lyfjastofnun um frávikatilkynningar sem borist hafa stofnuninni vegna lækningatækja.
Heilbrigðismál Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira