Bjóst ekki við því að spila einn daginn fyrir íslenska landsliðið Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. nóvember 2018 08:30 Danero býst hér til að skjóta á æfingu landsliðsins í Valsheimilinu í gær. Fréttablaðið/sigtryggur ari Danero Thomas gæti leikið þriðja leik sinn fyrir íslenska landsliðið en þann fyrsta á heimavelli á fimmtudaginn þegar Ísland mætir Belgíu í Laugardalshöll. Íslenska liðið þarf nauðsynlega á sigri að halda í undankeppni EuroBasket 2021 þar sem Ísland er með Portúgal og Belgíu í riðli. Danero fékk íslenskan ríkisborgararétt í sumar og lék fyrstu leiki sína fyrir landsliðið í æfingarleikjum gegn Noregi í haust. Vandræði með skráningu persónuupplýsinga Danero ollu því að hann gat ekki tekið þátt í leiknum gegn Portúgal ytra stuttu síðar en búið er að ganga frá því í samstarfi við FIBA. Gæti hann því leikið fyrsta leik sinn í Laugardalshöll á fimmtudaginn verði hann valinn en þjálfarateymið þarf að velja á milli Danero eða Collins Pryor. Sjálfur kvaðst hann vera spenntur fyrir leiknum. „Ég get ekki beðið, þetta verður skemmtilegur dagur fyrir mig og fjölskyldu mína sem verður í stúkunni. Ísland er annað heimili mitt og strákarnir hafa tekið mér opnum örmum. Ég get ekki beðið eftir leiknum.“ Aðspurður sagðist hann ekki hafa búist við því að leika einn daginn fyrir íslenska landsliðið þegar hann samdi við KR árið 2012. Hann samdi í sumar við Tindastól, sjöunda félag hans á Íslandi. „Ég bjóst ekki við því að spila einn daginn fyrir Ísland en ég reyni að njóta þess. Ég klæðist þessari treyju með stolti og reyni að njóta stundarinnar. Það er undir mér komið að stýra tilfinningunum og einblína á það sem gerist inni á vellinum Það gæti þó reynst erfitt að læra þjóðsönginn,“ sagði hann hlæjandi. „Ég nýt þess að spila og æfa með þessum strákum og ég er að læra heilmargt á hverjum degi.“ Danero á von á erfiðum leik gegn Belgíu en Ísland þarf að vinna leikinn enda fer aðeins eitt lið áfram á lokastig undankeppninnar. „Það eru allir jákvæðir í hópnum, við mætum í þennan leik fullir sjálfstrausts og ef við gerum hlutina rétt getum við náð í góð úrslit. Þetta er stórleikur og við þurfum að vinna þennan leik. Það var svekkjandi að tapa í Portúgal en núna þurfum við að taka það sem við lærðum af því og vinna þennan leik til að bæta upp fyrir tapleikinn gegn Portúgal.“ Íslenska liðið saknar Martins Hermannssonar sem hefur verið í lykilhlutverki undanfarin ár. „Þegar einn leikmaður dettur út verður sá næsti að stíga upp. Það eru margir reynslumiklir leikmenn í þessum hóp sem er lykilatriði og það er undir okkur komið að finna lausnir. Við munum reyna að spila af hörku og halda hraða í leiknum, belgíska liðið vill hægja á leiknum en það er undir okkur komið að nýta okkur það.“ Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Leik lokið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Fleiri fréttir Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Sjá meira
Danero Thomas gæti leikið þriðja leik sinn fyrir íslenska landsliðið en þann fyrsta á heimavelli á fimmtudaginn þegar Ísland mætir Belgíu í Laugardalshöll. Íslenska liðið þarf nauðsynlega á sigri að halda í undankeppni EuroBasket 2021 þar sem Ísland er með Portúgal og Belgíu í riðli. Danero fékk íslenskan ríkisborgararétt í sumar og lék fyrstu leiki sína fyrir landsliðið í æfingarleikjum gegn Noregi í haust. Vandræði með skráningu persónuupplýsinga Danero ollu því að hann gat ekki tekið þátt í leiknum gegn Portúgal ytra stuttu síðar en búið er að ganga frá því í samstarfi við FIBA. Gæti hann því leikið fyrsta leik sinn í Laugardalshöll á fimmtudaginn verði hann valinn en þjálfarateymið þarf að velja á milli Danero eða Collins Pryor. Sjálfur kvaðst hann vera spenntur fyrir leiknum. „Ég get ekki beðið, þetta verður skemmtilegur dagur fyrir mig og fjölskyldu mína sem verður í stúkunni. Ísland er annað heimili mitt og strákarnir hafa tekið mér opnum örmum. Ég get ekki beðið eftir leiknum.“ Aðspurður sagðist hann ekki hafa búist við því að leika einn daginn fyrir íslenska landsliðið þegar hann samdi við KR árið 2012. Hann samdi í sumar við Tindastól, sjöunda félag hans á Íslandi. „Ég bjóst ekki við því að spila einn daginn fyrir Ísland en ég reyni að njóta þess. Ég klæðist þessari treyju með stolti og reyni að njóta stundarinnar. Það er undir mér komið að stýra tilfinningunum og einblína á það sem gerist inni á vellinum Það gæti þó reynst erfitt að læra þjóðsönginn,“ sagði hann hlæjandi. „Ég nýt þess að spila og æfa með þessum strákum og ég er að læra heilmargt á hverjum degi.“ Danero á von á erfiðum leik gegn Belgíu en Ísland þarf að vinna leikinn enda fer aðeins eitt lið áfram á lokastig undankeppninnar. „Það eru allir jákvæðir í hópnum, við mætum í þennan leik fullir sjálfstrausts og ef við gerum hlutina rétt getum við náð í góð úrslit. Þetta er stórleikur og við þurfum að vinna þennan leik. Það var svekkjandi að tapa í Portúgal en núna þurfum við að taka það sem við lærðum af því og vinna þennan leik til að bæta upp fyrir tapleikinn gegn Portúgal.“ Íslenska liðið saknar Martins Hermannssonar sem hefur verið í lykilhlutverki undanfarin ár. „Þegar einn leikmaður dettur út verður sá næsti að stíga upp. Það eru margir reynslumiklir leikmenn í þessum hóp sem er lykilatriði og það er undir okkur komið að finna lausnir. Við munum reyna að spila af hörku og halda hraða í leiknum, belgíska liðið vill hægja á leiknum en það er undir okkur komið að nýta okkur það.“
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Leik lokið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Fleiri fréttir Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Sjá meira