Segir Ísland kannski skást í jafnréttismálum en ekki best Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. nóvember 2018 07:30 Þórey Vilhjálmsdóttir hjá Capacent. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Hugmyndin var sú að birta kort af heiminum og sýna eingöngu þau lönd þar sem konur eru minnst helmingur þingmanna. Þetta er gert til að sýna fram á fáránleika þess að bara þrjú lönd í heiminum hafa náð þessu. Það er pínu sjokkerandi að við Íslendingar séum ekki þarna þar sem við erum náttúrulega heimsmeistarar í jafnrétti,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir hjá Capacent. Hún hefur unnið að verkefninu Women’s World Atlas á vegum Heimsþings kvenleiðtoga sem nú fer fram í Hörpu. Silvana Koch-Mehrin, forseti þingsins, mun kynna verkefnið á þinginu í dag. Þar verður fjallað um stöðu kvenna í heiminum og því velt upp hvers vegna staðan sé svona og hvað sé hægt að gera. Teknar voru saman upplýsingar um stöðu kvenna á þjóðþingum heimsins og í viðskiptalífinu þar sem hlutfall kvenna í forstjórastólum var kannað. Niðurstöðurnar eru þær að aðeins í Rúanda, Bólivíu og á Kúbu eru konur að minnsta kosti helmingur þingmanna. Þegar kemur að fjölda forstjóra er það aðeins í Taílandi og Kambódíu sem konur eru að minnsta kosti helmingur forstjóra. Þórey segir athyglisvert að skoða þetta í samhengi við það sem sé að gerast á Íslandi. „Ef við tökum hundrað stærstu fyrirtækin á Íslandi þá eru bara 11 prósent forstjóra konur og engin kona er forstjóri í skráðu fyrirtæki. Konur eru bara rúmlega 20 prósent framkvæmdastjóra í hundrað stærstu fyrirtækjunum. Það er svolítið sláandi þegar maður horfir á þetta því við erum alltaf að tala um að við séum leiðandi. Kannski ættum við frekar að segja að við séum skást í jafnréttismálum en ekki best.“ Þótt Ísland sé fyrirmynd í jafnréttismálum þurfi líka að sýna auðmýkt og viðurkenna að það sé ennþá töluvert í land. Þórey hefur leitt verkefnið Jafnréttisvísir hjá Capacent. „Þar erum við að vinna með forstjórum íslenskra fyrirtækja að því að greina og innleiða jafnrétti í fyrirtækjum. Við horfum sérstaklega til menningar og hvaða áhrif það hefur á menninguna að fá konur í leiðtogastöður.“ Á þinginu í Hörpu taka þátt rúmlega 400 konur frá um 100 löndum. „Af því að hér eru konur frá svo mörgum löndum þá er ótrúlega magnað að sjá hvað löndin eru misjafnlega stödd í jafnréttismálum. Við erum ljósárum á undan mörgum löndum og það er gaman að geta miðlað því sem við höfum verið að gera. Svo eru mörg lönd sem glíma við sömu vandamálin og við. Þetta er ótrúlega mikilvægur vettvangur að hittast og skiptast á skoðunum og heyra hvað önnur lönd eru að gera.“ sighvatur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
„Hugmyndin var sú að birta kort af heiminum og sýna eingöngu þau lönd þar sem konur eru minnst helmingur þingmanna. Þetta er gert til að sýna fram á fáránleika þess að bara þrjú lönd í heiminum hafa náð þessu. Það er pínu sjokkerandi að við Íslendingar séum ekki þarna þar sem við erum náttúrulega heimsmeistarar í jafnrétti,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir hjá Capacent. Hún hefur unnið að verkefninu Women’s World Atlas á vegum Heimsþings kvenleiðtoga sem nú fer fram í Hörpu. Silvana Koch-Mehrin, forseti þingsins, mun kynna verkefnið á þinginu í dag. Þar verður fjallað um stöðu kvenna í heiminum og því velt upp hvers vegna staðan sé svona og hvað sé hægt að gera. Teknar voru saman upplýsingar um stöðu kvenna á þjóðþingum heimsins og í viðskiptalífinu þar sem hlutfall kvenna í forstjórastólum var kannað. Niðurstöðurnar eru þær að aðeins í Rúanda, Bólivíu og á Kúbu eru konur að minnsta kosti helmingur þingmanna. Þegar kemur að fjölda forstjóra er það aðeins í Taílandi og Kambódíu sem konur eru að minnsta kosti helmingur forstjóra. Þórey segir athyglisvert að skoða þetta í samhengi við það sem sé að gerast á Íslandi. „Ef við tökum hundrað stærstu fyrirtækin á Íslandi þá eru bara 11 prósent forstjóra konur og engin kona er forstjóri í skráðu fyrirtæki. Konur eru bara rúmlega 20 prósent framkvæmdastjóra í hundrað stærstu fyrirtækjunum. Það er svolítið sláandi þegar maður horfir á þetta því við erum alltaf að tala um að við séum leiðandi. Kannski ættum við frekar að segja að við séum skást í jafnréttismálum en ekki best.“ Þótt Ísland sé fyrirmynd í jafnréttismálum þurfi líka að sýna auðmýkt og viðurkenna að það sé ennþá töluvert í land. Þórey hefur leitt verkefnið Jafnréttisvísir hjá Capacent. „Þar erum við að vinna með forstjórum íslenskra fyrirtækja að því að greina og innleiða jafnrétti í fyrirtækjum. Við horfum sérstaklega til menningar og hvaða áhrif það hefur á menninguna að fá konur í leiðtogastöður.“ Á þinginu í Hörpu taka þátt rúmlega 400 konur frá um 100 löndum. „Af því að hér eru konur frá svo mörgum löndum þá er ótrúlega magnað að sjá hvað löndin eru misjafnlega stödd í jafnréttismálum. Við erum ljósárum á undan mörgum löndum og það er gaman að geta miðlað því sem við höfum verið að gera. Svo eru mörg lönd sem glíma við sömu vandamálin og við. Þetta er ótrúlega mikilvægur vettvangur að hittast og skiptast á skoðunum og heyra hvað önnur lönd eru að gera.“ sighvatur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira