Innlent

Hlupu uppi árásarmenn í Breiðholti

Kjartan Kjartansson skrifar
Tilkynnt var um líkamsárás í Efra-Breiðholti í kvöld. Mennirnir voru handteknir eftir stutta eftirför lögreglu.
Tilkynnt var um líkamsárás í Efra-Breiðholti í kvöld. Mennirnir voru handteknir eftir stutta eftirför lögreglu. Vísir/Vilhelm
Lögreglumenn hlupu uppi menn sem voru sagðir hafa gengið í skrokk á manni í Efra-Breiðholti eftir stutta eftirför í kvöld. Árásarmennirnir sitja nú fangageymslu vegna rannsóknar lögreglu.

Í dagbók lögreglu kemur fram að tilkynnt hafi verið um líkamsárásina um klukkan 19:00 í kvöld. Mennirnir hafi flúið af vettvangi á bifreið. Lögreglan hafi í kjölfarið koma auga á bifreiðina sem leiddi til stuttrar eftirfarar. Mennirnir reyndu að lokum að flýja á hlaupum en komust ekki undan lögreglu.

Um svipað leyti varð maður á hjóli fyrir ökutæki við gagnamót Miklubrautar og Lönguhlíðar. Meiðsli hans eru sögð minniháttar.

Þá rannsakar lögregla nú tildrög elds sem kviknaði í bílskúr við hús í Breiðholti um klukkan 20:30. Skemmdirnar eru sagðar minniháttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×