Tekist á um skepnuna sem gleymir engu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2018 18:15 Framsögumennirnir fimm frá hægri: Benedikt Bogason Hæstaréttardómari, Sigurður Tómas Magnússon, Landsréttardómari og formaður réttarfarsnefndar, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands, Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands og Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Persónuverndar veltir því fyrir sér hvernig á því standi að nágrannaþjóðir okkar geti lifað með því að dómar séu ekki birtir í heild sinni á netinu. Samfélagið á Íslandi sé enn minna. Hún veltir fyrir sér hvort almenningur þurfi endilega að vita hver stal fyrir fimm þúsund krónur út í búð. Hafa verði í huga að unnið sé á alls kyns hátt með þær upplýsingar sem birtar séu á netinu. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, á málþingi undir yfirskriftinni „Hver er tilgangur birtinga dóma á netinu?“ sem Dómstólasýslan stóð fyrir í samstarfi við Dómarafélag Íslands, Lögmannafélag Íslands og Lögfræðingafélag Íslands á veitingahúsinu Nauthóli í dag. Helga var á meðal framsögumanna en þar voru til umræðu drög að frumvarpi dómsmálaráðherra sem felur í sér töluverðar breytingar er varðar birtingu dóma. Lagt er til að Dómstólasýslan samræmi reglur um birtingu á öllum dómstigum en misjafnt er hvernig staðið er að birtingu í héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti í dag. Tillagan hefur ekki mætt mikilli mótspyrnu en í dag hafa dómstjórar í héraðsdómum ólíka afstöðu til birtinga dóma auk þess sem samræmis er ekki gætt á milli dómstiga. Lögmenn og dómarar virðast upp til hópa sammála því að takmarka myndatökur í og við dómshús líkt og í nágrannalöndum okkar. Leggur ráðherra til að dómstólasýslan móti reglur hvað þetta varðar. Því hefur Blaðamannafélag Íslands hins vegar mótmælt harðlega.Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra leggur frumvarpið fram og opnaði málþingið í dag.FRÉTTABLAÐIÐ/stefánKynferðisbrotadómar ekki birtir Hins vegar eru tvær breytingar sem eru töluvert umdeildar á meðal lögmanna, dómara, fræðimanna, fjölmiðlamanna og víðar.1. Ekki skuli birta héraðsdóma sem varða ofbeldi í nánum samböndum, kynferðisbrotamálum og nálgunarbönnum. Þessi lög gilda nú þegar um til dæmis forfjármál og málefni barna. Á efri dómstigum skuli aðeins birta vandaða útdrætti frá þeim dómi og dómnum úr héraði.2. Engin nöfn skulu birt í dómum í sakamálum. Einnig takmarkað í einkamálum þyki ástæða til. Þessi tvö atriði voru þau sem helst var tekist á um á málþinginu í dag. Þótt aðgengi dóma á netinu verði takmarkað verulega, verði frumvarpið að lögum, geta fræðimenn, lögmenn, fjölmiðlar og almenningur áfram óskað eftir dómum í heild hjá viðkomandi dómstól viti þeir málsnúmerin og fengið send eða afhent innan tíðar. Nafnleynd í öllum málum gerir fyrrnefndum aðilum þó erfiðara fyrir að fylgjast með dagskrá dómstólanna, og þá hvaða mál eru til meðferðar þar, auk þess sem greiða þarf gjald til að fá dóm sendan rafrænt þegar hann er fallinn. Benedikt Bogason hæstaréttardómari.Vísir/ValliMannréttindadómstóllinn nýhættur að birta nöfn Benedikt Bogason hæstaréttardómari benti á það í framsögu sinni að sé litið til Norðurlandanna séu dómar ekki birtir í heild sinni. Birtir séu valdir dómar á netinu og í þeim tilfellum vandaðir útdrættir úr dómunum. Hann tók sem dæmi kynferðisbrot sem verður í litlu samfélagi úti á landi þar sem komi upp eitt til tvö slík mál á ári. Þótt nöfn séu afmáð í slíkum dómum viti allt samfélagið hver X sé í viðkomandi dómi. Allir í viðkomandi samfélagi viti hverjir eigi í hlut og geti lesið um það í dómnum. Nafnleynd þjóni engum tilgangi þar. Fari málið áfram á æðra dómstig þá birti dómarar reifun. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari velti því fyrir sér hvort ekki væri hægt að hafa annað fyrirkomulag á birtingu slíkra dóma. Hægt væri að birta þá án þess að fram kæmi hvar á landinu hann var kveðinn upp. Þannig væri aðeins dómstigsins getið en ekki Héraðsdóms Vestfjarða svo dæmi sé tekið. Sigurður Tómas Magnússon, Landsréttardómari og formaður réttarfarsnefndar, sagði að með frumvarpinu væri verið að reyna að „takast á við þá skepnu sem netið er og gleymir engu“. Með nýjum lögum sé verið að reyna að finna málamiðlun í andstæðum sjónarmiðum. Einn daginn sé kvartað yfir birtingu upplýsinga í dómum á netinu og þann næsta gagnrýnt að upplýsingar séu strikaðar út til verndar glæpamönnum. Þannig verði umræðan í þjóðfélaginu fram og til baka. Hann nefndi sem dæmi um kosti þess að birta dómana með sem minnstum takmörkunum auki gæði og skilvirkni í kerfinu, létti störf lögmanna sem hafi greiðari aðgang að dómsúrlausnum. Fyrir vikið ætti að fjölga þeim málum sem leyst eru utan dómstóla og þeim því fækkað sem fara fyrir dóm. Sömuleiðis réttur almennings til að fá fréttir, þar sem dómstólar leiki stórt hlutverk, og sú staðreynd að hluti af fréttnæmi dóma geti verið hverjir eigi í hlut. Þá þurfi fræðimenn að hafa greiðan aðgang að öllum tegundum dóma við sín störf. Hins vegar geti reglur komið í veg fyrir slys, þegar gleymist að afmá upplýsingar til dæmis. Þá bendir hann á að erfitt geti verið að hreinsa dóma af öllum mögulegum persónugreinanlegum upplýsingum, án þess að eftir standi samhengislaus dómur. Því sé mögulega betra að hafa ítarlega reifun frá dómara í viðkomandi máli heldur en dóm þar sem upplýsingar eru afmáðar hingað og þangað. Þá bætti Sigurður við að Mannréttindadómstóllinn væri nýhættur að birta nöfn í dómum sínum.Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari var á meðal gesta og kvað sér hljóðs á málþinginu.Vísir/VilhelmSá vantrausti í garð dómstóla með því að birta ekki kynferðisbrotadóma Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélagsins, telur mikilvægt að áfram standi í lögum að meginreglan sé sú að dómar séu birtir. Hún veltir fyrir sér hvaða áhrif það hafi að hætta að birta dóma í kynferðisbrotamálum. Vísaði hún til gagnrýni á dómstóla undanfarin misseri. Aukið gagnsæi væri leiðin til að auka traust á dómstólum en ekki takmörkun á upplýsingum. „Dómstólar hafa verið gagnrýndir mjög á liðnu ári fyrir meðferð sína á kynferðisbrotamálum. Þar komi fram íhaldsöm og úrelt sjónarmið,“ sagði Ingibjörg. Hún óttast að sáð verði fræjum um vantraust í garð dómstóla með því að birta ekki dóma í kynferðisbrotamálum. „Við verðum að vanda okkur með þetta. Þess vegna hefur Dómarafélagið sett varnagla að hugsa þetta til enda. Kannski ætti ekki að birta alla dómana. Ég hef efasemdir og er ekki sannfærð um að þetta sé rétta leiðin.“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagðist á fundinum hafa fengið mikið ákall frá þolendum í kynferðisbrotamálum. Hún hafi fengið brotaþola á sinn fund sem lýsi afleiðingum þess að dómur hafi verið birtur. Halla Gunnarsdóttir, sem leiðir stýrihóp stjórnenda um úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi, sagði varhugavert að hlýða á einn til tvo brotaþola í kynferðisbrotamálum og leggja þeirra sögur til grundvallar frumvarpinu. Málið væri miklu víðara og flóknara en svo. Hún hvatti til þess að nánari úttekt yrði gerð nákvæmlega á því hvernig birtingu sé háttað á Norðurlöndunum enda hefði leit hennar á Internetinu á fyrirkomulaginu á Norðurlöndum ekki skilað miklu. Ingibjörg nefndi einmitt að þótt sumir brotaþolar vilji ekki að dómar séu birtir séu aðrir á öndverðum meiði. Sjónarmiðið væri stundum auga fyrir auga, tönn fyrir tönn og vísaði til þess að brotaþolar vildu stundum að dómar væru birtir.Frá vinstri: Helga Þórisdóttir, Berglind Svavarsdóttir og Ingibjörg Þorsteinsdóttir.Vísir/VilhelmReifanir þurfi að vera afar vandaðar Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, sagði sjálfsagt að horfa til Norðurlandanna. Hún hefði nýlega setið fund með Umboðsmanni barna og Dómstólasýslunni. Þar hefði verið varpað upp birtum kynferðisbrotadómum á Íslandi annars vegar og Noregi hins vegar. „Það kom allt fram í þessum norska dómi, forsendur, málsatvik en himinn og haf á milli þeirra. Íslenski dómurinn var ótrúlega langur og ítarlegur,“ sagði Berglind og spurði hvers vegna svo væri. „Erum við of góðu vön? Að vera mötuð af alls kyns upplýsingum? Þarf að koma fram í öllum dómum hver sagði hvað hvenær og hvað hann gerði? Þarf að koma fram að viðkomandi hafi farið til sálfræðings og þar hafi þetta komið fram?“ Að því leyti gæti reifun verið rétt leið en skoðanir væru þó mjög skiptar meðal lögmanna. Reifanir yrðu að vera mjög vandaðar. Þá nefndi Berglind að þótt það kunni að vera íþyngjandi að dómur með nafni sé aðgengilegur um ókomna tíð þá geti birting hans haft varnaðaráhrif. Almenningur hafi þá vitneskju um hverjir hafa gerst sekir við lög. Hún minnti á að þær reglur séu nú þegar að hægt sé að óska eftir að nafn sé afmáð einu ári eftir birtingu dóms. Kannski ætti að fara þá leið, að afmá nöfn einu ári eftir birtingu. Þá gæti komið til greina að fela dómara einfaldlega að meta það, að kröfu málsaðila, hvort nafnleyndar ætti að gæta í einstökum málum eða ekki.Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Hún minnir á að unnið sé á allan mögulegan hátt úr gögnum sem liggi opin á netinu.VÍSIR/VILHELMAf hverju á hinum Norðurlöndunum en ekki hér Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, velti fyrir sér tilganginum með birtingu dóma. Það gæti verið í þágu almannahagsmuna, almenningur eigi rétt á upplýsingum, um sé að ræða aðhald við dómendur og eigi að styrkja trú á réttarkerfinu. Þá séu fjölmiðlar helsta uppspretta frétta til almennings um störf dómstólanna. Jafnvægi skipti þó máli þegar bornir séu saman samfélagslegir hagsmunir af frjálsri upplýsingamiðlun annars vegar og mannréttindi sem felist í friðhelgi einkalífs hins vegar. Hún vísaði til nýlegra úrskurða þar sem persónulegar upplýsingar voru birtar í dómum, sem hefði verið brot á persónuverndarlögum. Í einu tilfelli var minnst á heimilisfang aðila að máli. Sá héraðsdómstóll fékk bágt fyrir hjá Persónuvernd. Hún velti fyrir sér, líkt og ríkissaksóknari, hvort hægt væri að koma í veg fyrir að ljóst væri hvar á landinu dómur féll. Það fari kannski eftir stigskiptingu mála. Vísaði hún til nýlegs dæmis þar sem héraðsfjölmiðill nafngreindi konu sem stolið hafði fyrir fimm þúsund krónur í búð og rifjuð upp fyrri brot hennar. Nafn hennar var birt í dómnum. „Þetta er lítill dómstóll út á landi. Hvernig má það vera að við þurfum þessar upplýsingar? Getur þessi manneskja um frjálst höfuð strokið? Ég spyr að því.“ Hún sagði ljóst að Norðurlandaþjóðirnar gætu lifað án þeirrar almennu reglu að dómar séu birtir. Samfélagið á Íslandi sé enn minna. Þurfi fólk upplýsingar um það hver stal fyrir 4990 krónur? Eða sé ekki bara betra að þjóð viti fólk neyðist til að fremja slík brot? Vert væri að velta fyrir sér af hverju Íslendingar gætu ekki lifað með góðum reifunum eins og aðrar þjóðir. Benedikt Bogason nefndi það að með því að slá orðið ölvunarakstur inn í leitina á vefsíðu Hæstaréttar gæti maður fundið nöfn þeirra sem hefðu hlotið þess lags dóm í réttinum. „Þar koma fram nöfn allra sem hafa verið sakfelldir og sakavottorð viðkomandi reifað ef það er ekki birt í heild sinni. Af hverjum stígum við ekki skrefið til fulls og birtum allar sakaskrárnar á netinu?“ sagði Benedikt í háðskum tón. „Það væri mjög gagnlegt. Ég er viss um að atvinnulífið myndi fagna því en ég er ekki viss um að margir myndu vilja lifa í því samfélagi.“Drögin í Samráðsgáttinni Var mál manna að þörf væri að hafa víðara samtal um breytingar á frumvarpinu þar sem fleiri aðilar kæmu að borðinu. Mætti nefna fulltrúa úr fræðasamfélagi lögmanna, þolendur kynferðisbrota og fulltrúa fjölmiðla svo eitthvað sé nefnt. Drögin að frumvarpinu eru í Samráðsgátt stjórnvalda við almenning þar sem lesa má nokkrar umsagnir um drögin. Niðurstöður verða birtar innan tíðar en vinnslu úr ábendingum og athugasemdum er lokið. Dómsmál Lög og regla Persónuvernd Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar veltir því fyrir sér hvernig á því standi að nágrannaþjóðir okkar geti lifað með því að dómar séu ekki birtir í heild sinni á netinu. Samfélagið á Íslandi sé enn minna. Hún veltir fyrir sér hvort almenningur þurfi endilega að vita hver stal fyrir fimm þúsund krónur út í búð. Hafa verði í huga að unnið sé á alls kyns hátt með þær upplýsingar sem birtar séu á netinu. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, á málþingi undir yfirskriftinni „Hver er tilgangur birtinga dóma á netinu?“ sem Dómstólasýslan stóð fyrir í samstarfi við Dómarafélag Íslands, Lögmannafélag Íslands og Lögfræðingafélag Íslands á veitingahúsinu Nauthóli í dag. Helga var á meðal framsögumanna en þar voru til umræðu drög að frumvarpi dómsmálaráðherra sem felur í sér töluverðar breytingar er varðar birtingu dóma. Lagt er til að Dómstólasýslan samræmi reglur um birtingu á öllum dómstigum en misjafnt er hvernig staðið er að birtingu í héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti í dag. Tillagan hefur ekki mætt mikilli mótspyrnu en í dag hafa dómstjórar í héraðsdómum ólíka afstöðu til birtinga dóma auk þess sem samræmis er ekki gætt á milli dómstiga. Lögmenn og dómarar virðast upp til hópa sammála því að takmarka myndatökur í og við dómshús líkt og í nágrannalöndum okkar. Leggur ráðherra til að dómstólasýslan móti reglur hvað þetta varðar. Því hefur Blaðamannafélag Íslands hins vegar mótmælt harðlega.Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra leggur frumvarpið fram og opnaði málþingið í dag.FRÉTTABLAÐIÐ/stefánKynferðisbrotadómar ekki birtir Hins vegar eru tvær breytingar sem eru töluvert umdeildar á meðal lögmanna, dómara, fræðimanna, fjölmiðlamanna og víðar.1. Ekki skuli birta héraðsdóma sem varða ofbeldi í nánum samböndum, kynferðisbrotamálum og nálgunarbönnum. Þessi lög gilda nú þegar um til dæmis forfjármál og málefni barna. Á efri dómstigum skuli aðeins birta vandaða útdrætti frá þeim dómi og dómnum úr héraði.2. Engin nöfn skulu birt í dómum í sakamálum. Einnig takmarkað í einkamálum þyki ástæða til. Þessi tvö atriði voru þau sem helst var tekist á um á málþinginu í dag. Þótt aðgengi dóma á netinu verði takmarkað verulega, verði frumvarpið að lögum, geta fræðimenn, lögmenn, fjölmiðlar og almenningur áfram óskað eftir dómum í heild hjá viðkomandi dómstól viti þeir málsnúmerin og fengið send eða afhent innan tíðar. Nafnleynd í öllum málum gerir fyrrnefndum aðilum þó erfiðara fyrir að fylgjast með dagskrá dómstólanna, og þá hvaða mál eru til meðferðar þar, auk þess sem greiða þarf gjald til að fá dóm sendan rafrænt þegar hann er fallinn. Benedikt Bogason hæstaréttardómari.Vísir/ValliMannréttindadómstóllinn nýhættur að birta nöfn Benedikt Bogason hæstaréttardómari benti á það í framsögu sinni að sé litið til Norðurlandanna séu dómar ekki birtir í heild sinni. Birtir séu valdir dómar á netinu og í þeim tilfellum vandaðir útdrættir úr dómunum. Hann tók sem dæmi kynferðisbrot sem verður í litlu samfélagi úti á landi þar sem komi upp eitt til tvö slík mál á ári. Þótt nöfn séu afmáð í slíkum dómum viti allt samfélagið hver X sé í viðkomandi dómi. Allir í viðkomandi samfélagi viti hverjir eigi í hlut og geti lesið um það í dómnum. Nafnleynd þjóni engum tilgangi þar. Fari málið áfram á æðra dómstig þá birti dómarar reifun. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari velti því fyrir sér hvort ekki væri hægt að hafa annað fyrirkomulag á birtingu slíkra dóma. Hægt væri að birta þá án þess að fram kæmi hvar á landinu hann var kveðinn upp. Þannig væri aðeins dómstigsins getið en ekki Héraðsdóms Vestfjarða svo dæmi sé tekið. Sigurður Tómas Magnússon, Landsréttardómari og formaður réttarfarsnefndar, sagði að með frumvarpinu væri verið að reyna að „takast á við þá skepnu sem netið er og gleymir engu“. Með nýjum lögum sé verið að reyna að finna málamiðlun í andstæðum sjónarmiðum. Einn daginn sé kvartað yfir birtingu upplýsinga í dómum á netinu og þann næsta gagnrýnt að upplýsingar séu strikaðar út til verndar glæpamönnum. Þannig verði umræðan í þjóðfélaginu fram og til baka. Hann nefndi sem dæmi um kosti þess að birta dómana með sem minnstum takmörkunum auki gæði og skilvirkni í kerfinu, létti störf lögmanna sem hafi greiðari aðgang að dómsúrlausnum. Fyrir vikið ætti að fjölga þeim málum sem leyst eru utan dómstóla og þeim því fækkað sem fara fyrir dóm. Sömuleiðis réttur almennings til að fá fréttir, þar sem dómstólar leiki stórt hlutverk, og sú staðreynd að hluti af fréttnæmi dóma geti verið hverjir eigi í hlut. Þá þurfi fræðimenn að hafa greiðan aðgang að öllum tegundum dóma við sín störf. Hins vegar geti reglur komið í veg fyrir slys, þegar gleymist að afmá upplýsingar til dæmis. Þá bendir hann á að erfitt geti verið að hreinsa dóma af öllum mögulegum persónugreinanlegum upplýsingum, án þess að eftir standi samhengislaus dómur. Því sé mögulega betra að hafa ítarlega reifun frá dómara í viðkomandi máli heldur en dóm þar sem upplýsingar eru afmáðar hingað og þangað. Þá bætti Sigurður við að Mannréttindadómstóllinn væri nýhættur að birta nöfn í dómum sínum.Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari var á meðal gesta og kvað sér hljóðs á málþinginu.Vísir/VilhelmSá vantrausti í garð dómstóla með því að birta ekki kynferðisbrotadóma Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélagsins, telur mikilvægt að áfram standi í lögum að meginreglan sé sú að dómar séu birtir. Hún veltir fyrir sér hvaða áhrif það hafi að hætta að birta dóma í kynferðisbrotamálum. Vísaði hún til gagnrýni á dómstóla undanfarin misseri. Aukið gagnsæi væri leiðin til að auka traust á dómstólum en ekki takmörkun á upplýsingum. „Dómstólar hafa verið gagnrýndir mjög á liðnu ári fyrir meðferð sína á kynferðisbrotamálum. Þar komi fram íhaldsöm og úrelt sjónarmið,“ sagði Ingibjörg. Hún óttast að sáð verði fræjum um vantraust í garð dómstóla með því að birta ekki dóma í kynferðisbrotamálum. „Við verðum að vanda okkur með þetta. Þess vegna hefur Dómarafélagið sett varnagla að hugsa þetta til enda. Kannski ætti ekki að birta alla dómana. Ég hef efasemdir og er ekki sannfærð um að þetta sé rétta leiðin.“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagðist á fundinum hafa fengið mikið ákall frá þolendum í kynferðisbrotamálum. Hún hafi fengið brotaþola á sinn fund sem lýsi afleiðingum þess að dómur hafi verið birtur. Halla Gunnarsdóttir, sem leiðir stýrihóp stjórnenda um úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi, sagði varhugavert að hlýða á einn til tvo brotaþola í kynferðisbrotamálum og leggja þeirra sögur til grundvallar frumvarpinu. Málið væri miklu víðara og flóknara en svo. Hún hvatti til þess að nánari úttekt yrði gerð nákvæmlega á því hvernig birtingu sé háttað á Norðurlöndunum enda hefði leit hennar á Internetinu á fyrirkomulaginu á Norðurlöndum ekki skilað miklu. Ingibjörg nefndi einmitt að þótt sumir brotaþolar vilji ekki að dómar séu birtir séu aðrir á öndverðum meiði. Sjónarmiðið væri stundum auga fyrir auga, tönn fyrir tönn og vísaði til þess að brotaþolar vildu stundum að dómar væru birtir.Frá vinstri: Helga Þórisdóttir, Berglind Svavarsdóttir og Ingibjörg Þorsteinsdóttir.Vísir/VilhelmReifanir þurfi að vera afar vandaðar Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, sagði sjálfsagt að horfa til Norðurlandanna. Hún hefði nýlega setið fund með Umboðsmanni barna og Dómstólasýslunni. Þar hefði verið varpað upp birtum kynferðisbrotadómum á Íslandi annars vegar og Noregi hins vegar. „Það kom allt fram í þessum norska dómi, forsendur, málsatvik en himinn og haf á milli þeirra. Íslenski dómurinn var ótrúlega langur og ítarlegur,“ sagði Berglind og spurði hvers vegna svo væri. „Erum við of góðu vön? Að vera mötuð af alls kyns upplýsingum? Þarf að koma fram í öllum dómum hver sagði hvað hvenær og hvað hann gerði? Þarf að koma fram að viðkomandi hafi farið til sálfræðings og þar hafi þetta komið fram?“ Að því leyti gæti reifun verið rétt leið en skoðanir væru þó mjög skiptar meðal lögmanna. Reifanir yrðu að vera mjög vandaðar. Þá nefndi Berglind að þótt það kunni að vera íþyngjandi að dómur með nafni sé aðgengilegur um ókomna tíð þá geti birting hans haft varnaðaráhrif. Almenningur hafi þá vitneskju um hverjir hafa gerst sekir við lög. Hún minnti á að þær reglur séu nú þegar að hægt sé að óska eftir að nafn sé afmáð einu ári eftir birtingu dóms. Kannski ætti að fara þá leið, að afmá nöfn einu ári eftir birtingu. Þá gæti komið til greina að fela dómara einfaldlega að meta það, að kröfu málsaðila, hvort nafnleyndar ætti að gæta í einstökum málum eða ekki.Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Hún minnir á að unnið sé á allan mögulegan hátt úr gögnum sem liggi opin á netinu.VÍSIR/VILHELMAf hverju á hinum Norðurlöndunum en ekki hér Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, velti fyrir sér tilganginum með birtingu dóma. Það gæti verið í þágu almannahagsmuna, almenningur eigi rétt á upplýsingum, um sé að ræða aðhald við dómendur og eigi að styrkja trú á réttarkerfinu. Þá séu fjölmiðlar helsta uppspretta frétta til almennings um störf dómstólanna. Jafnvægi skipti þó máli þegar bornir séu saman samfélagslegir hagsmunir af frjálsri upplýsingamiðlun annars vegar og mannréttindi sem felist í friðhelgi einkalífs hins vegar. Hún vísaði til nýlegra úrskurða þar sem persónulegar upplýsingar voru birtar í dómum, sem hefði verið brot á persónuverndarlögum. Í einu tilfelli var minnst á heimilisfang aðila að máli. Sá héraðsdómstóll fékk bágt fyrir hjá Persónuvernd. Hún velti fyrir sér, líkt og ríkissaksóknari, hvort hægt væri að koma í veg fyrir að ljóst væri hvar á landinu dómur féll. Það fari kannski eftir stigskiptingu mála. Vísaði hún til nýlegs dæmis þar sem héraðsfjölmiðill nafngreindi konu sem stolið hafði fyrir fimm þúsund krónur í búð og rifjuð upp fyrri brot hennar. Nafn hennar var birt í dómnum. „Þetta er lítill dómstóll út á landi. Hvernig má það vera að við þurfum þessar upplýsingar? Getur þessi manneskja um frjálst höfuð strokið? Ég spyr að því.“ Hún sagði ljóst að Norðurlandaþjóðirnar gætu lifað án þeirrar almennu reglu að dómar séu birtir. Samfélagið á Íslandi sé enn minna. Þurfi fólk upplýsingar um það hver stal fyrir 4990 krónur? Eða sé ekki bara betra að þjóð viti fólk neyðist til að fremja slík brot? Vert væri að velta fyrir sér af hverju Íslendingar gætu ekki lifað með góðum reifunum eins og aðrar þjóðir. Benedikt Bogason nefndi það að með því að slá orðið ölvunarakstur inn í leitina á vefsíðu Hæstaréttar gæti maður fundið nöfn þeirra sem hefðu hlotið þess lags dóm í réttinum. „Þar koma fram nöfn allra sem hafa verið sakfelldir og sakavottorð viðkomandi reifað ef það er ekki birt í heild sinni. Af hverjum stígum við ekki skrefið til fulls og birtum allar sakaskrárnar á netinu?“ sagði Benedikt í háðskum tón. „Það væri mjög gagnlegt. Ég er viss um að atvinnulífið myndi fagna því en ég er ekki viss um að margir myndu vilja lifa í því samfélagi.“Drögin í Samráðsgáttinni Var mál manna að þörf væri að hafa víðara samtal um breytingar á frumvarpinu þar sem fleiri aðilar kæmu að borðinu. Mætti nefna fulltrúa úr fræðasamfélagi lögmanna, þolendur kynferðisbrota og fulltrúa fjölmiðla svo eitthvað sé nefnt. Drögin að frumvarpinu eru í Samráðsgátt stjórnvalda við almenning þar sem lesa má nokkrar umsagnir um drögin. Niðurstöður verða birtar innan tíðar en vinnslu úr ábendingum og athugasemdum er lokið.
Dómsmál Lög og regla Persónuvernd Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira