Handbolti

Lokaskotið: Stjarnan getur enn ekki strítt toppliðunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
S2 Sport
Stjarnan getur ekki strítt toppliðunum í Olísdeild karla og Logi Geirsson vill spila undir blöndu af fimm þjálfurum deildarinnar.

Lokaskotið er liður í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport þar sem Tómas Þór Þórðarson fær sérfræðinga sína til þess að ræða málefni líðandi stundar. Hann varpaði fram spurningu í þætti vikunnar og spurði hvort Stjarnan geti farið að stríða toppliðunum.

„Ekki nema þeir fari að spila betri varnarleik. Það er ennþá mikil vinna hjá Rúnari að laga það. Ef hann lagar það, þá já því þeir eru með mikla hæfileika í sókninni,“ sagði Sebastian Alexandersson.

„Ég trúi því sem Rúnar sagði í byrjun, að þeir byrji þetta í október, nóvember. Þeir eru á þvílíku skriði núna og geta unnið öll lið,“ sagði Logi Geirsson.

Í deildinni er mikið af hágæða þjálfurum sem hafa þjálfað atvinnumannalið erlendis og landslið. Hvaða þjálfara myndu sérfræðingarnir vilja spila fyrir?

Logi Geirsson gat ekki valið einn, heldur vildi blöndu af nokkrum.

„Halldór Jóhann, skilja þetta hvernig allir fúnkera í hans skipulagi. Patti, það er eitthvað mjög spennandi við hann. Gunni Magg, þekkingin og ég er búin að vinna með honum í landsliðinu. Sverre, baráttan og hausinn á undan sér. Þó Akureyri myndi spila á móti Kiel, hann myndi reyna að vinna. Og svo er líka Snorri, ég hef spilað með honum.“

„Snorri sagði alltaf við mig í landsliðinu, farðu bara þarna og gerðu þetta. Ég væri til í að fá heilann á honum, hann stýrði mér bara eins og tölvuleik.“

Svar Sebastians var einfaldara. Patrekur Jóhannesson.

„Ég myndi blómstra undir hans stjórn, hann myndi leyfa villidýrinu að koma.“

Alla umræðuna má sjá hér að neðan þar sem þeir ræða meðal annars komu Mörthu Hermannsdóttur í íslenska landsliðið.



Klippa: Seinni bylgjan: Getur Stjarnan strítt toppliðunum?



Fleiri fréttir

Sjá meira


×