Einkaaðilar geti áfram birt dómasöfn á netinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. nóvember 2018 06:15 Ráðherra ræddi við dómara og lögmenn í upphafi fundar. Fréttablaðið/Eyþór Dómsmálaráðherra telur frumvarp um breytingar á því hvernig birtingu dóma er háttað ekki koma í veg fyrir að einkaaðilar geti haldið úti gagnagrunnum með dómasöfnum dómstólanna. Fyrirhugaðar reytingar taki eingöngu til ríkisvaldsins. Þetta kom fram í máli Sigríðar Á. Andersen á opnum fundi dómstólasýslunnar í gær um tilgang birtingar dóma á internetinu og fyrirhugaðar breytingar á reglum þar að lútandi. Á fundinum vísaði Sigríður til áhyggja fjölmiðla af því að frumvarpið mæli fyrir um þrengri aðgang manna að upplýsingum frá dómstólum og sagði ráðherra þær áhyggjur óþarfar. „Þetta lýtur bara að birtingu ríkisvaldsins á internetinu,“ sagði Sigríður og benti á að áfram verði opinn aðgangur að réttarhöldum og allir sem vilji muni áfram geta fengið endurrit sakadóma hjá dómstólum. Fjölmiðlar geti þannig óháð frumvarpinu fjallað um dóma og nafngreint þá sem þeir vilji. Þá geti menn einnig haldið úti skrám og gagnabönkum með dómum eins og áður. „Spurningin er hins vegar, finnst mér, hvort það er hlutverk ríkisvaldsins að halda þessa opinberu skrá á internetinu,“ sagði Sigríður. Vefsíðan fonsjuris.is er rekin af einkaaðilum og þar er haldið úti safni opinberra upplýsinga á sviði lögfræði. Hægt er að fá aðgang að vefnum gegn gjaldi en á honum eru birtir allir dómar Hæstaréttar frá upphafi, dómar annarra dómstóla sem birtir hafa verið auk úrskurða fjölda kærunefnda og ritrýndra fræðigreina á íslensku. Fonsjuris segir að fræðimenn og lögmenn fái aðgang fyrir 9.900 kr. á mánuði. „Ef fylgt er reglum um rétta birtingu dóma get ég ekki séð að það skipti máli hver birtir dómana en það þarf hins vegar að gera í samræmi við lög,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. „Við erum bara komin með persónuverndarlöggjöfina í fangið og burt séð frá skoðunum okkar þá má ekki birta hvað sem er, ekki í dómum frekar en annars staðar,“ segir Helga. Þau frumvarpsdrög sem voru til umræðu á fundinum gera meðal annars ráð fyrir því að hætt verði að nafngreina þá sem dæmdir eru fyrir refsiverða háttsemi og öll nöfn verði afmáð úr dómum í sakamálum. Hætt verði að birta héraðsdóma í kynferðisbrotamálum, málum er varða brot í nánu sambandi og mál um nálgunarbann. Verði dómum í málaflokkum þessum áfrýjað verði eingöngu birt reifun dóms þegar endanlegur dómur er genginn. Þá gera drögin ráð fyrir því að dómstólasýslunni verði heimilt að setja reglur til að takmarka myndatökur í dómhúsum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
Dómsmálaráðherra telur frumvarp um breytingar á því hvernig birtingu dóma er háttað ekki koma í veg fyrir að einkaaðilar geti haldið úti gagnagrunnum með dómasöfnum dómstólanna. Fyrirhugaðar reytingar taki eingöngu til ríkisvaldsins. Þetta kom fram í máli Sigríðar Á. Andersen á opnum fundi dómstólasýslunnar í gær um tilgang birtingar dóma á internetinu og fyrirhugaðar breytingar á reglum þar að lútandi. Á fundinum vísaði Sigríður til áhyggja fjölmiðla af því að frumvarpið mæli fyrir um þrengri aðgang manna að upplýsingum frá dómstólum og sagði ráðherra þær áhyggjur óþarfar. „Þetta lýtur bara að birtingu ríkisvaldsins á internetinu,“ sagði Sigríður og benti á að áfram verði opinn aðgangur að réttarhöldum og allir sem vilji muni áfram geta fengið endurrit sakadóma hjá dómstólum. Fjölmiðlar geti þannig óháð frumvarpinu fjallað um dóma og nafngreint þá sem þeir vilji. Þá geti menn einnig haldið úti skrám og gagnabönkum með dómum eins og áður. „Spurningin er hins vegar, finnst mér, hvort það er hlutverk ríkisvaldsins að halda þessa opinberu skrá á internetinu,“ sagði Sigríður. Vefsíðan fonsjuris.is er rekin af einkaaðilum og þar er haldið úti safni opinberra upplýsinga á sviði lögfræði. Hægt er að fá aðgang að vefnum gegn gjaldi en á honum eru birtir allir dómar Hæstaréttar frá upphafi, dómar annarra dómstóla sem birtir hafa verið auk úrskurða fjölda kærunefnda og ritrýndra fræðigreina á íslensku. Fonsjuris segir að fræðimenn og lögmenn fái aðgang fyrir 9.900 kr. á mánuði. „Ef fylgt er reglum um rétta birtingu dóma get ég ekki séð að það skipti máli hver birtir dómana en það þarf hins vegar að gera í samræmi við lög,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. „Við erum bara komin með persónuverndarlöggjöfina í fangið og burt séð frá skoðunum okkar þá má ekki birta hvað sem er, ekki í dómum frekar en annars staðar,“ segir Helga. Þau frumvarpsdrög sem voru til umræðu á fundinum gera meðal annars ráð fyrir því að hætt verði að nafngreina þá sem dæmdir eru fyrir refsiverða háttsemi og öll nöfn verði afmáð úr dómum í sakamálum. Hætt verði að birta héraðsdóma í kynferðisbrotamálum, málum er varða brot í nánu sambandi og mál um nálgunarbann. Verði dómum í málaflokkum þessum áfrýjað verði eingöngu birt reifun dóms þegar endanlegur dómur er genginn. Þá gera drögin ráð fyrir því að dómstólasýslunni verði heimilt að setja reglur til að takmarka myndatökur í dómhúsum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira