Banksy persónuleg gjöf og endaði heima í stofu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 10. nóvember 2018 07:00 Banksy vakti ávallt athygli gesta á skrifstofu Jóns Gnarr. Fréttablaðið/GVA „Þetta var bara til mín, þannig var það skilgreint, að þetta var persónulega ætlað mér,“ segir Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, um gjöf sem hann fékk frá götulistamanninum heimsþekkta Banksy, þegar hann var borgarstjóri. Myndin prýddi borgarstjóraskrifstofu Jóns, að kröfu listamannsins, frá því að hann fékk hana og þar til hann lét af embætti. Nýverið birti Jón Gnarr mynd af sér á Twitter þar sem sjá mátti að myndin, sem telja má einstaka, prýðir nú vegg á heimili hans. Í viðtali við Jón frá árinu 2012 við vefinn The Rumpus berst verkið á skrifstofu hans í tal. Þar upplýsir Jón að hann hafi sent Banksy skilaboð og óskað eftir mynd. Hann hafi fengið jákvætt svar frá talskonu listamannsins, gegn því skilyrði að hún myndi hanga á vegg borgarstjóraskrifstofunnar. Banksy virðist því hafa verið upplýstur um að þarna hafi borgarstjóri Reykjavíkur verið að óska eftir mynd, en strangar reglur gilda um gjafir sem kjörnir fulltrúar mega þiggja. Kveðið er á um það í siðareglum kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar. Aðspurður kveðst Jón hins vegar ekki hafa óskað eftir myndinni í krafti borgarstjóraembættisins.Banksy í stofunni. Twitter/Jón Gnarr„Nei, það var ekkert. Ég hafði samband við hann og óskaði eftir að fá verk frá honum og eftirlét honum með hvaða hætti eða hvernig verk það væri. Þannig að hann vildi bara gefa mér þetta verk. Hann gerir það voða sjaldan. Hann gefur yfirleitt ekki verk,“ segir Jón. Hann segir að þegar upp var staðið, hafi enginn vafi leikið á því að verkið tilheyrði honum en ekki embættinu. „Það var enginn í neinum vafa um að þetta var eitthvað sem tilheyrði mér og hafði ekkert með það að gera að ég væri borgarstjóri. Það er voða mikið prótókol á því hvað þú mátt þiggja af gjöfum, en sem einstaklingur máttu alveg fá gjafiir. Það var aldrei skilningur neins að þetta væri einhverjum vafa undirorpið. Hefði ég haldið að það væri einhver minnsti vafi á því hefði ég aldrei þegið það.“ Miðað við stærð verksins og sérstöðu má áætla að það sé hæglega milljónavirði sé miðað við sölu- og uppboðsverð á eftirprentunum víða á netinu. Jón kveðst þó aldrei hafa látið meta það. Banksy og Jón Gnarr Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
„Þetta var bara til mín, þannig var það skilgreint, að þetta var persónulega ætlað mér,“ segir Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, um gjöf sem hann fékk frá götulistamanninum heimsþekkta Banksy, þegar hann var borgarstjóri. Myndin prýddi borgarstjóraskrifstofu Jóns, að kröfu listamannsins, frá því að hann fékk hana og þar til hann lét af embætti. Nýverið birti Jón Gnarr mynd af sér á Twitter þar sem sjá mátti að myndin, sem telja má einstaka, prýðir nú vegg á heimili hans. Í viðtali við Jón frá árinu 2012 við vefinn The Rumpus berst verkið á skrifstofu hans í tal. Þar upplýsir Jón að hann hafi sent Banksy skilaboð og óskað eftir mynd. Hann hafi fengið jákvætt svar frá talskonu listamannsins, gegn því skilyrði að hún myndi hanga á vegg borgarstjóraskrifstofunnar. Banksy virðist því hafa verið upplýstur um að þarna hafi borgarstjóri Reykjavíkur verið að óska eftir mynd, en strangar reglur gilda um gjafir sem kjörnir fulltrúar mega þiggja. Kveðið er á um það í siðareglum kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar. Aðspurður kveðst Jón hins vegar ekki hafa óskað eftir myndinni í krafti borgarstjóraembættisins.Banksy í stofunni. Twitter/Jón Gnarr„Nei, það var ekkert. Ég hafði samband við hann og óskaði eftir að fá verk frá honum og eftirlét honum með hvaða hætti eða hvernig verk það væri. Þannig að hann vildi bara gefa mér þetta verk. Hann gerir það voða sjaldan. Hann gefur yfirleitt ekki verk,“ segir Jón. Hann segir að þegar upp var staðið, hafi enginn vafi leikið á því að verkið tilheyrði honum en ekki embættinu. „Það var enginn í neinum vafa um að þetta var eitthvað sem tilheyrði mér og hafði ekkert með það að gera að ég væri borgarstjóri. Það er voða mikið prótókol á því hvað þú mátt þiggja af gjöfum, en sem einstaklingur máttu alveg fá gjafiir. Það var aldrei skilningur neins að þetta væri einhverjum vafa undirorpið. Hefði ég haldið að það væri einhver minnsti vafi á því hefði ég aldrei þegið það.“ Miðað við stærð verksins og sérstöðu má áætla að það sé hæglega milljónavirði sé miðað við sölu- og uppboðsverð á eftirprentunum víða á netinu. Jón kveðst þó aldrei hafa látið meta það.
Banksy og Jón Gnarr Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira