Mæðgur, hundur og tauköttur hjálpast að við að hlaða vegg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2018 20:00 Það eru eflaust ekki margar mæðgur sem vinna við það hér á landi að hlaða veggi en í Mývatnssveit hafa þó einar slíkar unnið undanfarna mánuði við að koma upp handhlöðnum veggjum upp við hótel við Mývatn.Mæðgurnar Kristín Auður Kelddal Elíasdóttir og Heiðrún Arna hafa unnið við veggina með hléum frá því í sumar, við Icelandair-hótelið við Mývatn, en núna um helgina er útlit fyrir að verkið klárist. Auk mæðgnanna hjálpar hundur þeirra til við verkið og tauköttur fylgir þeim hvert fótmál.Grjótið sem notað er í veggina er hraungrýti sem kom upp úr jarðvinnu í Aðaldal, en það var ekki hlaupið að því að finna rétt grjót í veggina. „Á eftir vélinni sem var að fleyga þá kom jarðýta og ruddi grjótinu aftur ofan í skurðinn og síðan þurftum við að koma með járnkarla og kúbein til að ná því upp,“ segir Krístin Auður.Að undanskildu því að flytja grjótið á staðinn koma engar vélar að vinnunni og er um mikla nákvæmnisvinnu að ræða. Finna þarf réttan stein á hvern stað og höggva hann til svo hann passi. Kristín hefur hlaðið veggi í ellefu ár og kemur reynslan því að góðum notum.„Það er svolítið erfitt en það er hvað þú þjálfar þig í að muna formið, þegar þú gengur að veggnum, muma hvernig næsta rými er sem þú ætlar að finna steininn í. Það bara kemur með tímanum,“ segir Kristín AuðurAthygli vekur að dóttir Kristínar er samstarfskona hennar og segist hún efast um að hlaðnir hafi verið samskonar veggir hér á landi þar sem konur sjái alfarið um hleðsluna. „Ég veit ekki um aðrar mæðgur sem eru að hlaða veggi,“ segir Kristín Auður.En hvernig er að vinna með móður sinni?„Hún leiðbeinir vel. Hún er nákvæm og segir manni rosa vel til og maður vill, sérstaklega að því að þetta er móðir mín, þá vill maður að þetta sé vel gert,“ segir Heiðrún Arna.Og Kristínu finnst ekki síðra að vinna með dóttur sinniÞað er bara gaman, ég á fjögur börn og ég vildi að ég fengi verk þar sem ég hefði þau öll með mér. Skútustaðahreppur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Það eru eflaust ekki margar mæðgur sem vinna við það hér á landi að hlaða veggi en í Mývatnssveit hafa þó einar slíkar unnið undanfarna mánuði við að koma upp handhlöðnum veggjum upp við hótel við Mývatn.Mæðgurnar Kristín Auður Kelddal Elíasdóttir og Heiðrún Arna hafa unnið við veggina með hléum frá því í sumar, við Icelandair-hótelið við Mývatn, en núna um helgina er útlit fyrir að verkið klárist. Auk mæðgnanna hjálpar hundur þeirra til við verkið og tauköttur fylgir þeim hvert fótmál.Grjótið sem notað er í veggina er hraungrýti sem kom upp úr jarðvinnu í Aðaldal, en það var ekki hlaupið að því að finna rétt grjót í veggina. „Á eftir vélinni sem var að fleyga þá kom jarðýta og ruddi grjótinu aftur ofan í skurðinn og síðan þurftum við að koma með járnkarla og kúbein til að ná því upp,“ segir Krístin Auður.Að undanskildu því að flytja grjótið á staðinn koma engar vélar að vinnunni og er um mikla nákvæmnisvinnu að ræða. Finna þarf réttan stein á hvern stað og höggva hann til svo hann passi. Kristín hefur hlaðið veggi í ellefu ár og kemur reynslan því að góðum notum.„Það er svolítið erfitt en það er hvað þú þjálfar þig í að muna formið, þegar þú gengur að veggnum, muma hvernig næsta rými er sem þú ætlar að finna steininn í. Það bara kemur með tímanum,“ segir Kristín AuðurAthygli vekur að dóttir Kristínar er samstarfskona hennar og segist hún efast um að hlaðnir hafi verið samskonar veggir hér á landi þar sem konur sjái alfarið um hleðsluna. „Ég veit ekki um aðrar mæðgur sem eru að hlaða veggi,“ segir Kristín Auður.En hvernig er að vinna með móður sinni?„Hún leiðbeinir vel. Hún er nákvæm og segir manni rosa vel til og maður vill, sérstaklega að því að þetta er móðir mín, þá vill maður að þetta sé vel gert,“ segir Heiðrún Arna.Og Kristínu finnst ekki síðra að vinna með dóttur sinniÞað er bara gaman, ég á fjögur börn og ég vildi að ég fengi verk þar sem ég hefði þau öll með mér.
Skútustaðahreppur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent