Skálmeldingar spila á hátíð með Slayer Benedikt Bóas skrifar 12. nóvember 2018 09:00 Skálmeldingar eru komnir í örlítið jólafrí en taka upp þráðinn á nýju ári. Þeir eru nýbúnir að gefa út plötuna Sorgir. Skálmöld mun leggja land undir fót næsta sumar og spila á þungarokkshátíðinni Graspop ásamt fjölda annarra sveita. Nýverið kom út kynningarplakat fyrir hátíðina og eru Skálmeldingar í góðum félagsskap. Standa þar ásamt Slash, Slayer, Lamb of God, Anthrax, Cradle of Filth og Death Angel. Þungarokkarar landsins ættu að kannast við flest þessi bönd sem selt hafa tugmilljónir platna og unnið til fjölda verðlauna. Snæbjörn Ragnarsson segir að hann hafi verið að skoða þessa hátíð enda mörg stór nöfn á henni. „Ég var að skrolla niður Facebook og sá þetta plakat. Hugsaði með mér: „Djöfull eru mörg góð bönd á þessu festivali.“Kerry King í hinni mögnuðu sveit Slayer í New York. nordicphotos/gettySvo renndi ég niður listann og þetta varð bara betra og betra. Svo rak ég augun í síðasta bandið. Ég var búinn að steingleyma að við værum bókaðir þarna. Súrrealískt,“ segir hann og hlær. Slayer og Anthrax eru tvö af þeim stóru fjórum í þrassmetalsenunni ásamt Megadeth og kóngunum í Metallica. Slayer var stofnuð í Huntington Park í Kaliforníu af þeim Kerry King, Tom Araya, Jeff Hanneman og Dave Lombardo árið 1981. Fimm árum síðar slógu þeir í gegn með plötunni Reign in Blood. Síðan hefur nánast hvert meistaraverkið runnið undan rokkrifjum þeirra. Þeir gáfu síðast út plötuna Repentless árið 2015.Joey Belladonna og Scott Ian í Anthrax þenja sig í Las Vegas. nordicphotos/gettyFjórar plötur af 12 hafa komist í gull og hefur bandið hlotið tvenn Grammy-verðlaun en fimm sinnum verið tilnefnt. Slayer tilkynnti í janúar að heimstúrinn á næsta ári verði síðasti tónleikaferðalag bandsins. Sveitin Anthrax var einnig stofnuð á því herrans ári 1981 og hefur gefið út 11 plötur, sú síðasta rann í búðarhillur árið 2016. Þeir hafa gert fjölmargar tónlistarlegar tilraunir og leikið sér meðal annars með húmor en alltaf er stutt í þrassið.Scott Ian í Anthrax hendir í hornin góðu.„Meirihlutinn á þessari hátíð eru bönd sem ég hef hlustað á í gegnum tíðina,“ segir Snæbjörn og bendir á að Skálmöld hafi oft spilað á hátíðum með mörgum af þessum böndum. „Þetta er bara eitt af þessum giggum þar sem milljón bönd koma saman,“ segir hann hæverskur. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira
Skálmöld mun leggja land undir fót næsta sumar og spila á þungarokkshátíðinni Graspop ásamt fjölda annarra sveita. Nýverið kom út kynningarplakat fyrir hátíðina og eru Skálmeldingar í góðum félagsskap. Standa þar ásamt Slash, Slayer, Lamb of God, Anthrax, Cradle of Filth og Death Angel. Þungarokkarar landsins ættu að kannast við flest þessi bönd sem selt hafa tugmilljónir platna og unnið til fjölda verðlauna. Snæbjörn Ragnarsson segir að hann hafi verið að skoða þessa hátíð enda mörg stór nöfn á henni. „Ég var að skrolla niður Facebook og sá þetta plakat. Hugsaði með mér: „Djöfull eru mörg góð bönd á þessu festivali.“Kerry King í hinni mögnuðu sveit Slayer í New York. nordicphotos/gettySvo renndi ég niður listann og þetta varð bara betra og betra. Svo rak ég augun í síðasta bandið. Ég var búinn að steingleyma að við værum bókaðir þarna. Súrrealískt,“ segir hann og hlær. Slayer og Anthrax eru tvö af þeim stóru fjórum í þrassmetalsenunni ásamt Megadeth og kóngunum í Metallica. Slayer var stofnuð í Huntington Park í Kaliforníu af þeim Kerry King, Tom Araya, Jeff Hanneman og Dave Lombardo árið 1981. Fimm árum síðar slógu þeir í gegn með plötunni Reign in Blood. Síðan hefur nánast hvert meistaraverkið runnið undan rokkrifjum þeirra. Þeir gáfu síðast út plötuna Repentless árið 2015.Joey Belladonna og Scott Ian í Anthrax þenja sig í Las Vegas. nordicphotos/gettyFjórar plötur af 12 hafa komist í gull og hefur bandið hlotið tvenn Grammy-verðlaun en fimm sinnum verið tilnefnt. Slayer tilkynnti í janúar að heimstúrinn á næsta ári verði síðasti tónleikaferðalag bandsins. Sveitin Anthrax var einnig stofnuð á því herrans ári 1981 og hefur gefið út 11 plötur, sú síðasta rann í búðarhillur árið 2016. Þeir hafa gert fjölmargar tónlistarlegar tilraunir og leikið sér meðal annars með húmor en alltaf er stutt í þrassið.Scott Ian í Anthrax hendir í hornin góðu.„Meirihlutinn á þessari hátíð eru bönd sem ég hef hlustað á í gegnum tíðina,“ segir Snæbjörn og bendir á að Skálmöld hafi oft spilað á hátíðum með mörgum af þessum böndum. „Þetta er bara eitt af þessum giggum þar sem milljón bönd koma saman,“ segir hann hæverskur.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira