Reykvíkingar tóku varla eftir lokum stríðsins Sighvatur Arnmundsson skrifar 12. nóvember 2018 09:00 Parísarbúar fagna lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar 11. nóvember 1918 en styrjöldin stóð í rúm fjögur ár. NORDICPHOTOS/GETTY „Ég hef nú orðað það þannig að Reykvíkingar alla vega hafi varla tekið eftir því að stríðið var búið. Það var allt lamað hérna út af spænsku veikinni og engin blöð komu út. Niðurstaðan varð sú að blöðin í Reykjavík splæstu í sameiginlegan fregnmiða,“ segir Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur um það hvernig Íslendingar fréttu af lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Eins og fyrr segir var prentaður sérstakur fregnmiði mánudaginn 11. nóvember 1918 þar sem sagt var frá því að vopnahlé væri komið á og uppreisn væri hafin í Þýskalandi. „Seinni stríðsárin, alveg frá 1916, voru mjög erfiður tími á Íslandi. Fólk kveið því að þessu myndi ekkert linna strax. Það var kolaskortur og myrkur á götum í Reykjavík á kvöldin því menn höfðu ekki efni á lýsingu,“ segir Gunnar Þór.Gunnar Þór Bjarnason.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNHann bendir líka á að fyrri heimsstyrjöldin hafi haft mikil áhrif á fullveldi Íslands sem fékkst 1. desember sama ár. Stríðið hafi fært Ísland fjær Danmörku. „Íslendingar þurftu svolítið að standa á eigin fótum og semja um viðskipti við Breta. Landsstjórnin keypti og leigði skip og það voru siglingar til Ameríku sem höfðu ekki verið áður. Þetta var mikið tímamótaár fyrir Íslendinga. Stríðið hafði miklu meiri áhrif hér en menn hafa kannski gert sér grein fyrir því það er alltaf verið að bera það saman við seinni heimsstyrjöldina sem hafði auðvitað svo gríðarleg áhrif.“ Gunnar Þór segir að fyrri heimsstyrjöldin hafi í raun gefið tóninn fyrir alla 20. öldina. „Þetta eru auðvitað tímamót í Evrópu því það verða svo mikil umskipti og uppstokkun. Það hverfur þarna úr sögunni hvert heimsveldið á fætur öðru. Tyrkjaveldi og Austurríki-Ungverjaland hverfa og Rússar eru úr leik í bili. Stríðið gekk líka mjög nærri Bretlandi og Frakklandi þótt þau teldust til sigurvegara. Bandaríkin standa því uppi sem öflugasta veldið þótt þau séu ekki í sömu yfirburðastöðu og síðar varð.“ Emmanuel Macron og Angela Merkel heilsast í París í gær.NORDICPHOTOS/GETTYMacron varaði við þjóðernishyggju Emmanuel Macron Frakklandsforseti hvatti þjóðarleiðtoga til þess að minnast loka fyrri heimsstyrjaldarinnar með því að hafna þjóðernishyggju. Þetta sagði hann í ávarpi í París í gær þar sem þess var minnst að ein öld er liðin frá lokum styrjaldarinnar. Um sjötíu þjóðarleiðtogar gengu að minnismerki óþekkta hermannsins undir Sigurboganum þar sem Macron flutti ávarp sitt. Hann sagði það frábært að hafa leiðtogana á þessum stað til að minnast loka styrjaldarinnar en velti því fyrir sér hvernig ljósmyndanna af viðburðinum yrði minnst í framtíðinni. Hvort þær yrðu tákn um frið eða síðasta augnablik samstöðu áður en ringulreið tæki yfir í heiminum. Það væri undir þeim sjálfum komið. Friðarráðstefna var svo haldin í París síðdegis í gær þar sem auk Macron tóku þátt leiðtogar á borð við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, Vladímír Pútín, forseta Rússlands, og Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Donald Trump Bandaríkjaforseti tók hins vegar ekki þátt í ráðstefnunni heldur hélt til Bandaríkjanna að lokinni minningarathöfninni. Trump var gagnrýndur fyrir að hafa á laugardaginn hætt við að heimsækja kirkjugarð fyrir utan París þar sem bandarískir hermenn sem féllu í styrjöldinni hvíla. Ástæðan sem gefin var fyrir því var slæmt veður en ekki var hægt að fljúga þyrlunni sem átti að flytja Trump. Þess í stað heimsótti hann annan kirkjugarð í gær. sighvatur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Alvöruþrungin athöfn í París Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók í gær þátt í athöfn í París þar sem þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 12. nóvember 2018 08:00 Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00 100 ár frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar Víða um heim er þess minnst í dag að 100 ár eru frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar sem lauk formlega þann 11. nóvember árið 191 11. nóvember 2018 08:55 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
„Ég hef nú orðað það þannig að Reykvíkingar alla vega hafi varla tekið eftir því að stríðið var búið. Það var allt lamað hérna út af spænsku veikinni og engin blöð komu út. Niðurstaðan varð sú að blöðin í Reykjavík splæstu í sameiginlegan fregnmiða,“ segir Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur um það hvernig Íslendingar fréttu af lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Eins og fyrr segir var prentaður sérstakur fregnmiði mánudaginn 11. nóvember 1918 þar sem sagt var frá því að vopnahlé væri komið á og uppreisn væri hafin í Þýskalandi. „Seinni stríðsárin, alveg frá 1916, voru mjög erfiður tími á Íslandi. Fólk kveið því að þessu myndi ekkert linna strax. Það var kolaskortur og myrkur á götum í Reykjavík á kvöldin því menn höfðu ekki efni á lýsingu,“ segir Gunnar Þór.Gunnar Þór Bjarnason.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNHann bendir líka á að fyrri heimsstyrjöldin hafi haft mikil áhrif á fullveldi Íslands sem fékkst 1. desember sama ár. Stríðið hafi fært Ísland fjær Danmörku. „Íslendingar þurftu svolítið að standa á eigin fótum og semja um viðskipti við Breta. Landsstjórnin keypti og leigði skip og það voru siglingar til Ameríku sem höfðu ekki verið áður. Þetta var mikið tímamótaár fyrir Íslendinga. Stríðið hafði miklu meiri áhrif hér en menn hafa kannski gert sér grein fyrir því það er alltaf verið að bera það saman við seinni heimsstyrjöldina sem hafði auðvitað svo gríðarleg áhrif.“ Gunnar Þór segir að fyrri heimsstyrjöldin hafi í raun gefið tóninn fyrir alla 20. öldina. „Þetta eru auðvitað tímamót í Evrópu því það verða svo mikil umskipti og uppstokkun. Það hverfur þarna úr sögunni hvert heimsveldið á fætur öðru. Tyrkjaveldi og Austurríki-Ungverjaland hverfa og Rússar eru úr leik í bili. Stríðið gekk líka mjög nærri Bretlandi og Frakklandi þótt þau teldust til sigurvegara. Bandaríkin standa því uppi sem öflugasta veldið þótt þau séu ekki í sömu yfirburðastöðu og síðar varð.“ Emmanuel Macron og Angela Merkel heilsast í París í gær.NORDICPHOTOS/GETTYMacron varaði við þjóðernishyggju Emmanuel Macron Frakklandsforseti hvatti þjóðarleiðtoga til þess að minnast loka fyrri heimsstyrjaldarinnar með því að hafna þjóðernishyggju. Þetta sagði hann í ávarpi í París í gær þar sem þess var minnst að ein öld er liðin frá lokum styrjaldarinnar. Um sjötíu þjóðarleiðtogar gengu að minnismerki óþekkta hermannsins undir Sigurboganum þar sem Macron flutti ávarp sitt. Hann sagði það frábært að hafa leiðtogana á þessum stað til að minnast loka styrjaldarinnar en velti því fyrir sér hvernig ljósmyndanna af viðburðinum yrði minnst í framtíðinni. Hvort þær yrðu tákn um frið eða síðasta augnablik samstöðu áður en ringulreið tæki yfir í heiminum. Það væri undir þeim sjálfum komið. Friðarráðstefna var svo haldin í París síðdegis í gær þar sem auk Macron tóku þátt leiðtogar á borð við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, Vladímír Pútín, forseta Rússlands, og Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Donald Trump Bandaríkjaforseti tók hins vegar ekki þátt í ráðstefnunni heldur hélt til Bandaríkjanna að lokinni minningarathöfninni. Trump var gagnrýndur fyrir að hafa á laugardaginn hætt við að heimsækja kirkjugarð fyrir utan París þar sem bandarískir hermenn sem féllu í styrjöldinni hvíla. Ástæðan sem gefin var fyrir því var slæmt veður en ekki var hægt að fljúga þyrlunni sem átti að flytja Trump. Þess í stað heimsótti hann annan kirkjugarð í gær. sighvatur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Alvöruþrungin athöfn í París Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók í gær þátt í athöfn í París þar sem þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 12. nóvember 2018 08:00 Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00 100 ár frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar Víða um heim er þess minnst í dag að 100 ár eru frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar sem lauk formlega þann 11. nóvember árið 191 11. nóvember 2018 08:55 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Alvöruþrungin athöfn í París Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók í gær þátt í athöfn í París þar sem þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 12. nóvember 2018 08:00
Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00
100 ár frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar Víða um heim er þess minnst í dag að 100 ár eru frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar sem lauk formlega þann 11. nóvember árið 191 11. nóvember 2018 08:55
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?