Draumur Íslendings í Paradís lifir enn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2018 23:00 Old Barn Kitchen stendur enn. Greina má eld í bakgrunni á myndinni. Anton og fjölskylda krossleggja fingur að staðurinn verði eldinum ekki að bráð en telja má ótrúlegt að húsið standi enn miðað við eyðilegginguna í allra næsta nágrenni. Anton Axelsson, Íslendingur sem rekur veitingastað í Paradís í Kaliforníu þar sem gríðarlegir skógareldar geysa, segist aldrei hafa séð annað eins. Hann haldi í vonina að draumur hans verði ekki að engu. Um er að ræða veitingastað sem fjölskyldan hefur rekið undanfarna tvo mánuði en vinna við veitingastaðinn hófst í sumar. Algjörlega sé óvíst er hvort hann verði eldinum að bráð eða ekki. Hundruð þúsund manna hafa flúið heimili sín vegna eldsins og á þriðja tug farist. Anton hefur búið vestan hafs stóran hluta ævi sinnar en flutti ásamt konu og sex börnum til Paradísar í sumar. Bærinn er staðsettur í fjöllum um 300 kílómetra fyrir norðan San Francisco. „Þetta eru hræðilegar aðstæður,“ segir Anton sem býr í bænum Chico sem er í um fimmtán mínútna akstursfjarlægð frá Paradís.Slökkviliðsmaðurinn F. Brian Andrews ók um götur Paradísar í gær. Hann ók meðal annars fram hjá Old Barn Kitchen, veitingastað Antons, sem enn hefur ekki orðið eldi að bráð. Það kom honum í opna skjöldu eins og heyra má og sjá á myndbandinu að neðan.Mikil óvissaAnton lýsir því hve hratt eldurinn hafi breiðst út í liðinni viku. Hann hafi verið í vinnunni, séð reykjarmökk í fjarska en skömmu síðar hafi eldurinn verið kominn í bæinn. Allt í einu falli eldur og aska til jarðar. Hann hafi lokað veitingastaðnum í snatri og ekið sem leið lá út úr bænum. Hvert sem litið var hafi sést eldur.Anton segir aðstæður í Paradise með versta móti. „Það er búið að rýma um helminginn af bænum og það má ekki fara inn í þann hluta. Ef vindáttin breytist þá er allt í hættu,“ segir Anton. Vindur hafi minnkað en svo bætt aftur í í dag. Herinn sé væntanlegur en fólki sé eindregið ráðlagt frá því að fara þangað. „Maður veit ekki hvað á eftir að gerast!“ Fjórtán hafa fundist látnir í bænum og er talið að þeir hafi látist er þeir reyndu að flýja undan eldhafinu. Myndir af samfélagsmiðlum hafa sýnt þá skelfingu sem var í bænum þegar fólk reyndi að koma sér undan. Ellefu aðrir fundist látnir annars staðar þar sem kjarreldarnir geysa bæði í norður- og suðurhluta ríkisins. Meira en 7000 byggingar eru ónýtar og fleiri en 250.000 hafa þurft að flýja heimili sín. Myndband frá aðstæðum á fimmtudaginn. Sjö ára sonur vaknaði grátandi af hræðslu Aska og reykur umlykja Chico að sögn Antons. Þar hafi fjölmörgum veitingastöðum og kaffihúsum verið lokað. Matur sé einfaldlega að klárast og kaffi sömuleiðis. Fólk flýi ofan úr Paradís og niður til Chico þar sem margir hafist við í tjöldum, tjaldvögnum og húsbýlum. Bærinn sé stútfullur af fólki sem hafi flúið heimili sín. Alla jafna búa um 100 þúsund manns í Chico. Anton er viðbúinn því að þurfa að flýja Chico enda geti brugðist til beggja vona. Hann ætlar að aka með þrjú börn sín til foreldra sinna í dag en þau búa nálægt San Francisco. „Þau taka þessu bara eins vel og hægt er,“ segir Anton. Þau reyni að hlífa þeim við eigin tilfinningum og dramatíkinni á meðan þau óttast að lifibrauð þeirra, veitingastaðurinn verði aska ein áður en yfir líkur. „Sjö ára sonur minn vaknaði í nótt grátandi af hræðslu,“ segir Anton.Anton Axelsson fyrir miðju ásamt konu sinni Chrystal Axelsson.Lærði mikið af föður sínum Antoni er ekki kunnugt um fleiri Íslendinga svo nærri eldinum. Hann hefur verið þar síðan í júlí þegar fjölskyldan tók við rekstri Old Kitchen Barn í Paradís. Anton rekur staðinn en hann segist hafa lært mikið af föður sínum, Ara Garðari Georgssyni. Hann hefur rekið veitingahús í Kaliforníu um árabil við góðan orðstír en á sínum tíma var hann með sjónvarpsþætti um matreiðslu á Stöð 2. Old Barn Kitchen er morgun- og hádegisverðarstaður líkur þeim sem Ari Garðar hefur rekið ytra. Anton segir að fjölskyldan haldi í vonina um að veitingastaðurinn lifi af. Þau hafi talið það ómögulegt en fengu mynd senda í dag af staðnum þar sem hann var enn uppistandandi. Brugðið geti þó til beggja vona. Þá hefur Chrystal eiginkona Antons hafið fjáröflun til styrktar þeim sem misstu heimili sín í eldinum. Bandaríkin Tengdar fréttir „Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00 Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Vegur á milli húsahverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. 11. nóvember 2018 18:30 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Anton Axelsson, Íslendingur sem rekur veitingastað í Paradís í Kaliforníu þar sem gríðarlegir skógareldar geysa, segist aldrei hafa séð annað eins. Hann haldi í vonina að draumur hans verði ekki að engu. Um er að ræða veitingastað sem fjölskyldan hefur rekið undanfarna tvo mánuði en vinna við veitingastaðinn hófst í sumar. Algjörlega sé óvíst er hvort hann verði eldinum að bráð eða ekki. Hundruð þúsund manna hafa flúið heimili sín vegna eldsins og á þriðja tug farist. Anton hefur búið vestan hafs stóran hluta ævi sinnar en flutti ásamt konu og sex börnum til Paradísar í sumar. Bærinn er staðsettur í fjöllum um 300 kílómetra fyrir norðan San Francisco. „Þetta eru hræðilegar aðstæður,“ segir Anton sem býr í bænum Chico sem er í um fimmtán mínútna akstursfjarlægð frá Paradís.Slökkviliðsmaðurinn F. Brian Andrews ók um götur Paradísar í gær. Hann ók meðal annars fram hjá Old Barn Kitchen, veitingastað Antons, sem enn hefur ekki orðið eldi að bráð. Það kom honum í opna skjöldu eins og heyra má og sjá á myndbandinu að neðan.Mikil óvissaAnton lýsir því hve hratt eldurinn hafi breiðst út í liðinni viku. Hann hafi verið í vinnunni, séð reykjarmökk í fjarska en skömmu síðar hafi eldurinn verið kominn í bæinn. Allt í einu falli eldur og aska til jarðar. Hann hafi lokað veitingastaðnum í snatri og ekið sem leið lá út úr bænum. Hvert sem litið var hafi sést eldur.Anton segir aðstæður í Paradise með versta móti. „Það er búið að rýma um helminginn af bænum og það má ekki fara inn í þann hluta. Ef vindáttin breytist þá er allt í hættu,“ segir Anton. Vindur hafi minnkað en svo bætt aftur í í dag. Herinn sé væntanlegur en fólki sé eindregið ráðlagt frá því að fara þangað. „Maður veit ekki hvað á eftir að gerast!“ Fjórtán hafa fundist látnir í bænum og er talið að þeir hafi látist er þeir reyndu að flýja undan eldhafinu. Myndir af samfélagsmiðlum hafa sýnt þá skelfingu sem var í bænum þegar fólk reyndi að koma sér undan. Ellefu aðrir fundist látnir annars staðar þar sem kjarreldarnir geysa bæði í norður- og suðurhluta ríkisins. Meira en 7000 byggingar eru ónýtar og fleiri en 250.000 hafa þurft að flýja heimili sín. Myndband frá aðstæðum á fimmtudaginn. Sjö ára sonur vaknaði grátandi af hræðslu Aska og reykur umlykja Chico að sögn Antons. Þar hafi fjölmörgum veitingastöðum og kaffihúsum verið lokað. Matur sé einfaldlega að klárast og kaffi sömuleiðis. Fólk flýi ofan úr Paradís og niður til Chico þar sem margir hafist við í tjöldum, tjaldvögnum og húsbýlum. Bærinn sé stútfullur af fólki sem hafi flúið heimili sín. Alla jafna búa um 100 þúsund manns í Chico. Anton er viðbúinn því að þurfa að flýja Chico enda geti brugðist til beggja vona. Hann ætlar að aka með þrjú börn sín til foreldra sinna í dag en þau búa nálægt San Francisco. „Þau taka þessu bara eins vel og hægt er,“ segir Anton. Þau reyni að hlífa þeim við eigin tilfinningum og dramatíkinni á meðan þau óttast að lifibrauð þeirra, veitingastaðurinn verði aska ein áður en yfir líkur. „Sjö ára sonur minn vaknaði í nótt grátandi af hræðslu,“ segir Anton.Anton Axelsson fyrir miðju ásamt konu sinni Chrystal Axelsson.Lærði mikið af föður sínum Antoni er ekki kunnugt um fleiri Íslendinga svo nærri eldinum. Hann hefur verið þar síðan í júlí þegar fjölskyldan tók við rekstri Old Kitchen Barn í Paradís. Anton rekur staðinn en hann segist hafa lært mikið af föður sínum, Ara Garðari Georgssyni. Hann hefur rekið veitingahús í Kaliforníu um árabil við góðan orðstír en á sínum tíma var hann með sjónvarpsþætti um matreiðslu á Stöð 2. Old Barn Kitchen er morgun- og hádegisverðarstaður líkur þeim sem Ari Garðar hefur rekið ytra. Anton segir að fjölskyldan haldi í vonina um að veitingastaðurinn lifi af. Þau hafi talið það ómögulegt en fengu mynd senda í dag af staðnum þar sem hann var enn uppistandandi. Brugðið geti þó til beggja vona. Þá hefur Chrystal eiginkona Antons hafið fjáröflun til styrktar þeim sem misstu heimili sín í eldinum.
Bandaríkin Tengdar fréttir „Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00 Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Vegur á milli húsahverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. 11. nóvember 2018 18:30 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
„Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00
Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Vegur á milli húsahverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. 11. nóvember 2018 18:30
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent