Litarmengunin var frá Málningu hf. á Dalvegi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. nóvember 2018 08:00 Farmur gekk til í flutningabíll á lóð Málningar hf. á Dalvegi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Heilbrigðisfulltrúi fann upptök mengunar í Kópavogslæk 19. október. Málning fór í niðurfall á lóð Málningar hf. Ámælisvert segir heilbrigðiseftirlitið. Mannleg mistök sem ekki gerast aftur, segir yfirmaður hjá fyrirtækinu og biðst afsökunar. „Mengunartilvik í Kópavogslæk hafa verið alltof tíð og hafa stundum leitt til fiskidauða en ávallt truflað eða raskað fuglalífi og verið fólki til mikils ama,“ segir í bréfi heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis til Málningar hf. vegna málningar sem hellt var í niðurfall á lóð fyrirtækisins. Fram kemur í bréfinu að 19. október síðastliðinn hafi heilbrigðiseftirlitinu borist athugasemd frá fólki sem átti leið um Kópavogsdal. Lækurinn frá brúnni á Digranesi og niður eftir hafi verið hvítur og greinilegt að mengandi efni hefði borist í hann. Heilbrigðisfulltrúi hafi farið strax á vettvang og staðfest að kvörtunin væri á rökum reist. „Greinilegt var að í lækinn barst hvítt málningarmettað vatn úr drenvatnslögn fyrir ofan brúna á Digranesvegi, nálægt innkeyrslu,“ segir í bréfinu til Málningar sem skrifað er af heilbrigðisfulltrúanum. Hann hafi talið líklegt að um væri að ræða vatnsmálningu sem losuð hefði verið í drenkerfi bæjarins. „Því miður er þetta ekki í fyrsta skipti sem mengandi efni hafa komið úr þessu röri,“ segir í bréfinu. Vitað hafi verið að drenlögnin þjóni ekki síst atvinnusvæðinu í kringum Dalveg og upptakanna hafi verið leitað þar. „Sú leit skilaði loks árangri þegar komið var inn á lóð Málningar hf. að Dalvegi 18. Þar mátti sjá merki þess, í kring um niðurfall á lóð, að þrif hafi átt sér stað. Farið var í fyrirtækið og rætt við starfsmenn sem gengust greiðlega við því að einn starfsmaður hafi verið að þrífa málningu eftir óhapp við flutning,“ segir í bréfinu. Heilbrigðiseftirlitiðsegir málið alvarlegt. Kópavogslækur renni um viðkvæmt og vinsælt útivistarsvæði áður en hann opnist út á Kópavogsleirur sem njóti hverfisverndar. „Eftirlitið telur það verklag sem viðhaft var hjá Málningu hf. þann 19. október síðastliðinn ámælisvert,“ segir í bréfi heilbrigðiseftirlitsins. Þetta voru mannleg mistök,“ segir Gísli Guðmundsson, efnaverkfræðingur hjá Málningu. Óhapp hafi orðið þannig að bíll hafi þurft að snögghemla og tuttugu lítrar af málningu farið niður. Aðeins einum til tveimur lítrum sem hafi orðið eftir við þrif á bílnum hafi verið skolað í niðurfallið í stað þess að fara með bílinn á þar til gert svæði. Gísli bendir á að málningin hafi verið vatnsþynnanleg. „Það varð því enginn skaði af þessu þótt þarna hafi orðið veruleg sjónmengun um tíma,“ segir hann og undirstrikar að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem slíkt gerist hjá Málningu. „Okkur finnst þetta mjög, mjög leiðinlegt og munum biðjast afsökunar. Þetta mun ekki gerast aftur.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Heilbrigðisfulltrúi fann upptök mengunar í Kópavogslæk 19. október. Málning fór í niðurfall á lóð Málningar hf. Ámælisvert segir heilbrigðiseftirlitið. Mannleg mistök sem ekki gerast aftur, segir yfirmaður hjá fyrirtækinu og biðst afsökunar. „Mengunartilvik í Kópavogslæk hafa verið alltof tíð og hafa stundum leitt til fiskidauða en ávallt truflað eða raskað fuglalífi og verið fólki til mikils ama,“ segir í bréfi heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis til Málningar hf. vegna málningar sem hellt var í niðurfall á lóð fyrirtækisins. Fram kemur í bréfinu að 19. október síðastliðinn hafi heilbrigðiseftirlitinu borist athugasemd frá fólki sem átti leið um Kópavogsdal. Lækurinn frá brúnni á Digranesi og niður eftir hafi verið hvítur og greinilegt að mengandi efni hefði borist í hann. Heilbrigðisfulltrúi hafi farið strax á vettvang og staðfest að kvörtunin væri á rökum reist. „Greinilegt var að í lækinn barst hvítt málningarmettað vatn úr drenvatnslögn fyrir ofan brúna á Digranesvegi, nálægt innkeyrslu,“ segir í bréfinu til Málningar sem skrifað er af heilbrigðisfulltrúanum. Hann hafi talið líklegt að um væri að ræða vatnsmálningu sem losuð hefði verið í drenkerfi bæjarins. „Því miður er þetta ekki í fyrsta skipti sem mengandi efni hafa komið úr þessu röri,“ segir í bréfinu. Vitað hafi verið að drenlögnin þjóni ekki síst atvinnusvæðinu í kringum Dalveg og upptakanna hafi verið leitað þar. „Sú leit skilaði loks árangri þegar komið var inn á lóð Málningar hf. að Dalvegi 18. Þar mátti sjá merki þess, í kring um niðurfall á lóð, að þrif hafi átt sér stað. Farið var í fyrirtækið og rætt við starfsmenn sem gengust greiðlega við því að einn starfsmaður hafi verið að þrífa málningu eftir óhapp við flutning,“ segir í bréfinu. Heilbrigðiseftirlitiðsegir málið alvarlegt. Kópavogslækur renni um viðkvæmt og vinsælt útivistarsvæði áður en hann opnist út á Kópavogsleirur sem njóti hverfisverndar. „Eftirlitið telur það verklag sem viðhaft var hjá Málningu hf. þann 19. október síðastliðinn ámælisvert,“ segir í bréfi heilbrigðiseftirlitsins. Þetta voru mannleg mistök,“ segir Gísli Guðmundsson, efnaverkfræðingur hjá Málningu. Óhapp hafi orðið þannig að bíll hafi þurft að snögghemla og tuttugu lítrar af málningu farið niður. Aðeins einum til tveimur lítrum sem hafi orðið eftir við þrif á bílnum hafi verið skolað í niðurfallið í stað þess að fara með bílinn á þar til gert svæði. Gísli bendir á að málningin hafi verið vatnsþynnanleg. „Það varð því enginn skaði af þessu þótt þarna hafi orðið veruleg sjónmengun um tíma,“ segir hann og undirstrikar að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem slíkt gerist hjá Málningu. „Okkur finnst þetta mjög, mjög leiðinlegt og munum biðjast afsökunar. Þetta mun ekki gerast aftur.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira