Segir Jöklu kannski verða stærstu laxveiðiá Evrópu Kristján Már Unnarsson skrifar 12. nóvember 2018 21:00 Aðalsteinn Jónsson á Klausturseli er formaður Veiðifélags Jökulsár á Dal. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Laxagengd í Jökulsá á Dal í sumar var sú mesta frá því byrjað var að rækta hana upp sem laxveiðiá eftir að áin varð bergvatnsá með Kárahnjúkastíflu fyrir tólf árum. Bændur við Lagarfljót eru ekki jafn hrifnir en þeir þurfa í staðinn að þola aukinn aurburð. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Með Kárahnjúkastíflu var afrennsli Brúarjökuls fært yfir í Lagarfljót sem gerði Jökulsá á Dal að bergvatnsá. Þessi mikla umbreyting á forugasta fljóti landsins varð árið 2006 en bændur beggja megin ár voru þá þegar búnir að átta sig á að þetta gæti boðið upp á ný og verðmæt tækifæri.Gamla brúin á hringveginum. Þar er nú hægt að sjá til botns í þessum fyrrum forugasta fljóti landsins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Formaður Veiðifélags Jökulsár á Dal, Aðalsteinn Jónsson á Klausturseli, segir það mat manna að aldrei hafi verið eins mikill lax í ánni og í sumar en veiðin nálgaðist 600 laxa. „Þetta hefur gengið ótrúlega hratt að byggja þessa á upp sem laxveiðiá,“ segir Aðalsteinn. Hann segir menn sannfærða um að áin hefði farið yfir þúsund laxa í sumar ef yfirfallið á stíflunni hefði ekki komið óvenju snemma í ár, sem var 5. ágúst. Yfirfallið hélst til 19. september og var þá enn mikill lax í ánni. Það geri sölu veiðileyfa erfiðari að menn vita aldrei hvenær áin fari á yfirfall.Jökla neðan Hofteigs. Bændurnir Guðrún Agnarsdóttir og Benedikt Arnórsson segja að fleiri reiðleiðir hafi opnast eftir að hægt var að komast yfir ána á hestbaki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Jökuldal virðast bændur almennt ánægðir með breytinguna á ánni. „Við skulum gá að því að þetta eru bara ellefu ár síðan þetta ævintýri fór af stað. En ég hef þá trú að þetta komi til með að auka verðgildi jarða hér og þetta gefur möguleika til atvinnu. Ungt fólk á að geta farið í leiðsögn með veiðimönnum og skapað sér tekjur og atvinnu,“ segir Aðalsteinn.Ásmundur Þórarinsson býr á Vífilsstöðum við Lagarfljót. Hann segir fljótið ljótara á litinn og valda landspjöllum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bændur við Lagarfljót eru ekki jafn hrifnir en þeim megin þýddi breytingin aukið rennsli og meiri aurburð. „Svo náttúrlega er þetta bara svo ljótt á litinn og hefur valdið landbroti og landspjöllum ýmsum,“ segir Ásmundur Þórarinsson, skógarbóndi á Vífilsstöðum í Hróarstungu. „Fyrir 150 árum létu menn sig dreyma um að Lagarfljót gæti orðið stærsta laxveiðifljót í Evrópu. En kannski er bara Jökla að verða það,“ segir Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, en hann er frá Litla-Bakka í Hróarstungu og situr í stjórn Veiðifélags Jökulsár á Dal.Skúli Björn Gunnarsson ólst upp á bökkum Jöklu á Litla-Bakka í Hróarstungu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld var fjallað um mannlíf á Jökuldal en í næsta þætti verður farið um Hróarstungu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Góður lokasprettur í Jöklu Jökla fór óvenjusnemma í yfirfall sem gerði veiðina í Jöklu sjálfri ómögulega en veiðin í hliðaránum var engu að síður ágæt á veiðitímanum. 27. september 2018 10:31 Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Laxagengd í Jökulsá á Dal í sumar var sú mesta frá því byrjað var að rækta hana upp sem laxveiðiá eftir að áin varð bergvatnsá með Kárahnjúkastíflu fyrir tólf árum. Bændur við Lagarfljót eru ekki jafn hrifnir en þeir þurfa í staðinn að þola aukinn aurburð. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Með Kárahnjúkastíflu var afrennsli Brúarjökuls fært yfir í Lagarfljót sem gerði Jökulsá á Dal að bergvatnsá. Þessi mikla umbreyting á forugasta fljóti landsins varð árið 2006 en bændur beggja megin ár voru þá þegar búnir að átta sig á að þetta gæti boðið upp á ný og verðmæt tækifæri.Gamla brúin á hringveginum. Þar er nú hægt að sjá til botns í þessum fyrrum forugasta fljóti landsins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Formaður Veiðifélags Jökulsár á Dal, Aðalsteinn Jónsson á Klausturseli, segir það mat manna að aldrei hafi verið eins mikill lax í ánni og í sumar en veiðin nálgaðist 600 laxa. „Þetta hefur gengið ótrúlega hratt að byggja þessa á upp sem laxveiðiá,“ segir Aðalsteinn. Hann segir menn sannfærða um að áin hefði farið yfir þúsund laxa í sumar ef yfirfallið á stíflunni hefði ekki komið óvenju snemma í ár, sem var 5. ágúst. Yfirfallið hélst til 19. september og var þá enn mikill lax í ánni. Það geri sölu veiðileyfa erfiðari að menn vita aldrei hvenær áin fari á yfirfall.Jökla neðan Hofteigs. Bændurnir Guðrún Agnarsdóttir og Benedikt Arnórsson segja að fleiri reiðleiðir hafi opnast eftir að hægt var að komast yfir ána á hestbaki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Jökuldal virðast bændur almennt ánægðir með breytinguna á ánni. „Við skulum gá að því að þetta eru bara ellefu ár síðan þetta ævintýri fór af stað. En ég hef þá trú að þetta komi til með að auka verðgildi jarða hér og þetta gefur möguleika til atvinnu. Ungt fólk á að geta farið í leiðsögn með veiðimönnum og skapað sér tekjur og atvinnu,“ segir Aðalsteinn.Ásmundur Þórarinsson býr á Vífilsstöðum við Lagarfljót. Hann segir fljótið ljótara á litinn og valda landspjöllum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bændur við Lagarfljót eru ekki jafn hrifnir en þeim megin þýddi breytingin aukið rennsli og meiri aurburð. „Svo náttúrlega er þetta bara svo ljótt á litinn og hefur valdið landbroti og landspjöllum ýmsum,“ segir Ásmundur Þórarinsson, skógarbóndi á Vífilsstöðum í Hróarstungu. „Fyrir 150 árum létu menn sig dreyma um að Lagarfljót gæti orðið stærsta laxveiðifljót í Evrópu. En kannski er bara Jökla að verða það,“ segir Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, en hann er frá Litla-Bakka í Hróarstungu og situr í stjórn Veiðifélags Jökulsár á Dal.Skúli Björn Gunnarsson ólst upp á bökkum Jöklu á Litla-Bakka í Hróarstungu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld var fjallað um mannlíf á Jökuldal en í næsta þætti verður farið um Hróarstungu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Góður lokasprettur í Jöklu Jökla fór óvenjusnemma í yfirfall sem gerði veiðina í Jöklu sjálfri ómögulega en veiðin í hliðaránum var engu að síður ágæt á veiðitímanum. 27. september 2018 10:31 Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Góður lokasprettur í Jöklu Jökla fór óvenjusnemma í yfirfall sem gerði veiðina í Jöklu sjálfri ómögulega en veiðin í hliðaránum var engu að síður ágæt á veiðitímanum. 27. september 2018 10:31
Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00