Sjóferðin hefur gengið vel í morgun en sementsflutningaskipið var dregið í rólegheitum á um fjögurra mílna hraða.
Skipið sigið að aftan
Við komuna til Hafnarfjarðar verður Fjordvik þyngt að framan en skipið er mjög sigið að aftan eftir að hafa legið við grjótgarð Helguvíkur í vikutíma frá því að það strandaði.Þetta er gert til að koma skipinu í flotkvína í Hafnarfirði en búist er við að þangað verði það komið á morgun hið fyrsta.