Þurfa ekkert að óttast í búðarrápinu í einu öruggasta hverfi Brussel Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 13. nóvember 2018 17:30 Kári Árnason og félagar eru í öruggum höndum. Vísir/Getty Strákarnir okkar hafa það huggulegt á stórglæsilegu fjögurra stjörnu hóteli í Brussel þar sem þeir hvíla lúin bein á milli æfinga fram að leiknum gegn Belgíu í Þjóðadeildinni á fimmtudagskvöldið. Hótelið er hverfi þeirra tekjuhærri í Brussel og hefur yfirmaður lögreglunnar í hverfinu því litlar áhyggjur af einhverjum uppákomum ef íslensku strákarnir fara á búðarráp í hverfinu en margar glæsilegar verslanir eru í kringum hótelið. Víðir Reynisson, öryggisstjóri íslenska landsliðsins, fundaði með yfirmanni lögreglunnar í hverfinu þar sem strákarnir gista en sá hinn sami benti á að þarna væru nánast engir glæpir. Glæpamenn Brussel halda sig í öðrum hverfum. Víðir tjáði Vísi að í heildina væru Belgarnar með allt á hreinu í öryggismálum en væru annars nokkuð rólegir yfir öllu. Stressið var meira í Frakklandi í síðasta mánuði þar sem íslenska liðið fór ekkert nema í lögreglufylgd. Strákarnir okkar komu heim á hótel af æfingu rétt fyrir klukkan tvö að staðartíma í dag og fengu þá hádegismat en að honum loknum nýttu þeir frítímann til að rölta aðeins um höfuðborg Brussel, svona rétt til að komast út af hótelinu. Íslenska liðið mætir því belgíska á fimmtudagskvöldið í lokaleik okkar manna í Þjóðadeildinni en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst upphitun klukkan 19.00. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Meiðslalistinn lengist enn Gylfi Þór Sigurðsson var síðastur til að bætast á langan meiðslalista íslenska landsliðsins. Átta verða fjarverandi vegna meiðsla í leikjunum gegn Belgíu og Katar. Íslenski hópurinn er reynsluminni en oft áður. 13. nóvember 2018 08:00 Alfreð: Tækifæri til að sýna hvort menn séu klárir Alfreð Finnbogason skorar eins og enginn sé morgundagurinn í þýsku Bundesligunni í fótbolta, hann er með sjö mörk í sex leikjum á tímabilinu. 13. nóvember 2018 16:30 Freyr stjórnaði æfingunni á meðan Hamrén fundaði upp á liðshóteli Íslenska fótboltalandsliðið er komið til Brussel í Belgíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikinn á móti Belgíu á fimmtudaginn kemur. Landsliðsþjálfarinn stýrði þó ekki æfingu íslenska liðsins í gær. 13. nóvember 2018 08:45 Íslendingar hittast í miðborg Brussel fyrir leik Um 400 Íslendingar verða í stúkunni á móti Belgíu. 13. nóvember 2018 15:30 Arnór: Þýðir ekki að hanga í skýjunum Stjarna Arnórs Sigurðssonar skín hátt þessa dagana, hann skoraði fyrsta markið í Meistaradeild Evrópu á dögunum og fylgdi því eftir með fyrsta deildarmarkinu fyrir CSKA Moskvu. 13. nóvember 2018 14:28 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Strákarnir okkar hafa það huggulegt á stórglæsilegu fjögurra stjörnu hóteli í Brussel þar sem þeir hvíla lúin bein á milli æfinga fram að leiknum gegn Belgíu í Þjóðadeildinni á fimmtudagskvöldið. Hótelið er hverfi þeirra tekjuhærri í Brussel og hefur yfirmaður lögreglunnar í hverfinu því litlar áhyggjur af einhverjum uppákomum ef íslensku strákarnir fara á búðarráp í hverfinu en margar glæsilegar verslanir eru í kringum hótelið. Víðir Reynisson, öryggisstjóri íslenska landsliðsins, fundaði með yfirmanni lögreglunnar í hverfinu þar sem strákarnir gista en sá hinn sami benti á að þarna væru nánast engir glæpir. Glæpamenn Brussel halda sig í öðrum hverfum. Víðir tjáði Vísi að í heildina væru Belgarnar með allt á hreinu í öryggismálum en væru annars nokkuð rólegir yfir öllu. Stressið var meira í Frakklandi í síðasta mánuði þar sem íslenska liðið fór ekkert nema í lögreglufylgd. Strákarnir okkar komu heim á hótel af æfingu rétt fyrir klukkan tvö að staðartíma í dag og fengu þá hádegismat en að honum loknum nýttu þeir frítímann til að rölta aðeins um höfuðborg Brussel, svona rétt til að komast út af hótelinu. Íslenska liðið mætir því belgíska á fimmtudagskvöldið í lokaleik okkar manna í Þjóðadeildinni en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst upphitun klukkan 19.00.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Meiðslalistinn lengist enn Gylfi Þór Sigurðsson var síðastur til að bætast á langan meiðslalista íslenska landsliðsins. Átta verða fjarverandi vegna meiðsla í leikjunum gegn Belgíu og Katar. Íslenski hópurinn er reynsluminni en oft áður. 13. nóvember 2018 08:00 Alfreð: Tækifæri til að sýna hvort menn séu klárir Alfreð Finnbogason skorar eins og enginn sé morgundagurinn í þýsku Bundesligunni í fótbolta, hann er með sjö mörk í sex leikjum á tímabilinu. 13. nóvember 2018 16:30 Freyr stjórnaði æfingunni á meðan Hamrén fundaði upp á liðshóteli Íslenska fótboltalandsliðið er komið til Brussel í Belgíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikinn á móti Belgíu á fimmtudaginn kemur. Landsliðsþjálfarinn stýrði þó ekki æfingu íslenska liðsins í gær. 13. nóvember 2018 08:45 Íslendingar hittast í miðborg Brussel fyrir leik Um 400 Íslendingar verða í stúkunni á móti Belgíu. 13. nóvember 2018 15:30 Arnór: Þýðir ekki að hanga í skýjunum Stjarna Arnórs Sigurðssonar skín hátt þessa dagana, hann skoraði fyrsta markið í Meistaradeild Evrópu á dögunum og fylgdi því eftir með fyrsta deildarmarkinu fyrir CSKA Moskvu. 13. nóvember 2018 14:28 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Meiðslalistinn lengist enn Gylfi Þór Sigurðsson var síðastur til að bætast á langan meiðslalista íslenska landsliðsins. Átta verða fjarverandi vegna meiðsla í leikjunum gegn Belgíu og Katar. Íslenski hópurinn er reynsluminni en oft áður. 13. nóvember 2018 08:00
Alfreð: Tækifæri til að sýna hvort menn séu klárir Alfreð Finnbogason skorar eins og enginn sé morgundagurinn í þýsku Bundesligunni í fótbolta, hann er með sjö mörk í sex leikjum á tímabilinu. 13. nóvember 2018 16:30
Freyr stjórnaði æfingunni á meðan Hamrén fundaði upp á liðshóteli Íslenska fótboltalandsliðið er komið til Brussel í Belgíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikinn á móti Belgíu á fimmtudaginn kemur. Landsliðsþjálfarinn stýrði þó ekki æfingu íslenska liðsins í gær. 13. nóvember 2018 08:45
Íslendingar hittast í miðborg Brussel fyrir leik Um 400 Íslendingar verða í stúkunni á móti Belgíu. 13. nóvember 2018 15:30
Arnór: Þýðir ekki að hanga í skýjunum Stjarna Arnórs Sigurðssonar skín hátt þessa dagana, hann skoraði fyrsta markið í Meistaradeild Evrópu á dögunum og fylgdi því eftir með fyrsta deildarmarkinu fyrir CSKA Moskvu. 13. nóvember 2018 14:28