Capacent metur virði Marels 40 prósentum yfir markaðsgengi Helgi Vífill Júlíusson skrifar 14. nóvember 2018 09:45 Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marels. Fréttablaðið/Valli Verðmatsgengi Capacent er 40 prósentum hærra en markaðsgengi, eða 530 krónur á hlut, samkvæmt greiningu sem birtist á mánudag. Verðmatið er nær óbreytt í evrum talið frá síðasta mati en hækkar um nærri ellefu prósent í kjölfar tólf prósenta veikingar krónu. Verðmat Capacent á Marel hækkaði mikið árið 2017 og hefur heldur hækkað á þessu ári. Hækkunina má rekja til stórbætts rekstrar, mikils tekjuvaxtar og kaupa á eigin bréfum. Nú, eins og fyrr segir, skýrist hækkunin af gengisfalli krónu. Fyrri hluta árs 2017 fylgdi markaðurinn hækkun verðmats Capacent frekar þétt eftir, segir í greiningunni, en frá miðju ári 2017 hefur munurinn á verðmati og markaðsgengi aukist jafn og þétt. „Þrátt fyrir góðan rekstur og bætta arðsemi í rekstri hefur gengi Marels á markaði hækkað lítið síðastliðna 18 mánuði,“ segir Capacent. Marel er orðið of stórt fyrir íslenskan verðbréfamarkað, segir í greiningunni. Gengið hafi verið nær óbreytt frá ársbyrjun þrátt fyrir góðan rekstur og hagstæðar verðkennitölur. „Markaðsvirði félagsins er margföld árleg fjárfestingargeta íslenskra lífeyrissjóða sem eru langstærstu fjárfestarnir á innlendum hlutabréfamarkaði. Það er ljóst að ákvörðun stjórnar félagsins um að skrá félagið í erlenda kauphöll er góð. Það er nauðsynlegt skref fyrir félagið og tímasetningin virðist vera góð,“ segir Capacent. Marel stefnir á 12 prósenta meðalvöxt árlega yfir tímabilið 2017-2026 með yfirtökum og innri vexti. Reiknað er með að markaðurinn vaxi um fjögur til sex prósent á næstu árum. Greinandi Capacent veltir því fyrir sér hvort stjórnendur Marels ættu að setja í fyrsta sæti markmið um arðsemi undirliggjandi rekstrar frekar en vöxt. Ljós sé að fyrirtækið þurfi að standa í miklum fyrirtækjakaupum ef þau markmið eigi að nást. „Yfirtökur eru kostnaðarsamar, draga tímabundið úr arðsemi og geta dregið athygli frá daglegum rekstri,“ segir í greiningunni. „Hvert brot úr prósenti í rekstrarhagnaðarhlutfalli eykur verðmæti undirliggjandi rekstrar mikið en hraður vöxtur getur bitnað á arðsemi sem hefði neikvæð áhrif á verðmæti félagsins.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forstjóri Marels segir að þeir sem tapi mest á krónunni þurfi að leiða umræðuna um hana Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels segir að þeir sem hafi helst hagsmuna að gæta vegna krónunnar, heimilin í landinu og lítil og meðalstór fyrirtæki, þurfi að leiða umræðu um gjaldmiðils- og peningamál því það sé dýrast fyrir þessa hópa að halda í krónuna. 2. nóvember 2018 12:45 Viðskiptahindranir gætu sett strik í reikninginn hjá Marel Viðskiptahindranir og umrót í alþjóðakerfinu mynda ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta sem gæti leitt til þess að eftirspurn eftir tækjum frá Marel verði ekki jafn mikil á næstunni og hún hefur verið að undanförnu. Þetta segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels. 1. nóvember 2018 17:00 Marel á markað í Evrópu Stjórnendur Marels stefna á tvíhliða skráningu í kauphöll í Evrópu og á Íslandi. 31. október 2018 20:45 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Verðmatsgengi Capacent er 40 prósentum hærra en markaðsgengi, eða 530 krónur á hlut, samkvæmt greiningu sem birtist á mánudag. Verðmatið er nær óbreytt í evrum talið frá síðasta mati en hækkar um nærri ellefu prósent í kjölfar tólf prósenta veikingar krónu. Verðmat Capacent á Marel hækkaði mikið árið 2017 og hefur heldur hækkað á þessu ári. Hækkunina má rekja til stórbætts rekstrar, mikils tekjuvaxtar og kaupa á eigin bréfum. Nú, eins og fyrr segir, skýrist hækkunin af gengisfalli krónu. Fyrri hluta árs 2017 fylgdi markaðurinn hækkun verðmats Capacent frekar þétt eftir, segir í greiningunni, en frá miðju ári 2017 hefur munurinn á verðmati og markaðsgengi aukist jafn og þétt. „Þrátt fyrir góðan rekstur og bætta arðsemi í rekstri hefur gengi Marels á markaði hækkað lítið síðastliðna 18 mánuði,“ segir Capacent. Marel er orðið of stórt fyrir íslenskan verðbréfamarkað, segir í greiningunni. Gengið hafi verið nær óbreytt frá ársbyrjun þrátt fyrir góðan rekstur og hagstæðar verðkennitölur. „Markaðsvirði félagsins er margföld árleg fjárfestingargeta íslenskra lífeyrissjóða sem eru langstærstu fjárfestarnir á innlendum hlutabréfamarkaði. Það er ljóst að ákvörðun stjórnar félagsins um að skrá félagið í erlenda kauphöll er góð. Það er nauðsynlegt skref fyrir félagið og tímasetningin virðist vera góð,“ segir Capacent. Marel stefnir á 12 prósenta meðalvöxt árlega yfir tímabilið 2017-2026 með yfirtökum og innri vexti. Reiknað er með að markaðurinn vaxi um fjögur til sex prósent á næstu árum. Greinandi Capacent veltir því fyrir sér hvort stjórnendur Marels ættu að setja í fyrsta sæti markmið um arðsemi undirliggjandi rekstrar frekar en vöxt. Ljós sé að fyrirtækið þurfi að standa í miklum fyrirtækjakaupum ef þau markmið eigi að nást. „Yfirtökur eru kostnaðarsamar, draga tímabundið úr arðsemi og geta dregið athygli frá daglegum rekstri,“ segir í greiningunni. „Hvert brot úr prósenti í rekstrarhagnaðarhlutfalli eykur verðmæti undirliggjandi rekstrar mikið en hraður vöxtur getur bitnað á arðsemi sem hefði neikvæð áhrif á verðmæti félagsins.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forstjóri Marels segir að þeir sem tapi mest á krónunni þurfi að leiða umræðuna um hana Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels segir að þeir sem hafi helst hagsmuna að gæta vegna krónunnar, heimilin í landinu og lítil og meðalstór fyrirtæki, þurfi að leiða umræðu um gjaldmiðils- og peningamál því það sé dýrast fyrir þessa hópa að halda í krónuna. 2. nóvember 2018 12:45 Viðskiptahindranir gætu sett strik í reikninginn hjá Marel Viðskiptahindranir og umrót í alþjóðakerfinu mynda ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta sem gæti leitt til þess að eftirspurn eftir tækjum frá Marel verði ekki jafn mikil á næstunni og hún hefur verið að undanförnu. Þetta segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels. 1. nóvember 2018 17:00 Marel á markað í Evrópu Stjórnendur Marels stefna á tvíhliða skráningu í kauphöll í Evrópu og á Íslandi. 31. október 2018 20:45 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Forstjóri Marels segir að þeir sem tapi mest á krónunni þurfi að leiða umræðuna um hana Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels segir að þeir sem hafi helst hagsmuna að gæta vegna krónunnar, heimilin í landinu og lítil og meðalstór fyrirtæki, þurfi að leiða umræðu um gjaldmiðils- og peningamál því það sé dýrast fyrir þessa hópa að halda í krónuna. 2. nóvember 2018 12:45
Viðskiptahindranir gætu sett strik í reikninginn hjá Marel Viðskiptahindranir og umrót í alþjóðakerfinu mynda ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta sem gæti leitt til þess að eftirspurn eftir tækjum frá Marel verði ekki jafn mikil á næstunni og hún hefur verið að undanförnu. Þetta segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels. 1. nóvember 2018 17:00
Marel á markað í Evrópu Stjórnendur Marels stefna á tvíhliða skráningu í kauphöll í Evrópu og á Íslandi. 31. október 2018 20:45