Félag háskólakvenna heldur upp á 90 árin Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. nóvember 2018 09:00 Dr. Anna Þorvaldsdóttir tónskáld var heiðruð sem háskólakona ársins 2018. Félag háskólakvenna er 90 ára í ár og í tilefni stórafmælisins verður efnt til hátíðar í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag klukkan 17. Þar munu nokkrar háskólakonur fara með erindi: Eliza Reid forsetafrú, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Afhentur verður 500 þúsund króna rannsóknarstyrkur og veittar heiðursviðurkenningar. Félagið var stofnað í apríl árið 1928. Þá var Háskóli Íslands ekki búinn að vera til lengi og var aðeins 17 ára og aðeins örfáar konur sem voru útskrifaðar með háskólagráðu. Félagið var stofnað til að hvetja ungar konur til mennta og einnig til að berjast fyrir réttindum þeirra. Fyrsta verkefni félagsins var að safna fé til að kaup eitt herbergi á stúdentagarðinum, sem þá var nýrisinn, og átti það að tryggja rétt kvenstúdents til búsetu þar. Í dag eru konur nær tveir þriðju hlutar af þeim tæplega 20 þúsund nemendum sem stunda háskólanám og því hafa áherslur félagsins breyst töluvert frá því sem var í byrjun. Aukin samkennd háskólakvenna er ein af þeim áherslum sem eru hjá félaginu í dag og það er gert með því að skyggnast inn í veröld þeirra og kynnast störfum og viðfangsefnum þeirra. Háskólakona ársins er valin árlega en það var gert í fyrsta sinn í fyrra og var það dr. Unnur Anna Valdimarsdóttir sem var valin – hún er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og hefur unnið að fjölmörgum rannsóknum til að kanna samspil erfða, áfalla og heilsufarsvandamála. Í ár var það dr. Anna Þorvaldsdóttir tónskáld sem var valin. Í stjórn Félags háskólakvenna eru Margrét Kristín Sigurðardóttir formaður, Helga Guðrún Johnson ritari, Hanna Lára Helgadóttir gjaldkeri, Elísabet Sveinsdóttir meðstjórnandi og Halldóra Traustadóttir meðstjórnandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira
Félag háskólakvenna er 90 ára í ár og í tilefni stórafmælisins verður efnt til hátíðar í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag klukkan 17. Þar munu nokkrar háskólakonur fara með erindi: Eliza Reid forsetafrú, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Afhentur verður 500 þúsund króna rannsóknarstyrkur og veittar heiðursviðurkenningar. Félagið var stofnað í apríl árið 1928. Þá var Háskóli Íslands ekki búinn að vera til lengi og var aðeins 17 ára og aðeins örfáar konur sem voru útskrifaðar með háskólagráðu. Félagið var stofnað til að hvetja ungar konur til mennta og einnig til að berjast fyrir réttindum þeirra. Fyrsta verkefni félagsins var að safna fé til að kaup eitt herbergi á stúdentagarðinum, sem þá var nýrisinn, og átti það að tryggja rétt kvenstúdents til búsetu þar. Í dag eru konur nær tveir þriðju hlutar af þeim tæplega 20 þúsund nemendum sem stunda háskólanám og því hafa áherslur félagsins breyst töluvert frá því sem var í byrjun. Aukin samkennd háskólakvenna er ein af þeim áherslum sem eru hjá félaginu í dag og það er gert með því að skyggnast inn í veröld þeirra og kynnast störfum og viðfangsefnum þeirra. Háskólakona ársins er valin árlega en það var gert í fyrsta sinn í fyrra og var það dr. Unnur Anna Valdimarsdóttir sem var valin – hún er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og hefur unnið að fjölmörgum rannsóknum til að kanna samspil erfða, áfalla og heilsufarsvandamála. Í ár var það dr. Anna Þorvaldsdóttir tónskáld sem var valin. Í stjórn Félags háskólakvenna eru Margrét Kristín Sigurðardóttir formaður, Helga Guðrún Johnson ritari, Hanna Lára Helgadóttir gjaldkeri, Elísabet Sveinsdóttir meðstjórnandi og Halldóra Traustadóttir meðstjórnandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira