Lít frekar á mig sem miðvörð núna Hjörvar Ólafsson skrifar 14. nóvember 2018 12:30 Haukur Heiðar fagnar sænska meistaratitlinum eftir sigur AIK á Kalmar um helgina. Nordicphotos/Getty Það var ljúfsár tilfinning sem fór um Norðlendinginn Hauk Heiðar Hauksson þegar AIK varð sænskur meistari um helgina. Haukur missti sæti sitt í byrjunarliði liðsins í upphafi leiktíðar og þegar upp var staðið lék hann einungis fjóra deildarleiki með liðinu á nýlokinni leiktíð. Hann lítur hins vegar klárlega á sig sem mikilvægan hluta af leikmannahópnum og fagnaði titlinum vel og innilega um helgina. „Auðvitað er mjög gaman að vera sænskur meistari og ég er orðinn harður AIK-maður eftir að hafa verið fjögur ár í félaginu. Mér hefur liðið mjög vel hérna og tíminn hefur flogið á meðan ég hef spilað hérna. Það voru vissulega erfiðir tímar á meðan ég var meiddur, en það var hugsað afar vel um mig og ég fékk góða meðhöndlun. Við höfum tvisvar verið nálægt því að verða meistarar á meðan ég hef verið hérna og gaman að takast þetta áður en ég fer,“ sagði þessi öflugi varnarmaður sem hefur tvisvar sinnum lent í öðru sæti með liðinu og kveður nú liðið með meistaratitli. „Ég datt út úr byrjunarliðinu í byrjun tímabilsins og á meðan liðið var að vinna er erfitt að tuða yfir því að vera ekki í liðinu. Ég hef hins vegar ákveðið að róa á önnur mið og mun nota næstu tvær til þrjár vikurnar til þess að skoða mína stöðu. Það er áhugi fyrir hendi hjá liðum í Skandinavíu og ég hef einnig rætt við lið heima á Íslandi. Það eru margir þættir sem spila inn í þessa ákvörðun. Ég þarf að finna stað þar sem fjölskyldunni líður vel og hentar mér hvað fótboltann snertir,“ segir hann um framhaldið. Haukur er uppalinn hjá KA, en lék þrjú keppnistímabil með KR á árunum 2012 til 2014 áður en hann söðlaði um og gekk til liðs við AIK. Hjá Vesturbæjarliðinu varð hann einu sinni Íslandsmeistari og tvívegis bikarmeistari. Þá lék hann sem sókndjarfur hægri bakvörður og tók virkan þátt í sóknarleik KR-liðsins með góðum árangri. Nú lítur hann frekar á sig sem miðvörð þrátt fyrir að hann geti leyst hægri bakvarðarstöðuna með sóma. „Eftir að hafa lent í þessum hnémeiðslum þar sem ég var í veseni með brjósk hef ég þurft að breyta aðeins um leikstíl. Ég þarf að laga minn leik að breyttum aðstæðum og ég lít frekar á mig sem miðvörð í dag en bakvörð. Það hentar mér einkar vel að leika hægra megin í þriggja manna vörn eins og ég hef gert síðustu ár hérna í Svíþjóð. Þá get ég einnig staðið í stykkinu í tveggja manna miðvarðakerfi,“ segir hann um þróun mála á ferli sínum, en hann fór í aðgerð á hnénu árið 2016 og svo aftur árið 2017. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Leik lokið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Enski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Fleiri fréttir Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Leik lokið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Í beinni: KA - FH | Bæði lið í leit að fyrsta sigrinum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina Í beinni: Nott. Forest - Man. City | Geta komist í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Það var ljúfsár tilfinning sem fór um Norðlendinginn Hauk Heiðar Hauksson þegar AIK varð sænskur meistari um helgina. Haukur missti sæti sitt í byrjunarliði liðsins í upphafi leiktíðar og þegar upp var staðið lék hann einungis fjóra deildarleiki með liðinu á nýlokinni leiktíð. Hann lítur hins vegar klárlega á sig sem mikilvægan hluta af leikmannahópnum og fagnaði titlinum vel og innilega um helgina. „Auðvitað er mjög gaman að vera sænskur meistari og ég er orðinn harður AIK-maður eftir að hafa verið fjögur ár í félaginu. Mér hefur liðið mjög vel hérna og tíminn hefur flogið á meðan ég hef spilað hérna. Það voru vissulega erfiðir tímar á meðan ég var meiddur, en það var hugsað afar vel um mig og ég fékk góða meðhöndlun. Við höfum tvisvar verið nálægt því að verða meistarar á meðan ég hef verið hérna og gaman að takast þetta áður en ég fer,“ sagði þessi öflugi varnarmaður sem hefur tvisvar sinnum lent í öðru sæti með liðinu og kveður nú liðið með meistaratitli. „Ég datt út úr byrjunarliðinu í byrjun tímabilsins og á meðan liðið var að vinna er erfitt að tuða yfir því að vera ekki í liðinu. Ég hef hins vegar ákveðið að róa á önnur mið og mun nota næstu tvær til þrjár vikurnar til þess að skoða mína stöðu. Það er áhugi fyrir hendi hjá liðum í Skandinavíu og ég hef einnig rætt við lið heima á Íslandi. Það eru margir þættir sem spila inn í þessa ákvörðun. Ég þarf að finna stað þar sem fjölskyldunni líður vel og hentar mér hvað fótboltann snertir,“ segir hann um framhaldið. Haukur er uppalinn hjá KA, en lék þrjú keppnistímabil með KR á árunum 2012 til 2014 áður en hann söðlaði um og gekk til liðs við AIK. Hjá Vesturbæjarliðinu varð hann einu sinni Íslandsmeistari og tvívegis bikarmeistari. Þá lék hann sem sókndjarfur hægri bakvörður og tók virkan þátt í sóknarleik KR-liðsins með góðum árangri. Nú lítur hann frekar á sig sem miðvörð þrátt fyrir að hann geti leyst hægri bakvarðarstöðuna með sóma. „Eftir að hafa lent í þessum hnémeiðslum þar sem ég var í veseni með brjósk hef ég þurft að breyta aðeins um leikstíl. Ég þarf að laga minn leik að breyttum aðstæðum og ég lít frekar á mig sem miðvörð í dag en bakvörð. Það hentar mér einkar vel að leika hægra megin í þriggja manna vörn eins og ég hef gert síðustu ár hérna í Svíþjóð. Þá get ég einnig staðið í stykkinu í tveggja manna miðvarðakerfi,“ segir hann um þróun mála á ferli sínum, en hann fór í aðgerð á hnénu árið 2016 og svo aftur árið 2017.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Leik lokið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Enski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Fleiri fréttir Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Leik lokið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Í beinni: KA - FH | Bæði lið í leit að fyrsta sigrinum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina Í beinni: Nott. Forest - Man. City | Geta komist í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira