Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. nóvember 2018 06:00 Páll segir þjóðleikhúsráð gert nánast valdalaust í frumvarpsdrögunum. Fréttablaðið/GVA „Það sem er verið að gera í þessum drögum er að laga leiklistarlög að lögum um opinbera starfsmenn og gera þjóðleikhússtjóra að einvöldum stjórnanda í leikhúsinu,“ segir Páll Baldvin Baldvinsson, formaður Félags leikstjóra á Íslandi, um drög mennta- og menningarmálaráðherra að lögum um sviðslistir. Félagar í Sviðslistasambandi Íslands höfnuðu frumvarpsdrögunum með ályktun sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda í gærkvöldi. Páll segir þjóðleikhúsráð gert nánast valdalaust í frumvarpsdrögunum. Birna Hafstein, forseti Sviðslistasambandsins, tekur undir það. „Í þessum drögum er einhver stórkostleg afturhaldshugsun um tíranníska uppbyggingu í Þjóðleikhúsinu.“ Það eigi að taka alla ábyrgð af þjóðleikhúsráði, engin krafa sé gerð um stöðu framkvæmdastjóra í húsinu heldur á þetta að verða einvaldsstofnun með einvalda þjóðleikhússtjóra. „Leikhús er fyrst og fremst samvinna og það endurspeglast alls ekki í þessum lögum,“ segir hún. Birna gagnrýnir einnig að ekkert sé minnst á þríhliðasamninga við leikhúsin á landsbyggðinni en í gildandi lögum sé heimild til slíkra samninga sem skipti miklu máli fyrir landsbyggðina. Þá sé gert ráð fyrir sviðslistaráði sem eigi bæði að deila út fé til sjálfstætt starfandi listafólks og vera ráðherra til ráðgjafar. „Við höfum alltaf sagt að þetta megi ekki fara saman, það eru ekki góðir stjórnarhættir.“Ari Matthíasson er Þjóðleikhússtjóri.Fréttablaðið/Anton BrinkAð lokum segir Birna að sviðslistafólk hafi lengi beðið eftir kynningarmiðstöð sviðslistanna eins og komið hafi verið á fót fyrir aðrar listgreinar. Um árabil hafi verið gefin fyrirheit um að kveðið verði á um hana í nýjum lögum en hvergi sé minnst á hana í frumvarpsdrögunum. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri og Ragnheiður Skúladóttir, framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins, gagnrýna drögin einnig og sérstaklega að ekkert samráð hafi verið haft við listageirann en því hafi verið öðruvísi farið þegar fyrst var gerð atrenna að lagasetningu um sviðslistir, í tíð Katrínar Jakobsdóttur. „Íslenska óperan hefur verið flaggskip óperuflutnings í landinu í 40 ár og því finnst okkur skjóta skökku við að staða hennar sé ekki styrkt í þessu frumvarpi í samræmi við gildi stofnunarinnar bæði í listrænu samhengi og fyrir þjóðina,“ segir Steinunn. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að ráðuneytið hafi sannarlega haft samráð, til dæmis með stórum samráðsfundi sem haldinn var 17. janúar. Fundi sem Páll Baldvin, Birna Hafstein og Steinunn Birna sátu. „Þetta samráð hefur farið fram,“ segir Lilja. „En ég hvet auðvitað sviðslistafólk til að nýta sér samráðsgáttina, hún er til þess gerð að fá viðbrögð og til að bæta lagasetningu á Íslandi.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Gefa frumvarpi Lilju falleinkunn Sviðlistafólk ályktar gegn drögum að frumvarpi að sviðslistalögum. Þjóðleikhússtjóri sá eini sem ekki ritar nafn sitt við ályktunina. Menntamálaráðherra hafnar fullyrðingum um að samráð hafi ekki verið haft. 14. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
„Það sem er verið að gera í þessum drögum er að laga leiklistarlög að lögum um opinbera starfsmenn og gera þjóðleikhússtjóra að einvöldum stjórnanda í leikhúsinu,“ segir Páll Baldvin Baldvinsson, formaður Félags leikstjóra á Íslandi, um drög mennta- og menningarmálaráðherra að lögum um sviðslistir. Félagar í Sviðslistasambandi Íslands höfnuðu frumvarpsdrögunum með ályktun sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda í gærkvöldi. Páll segir þjóðleikhúsráð gert nánast valdalaust í frumvarpsdrögunum. Birna Hafstein, forseti Sviðslistasambandsins, tekur undir það. „Í þessum drögum er einhver stórkostleg afturhaldshugsun um tíranníska uppbyggingu í Þjóðleikhúsinu.“ Það eigi að taka alla ábyrgð af þjóðleikhúsráði, engin krafa sé gerð um stöðu framkvæmdastjóra í húsinu heldur á þetta að verða einvaldsstofnun með einvalda þjóðleikhússtjóra. „Leikhús er fyrst og fremst samvinna og það endurspeglast alls ekki í þessum lögum,“ segir hún. Birna gagnrýnir einnig að ekkert sé minnst á þríhliðasamninga við leikhúsin á landsbyggðinni en í gildandi lögum sé heimild til slíkra samninga sem skipti miklu máli fyrir landsbyggðina. Þá sé gert ráð fyrir sviðslistaráði sem eigi bæði að deila út fé til sjálfstætt starfandi listafólks og vera ráðherra til ráðgjafar. „Við höfum alltaf sagt að þetta megi ekki fara saman, það eru ekki góðir stjórnarhættir.“Ari Matthíasson er Þjóðleikhússtjóri.Fréttablaðið/Anton BrinkAð lokum segir Birna að sviðslistafólk hafi lengi beðið eftir kynningarmiðstöð sviðslistanna eins og komið hafi verið á fót fyrir aðrar listgreinar. Um árabil hafi verið gefin fyrirheit um að kveðið verði á um hana í nýjum lögum en hvergi sé minnst á hana í frumvarpsdrögunum. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri og Ragnheiður Skúladóttir, framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins, gagnrýna drögin einnig og sérstaklega að ekkert samráð hafi verið haft við listageirann en því hafi verið öðruvísi farið þegar fyrst var gerð atrenna að lagasetningu um sviðslistir, í tíð Katrínar Jakobsdóttur. „Íslenska óperan hefur verið flaggskip óperuflutnings í landinu í 40 ár og því finnst okkur skjóta skökku við að staða hennar sé ekki styrkt í þessu frumvarpi í samræmi við gildi stofnunarinnar bæði í listrænu samhengi og fyrir þjóðina,“ segir Steinunn. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að ráðuneytið hafi sannarlega haft samráð, til dæmis með stórum samráðsfundi sem haldinn var 17. janúar. Fundi sem Páll Baldvin, Birna Hafstein og Steinunn Birna sátu. „Þetta samráð hefur farið fram,“ segir Lilja. „En ég hvet auðvitað sviðslistafólk til að nýta sér samráðsgáttina, hún er til þess gerð að fá viðbrögð og til að bæta lagasetningu á Íslandi.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Gefa frumvarpi Lilju falleinkunn Sviðlistafólk ályktar gegn drögum að frumvarpi að sviðslistalögum. Þjóðleikhússtjóri sá eini sem ekki ritar nafn sitt við ályktunina. Menntamálaráðherra hafnar fullyrðingum um að samráð hafi ekki verið haft. 14. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Gefa frumvarpi Lilju falleinkunn Sviðlistafólk ályktar gegn drögum að frumvarpi að sviðslistalögum. Þjóðleikhússtjóri sá eini sem ekki ritar nafn sitt við ályktunina. Menntamálaráðherra hafnar fullyrðingum um að samráð hafi ekki verið haft. 14. nóvember 2018 06:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?