Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. nóvember 2018 06:00 Páll segir þjóðleikhúsráð gert nánast valdalaust í frumvarpsdrögunum. Fréttablaðið/GVA „Það sem er verið að gera í þessum drögum er að laga leiklistarlög að lögum um opinbera starfsmenn og gera þjóðleikhússtjóra að einvöldum stjórnanda í leikhúsinu,“ segir Páll Baldvin Baldvinsson, formaður Félags leikstjóra á Íslandi, um drög mennta- og menningarmálaráðherra að lögum um sviðslistir. Félagar í Sviðslistasambandi Íslands höfnuðu frumvarpsdrögunum með ályktun sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda í gærkvöldi. Páll segir þjóðleikhúsráð gert nánast valdalaust í frumvarpsdrögunum. Birna Hafstein, forseti Sviðslistasambandsins, tekur undir það. „Í þessum drögum er einhver stórkostleg afturhaldshugsun um tíranníska uppbyggingu í Þjóðleikhúsinu.“ Það eigi að taka alla ábyrgð af þjóðleikhúsráði, engin krafa sé gerð um stöðu framkvæmdastjóra í húsinu heldur á þetta að verða einvaldsstofnun með einvalda þjóðleikhússtjóra. „Leikhús er fyrst og fremst samvinna og það endurspeglast alls ekki í þessum lögum,“ segir hún. Birna gagnrýnir einnig að ekkert sé minnst á þríhliðasamninga við leikhúsin á landsbyggðinni en í gildandi lögum sé heimild til slíkra samninga sem skipti miklu máli fyrir landsbyggðina. Þá sé gert ráð fyrir sviðslistaráði sem eigi bæði að deila út fé til sjálfstætt starfandi listafólks og vera ráðherra til ráðgjafar. „Við höfum alltaf sagt að þetta megi ekki fara saman, það eru ekki góðir stjórnarhættir.“Ari Matthíasson er Þjóðleikhússtjóri.Fréttablaðið/Anton BrinkAð lokum segir Birna að sviðslistafólk hafi lengi beðið eftir kynningarmiðstöð sviðslistanna eins og komið hafi verið á fót fyrir aðrar listgreinar. Um árabil hafi verið gefin fyrirheit um að kveðið verði á um hana í nýjum lögum en hvergi sé minnst á hana í frumvarpsdrögunum. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri og Ragnheiður Skúladóttir, framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins, gagnrýna drögin einnig og sérstaklega að ekkert samráð hafi verið haft við listageirann en því hafi verið öðruvísi farið þegar fyrst var gerð atrenna að lagasetningu um sviðslistir, í tíð Katrínar Jakobsdóttur. „Íslenska óperan hefur verið flaggskip óperuflutnings í landinu í 40 ár og því finnst okkur skjóta skökku við að staða hennar sé ekki styrkt í þessu frumvarpi í samræmi við gildi stofnunarinnar bæði í listrænu samhengi og fyrir þjóðina,“ segir Steinunn. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að ráðuneytið hafi sannarlega haft samráð, til dæmis með stórum samráðsfundi sem haldinn var 17. janúar. Fundi sem Páll Baldvin, Birna Hafstein og Steinunn Birna sátu. „Þetta samráð hefur farið fram,“ segir Lilja. „En ég hvet auðvitað sviðslistafólk til að nýta sér samráðsgáttina, hún er til þess gerð að fá viðbrögð og til að bæta lagasetningu á Íslandi.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Gefa frumvarpi Lilju falleinkunn Sviðlistafólk ályktar gegn drögum að frumvarpi að sviðslistalögum. Þjóðleikhússtjóri sá eini sem ekki ritar nafn sitt við ályktunina. Menntamálaráðherra hafnar fullyrðingum um að samráð hafi ekki verið haft. 14. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
„Það sem er verið að gera í þessum drögum er að laga leiklistarlög að lögum um opinbera starfsmenn og gera þjóðleikhússtjóra að einvöldum stjórnanda í leikhúsinu,“ segir Páll Baldvin Baldvinsson, formaður Félags leikstjóra á Íslandi, um drög mennta- og menningarmálaráðherra að lögum um sviðslistir. Félagar í Sviðslistasambandi Íslands höfnuðu frumvarpsdrögunum með ályktun sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda í gærkvöldi. Páll segir þjóðleikhúsráð gert nánast valdalaust í frumvarpsdrögunum. Birna Hafstein, forseti Sviðslistasambandsins, tekur undir það. „Í þessum drögum er einhver stórkostleg afturhaldshugsun um tíranníska uppbyggingu í Þjóðleikhúsinu.“ Það eigi að taka alla ábyrgð af þjóðleikhúsráði, engin krafa sé gerð um stöðu framkvæmdastjóra í húsinu heldur á þetta að verða einvaldsstofnun með einvalda þjóðleikhússtjóra. „Leikhús er fyrst og fremst samvinna og það endurspeglast alls ekki í þessum lögum,“ segir hún. Birna gagnrýnir einnig að ekkert sé minnst á þríhliðasamninga við leikhúsin á landsbyggðinni en í gildandi lögum sé heimild til slíkra samninga sem skipti miklu máli fyrir landsbyggðina. Þá sé gert ráð fyrir sviðslistaráði sem eigi bæði að deila út fé til sjálfstætt starfandi listafólks og vera ráðherra til ráðgjafar. „Við höfum alltaf sagt að þetta megi ekki fara saman, það eru ekki góðir stjórnarhættir.“Ari Matthíasson er Þjóðleikhússtjóri.Fréttablaðið/Anton BrinkAð lokum segir Birna að sviðslistafólk hafi lengi beðið eftir kynningarmiðstöð sviðslistanna eins og komið hafi verið á fót fyrir aðrar listgreinar. Um árabil hafi verið gefin fyrirheit um að kveðið verði á um hana í nýjum lögum en hvergi sé minnst á hana í frumvarpsdrögunum. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri og Ragnheiður Skúladóttir, framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins, gagnrýna drögin einnig og sérstaklega að ekkert samráð hafi verið haft við listageirann en því hafi verið öðruvísi farið þegar fyrst var gerð atrenna að lagasetningu um sviðslistir, í tíð Katrínar Jakobsdóttur. „Íslenska óperan hefur verið flaggskip óperuflutnings í landinu í 40 ár og því finnst okkur skjóta skökku við að staða hennar sé ekki styrkt í þessu frumvarpi í samræmi við gildi stofnunarinnar bæði í listrænu samhengi og fyrir þjóðina,“ segir Steinunn. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að ráðuneytið hafi sannarlega haft samráð, til dæmis með stórum samráðsfundi sem haldinn var 17. janúar. Fundi sem Páll Baldvin, Birna Hafstein og Steinunn Birna sátu. „Þetta samráð hefur farið fram,“ segir Lilja. „En ég hvet auðvitað sviðslistafólk til að nýta sér samráðsgáttina, hún er til þess gerð að fá viðbrögð og til að bæta lagasetningu á Íslandi.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Gefa frumvarpi Lilju falleinkunn Sviðlistafólk ályktar gegn drögum að frumvarpi að sviðslistalögum. Þjóðleikhússtjóri sá eini sem ekki ritar nafn sitt við ályktunina. Menntamálaráðherra hafnar fullyrðingum um að samráð hafi ekki verið haft. 14. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Gefa frumvarpi Lilju falleinkunn Sviðlistafólk ályktar gegn drögum að frumvarpi að sviðslistalögum. Þjóðleikhússtjóri sá eini sem ekki ritar nafn sitt við ályktunina. Menntamálaráðherra hafnar fullyrðingum um að samráð hafi ekki verið haft. 14. nóvember 2018 06:00