Hlutfall nemenda í starfsnámi á Íslandi með því lægsta í Evrópu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 11:55 Flestir nemendur sem velja starfsnám eru í húsasmíði, rafiðnum og sjúkraliðanámi. Fréttablaðið/Anna Fjóla Aðeins 13,5 prósent ungra nýnema á framhaldsskólastigi völdu einhverskonar starfsnám á síðasta skólaári. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Menntamálastofnunar. Það er þó örlítil fjölgun frá árinu áður en talsvert undir meðaltali síðustu tíu ára. Hlutfall nemenda í starfsnámi á Íslandi er með því lægsta í Evrópu en einungis í Litháen og á Írlandi er hlutfallið lægra samkvæmt nýrri skýrslu OECD um menntamál. Að meðaltali stunda tæp 19 prósent ungs fólks í 27 Evrópulöndum starfsnám en hér á landi er hlutfallið 10,2 prósent. Flestir nemendur sem velja starfsnám eru í húsasmíði, rafiðnum og sjúkraliðanámi. Þá er meðalaldur við brautskráningu úr starfsnámi hæstur hér á landi. Fjórði hver nýnemi í starfsnámi var á síðasta námsári yfir tvítugu og meðalaldur við fyrstu brautskráningu var tæp 28 ár. Ísland er einnig sér á báti þegar litið er á kynjahlutföll í starfsnámi. Hlutfall ungra kvenna (15 – 24 ára) í starfsnámi á framhaldsskólastigi árið 2016 var 16,5 prósent á móti 32 prósent karla. Þetta er næstlægsta hlutfall ungra kvenna í starfsnámi miðað við önnur Evrópulönd og næstmesti kynjamunurinn. Þá voru karlar í meirihluta í tveimur vinsælustu iðngreinunum á Íslandi, húsasmíði og rafiðnum á meðan einungis örfáar konur lögðu stund á þessar greinum. Konur eru í miklum meirihluta nemenda í sjúkraliðanámi, listtengdu starfsnámi og á félagsliðabrautum. Skóla - og menntamál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Aðeins 13,5 prósent ungra nýnema á framhaldsskólastigi völdu einhverskonar starfsnám á síðasta skólaári. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Menntamálastofnunar. Það er þó örlítil fjölgun frá árinu áður en talsvert undir meðaltali síðustu tíu ára. Hlutfall nemenda í starfsnámi á Íslandi er með því lægsta í Evrópu en einungis í Litháen og á Írlandi er hlutfallið lægra samkvæmt nýrri skýrslu OECD um menntamál. Að meðaltali stunda tæp 19 prósent ungs fólks í 27 Evrópulöndum starfsnám en hér á landi er hlutfallið 10,2 prósent. Flestir nemendur sem velja starfsnám eru í húsasmíði, rafiðnum og sjúkraliðanámi. Þá er meðalaldur við brautskráningu úr starfsnámi hæstur hér á landi. Fjórði hver nýnemi í starfsnámi var á síðasta námsári yfir tvítugu og meðalaldur við fyrstu brautskráningu var tæp 28 ár. Ísland er einnig sér á báti þegar litið er á kynjahlutföll í starfsnámi. Hlutfall ungra kvenna (15 – 24 ára) í starfsnámi á framhaldsskólastigi árið 2016 var 16,5 prósent á móti 32 prósent karla. Þetta er næstlægsta hlutfall ungra kvenna í starfsnámi miðað við önnur Evrópulönd og næstmesti kynjamunurinn. Þá voru karlar í meirihluta í tveimur vinsælustu iðngreinunum á Íslandi, húsasmíði og rafiðnum á meðan einungis örfáar konur lögðu stund á þessar greinum. Konur eru í miklum meirihluta nemenda í sjúkraliðanámi, listtengdu starfsnámi og á félagsliðabrautum.
Skóla - og menntamál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira