Kona fer í stríð verðlaunuð af Evrópuþinginu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. nóvember 2018 13:18 Benedikt með verðlaunin í Strassborg í dag. EPA/PATRICK SEEGER Benedikt Erlingsson leikstjóri hlaut í dag LUX kvikmyndaverðlaun Evrópuþingsins við hátíðlega athöfn í Evrópuþinginu í Strassborg fyrir kvikmynd sína, Kona fer í stríð. Verðlaun þessi eru veitt árlega þeirri mynd sem þykir best beina kastljósinu að helstu félagslegu og pólitísku álitaefnum okkar tíma.Halldóra Geirharðsdóttir sést hér í hlutverki kórstjórans Höllu. Í síðustu viku var hún tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fyrir leik sinn.„Það er mikill heiður að vera hér í musteri löggjafarvaldsins. Mér líður eins og stjórnmálamanni en ég held að stjórnmálamenn séu einnig sagnamenn. Þið þingmenn eruð raunar afar hugrakkir því þið eruð að takast á við hinar raunverulegu áskoranir baráttunnar gegn loftslagsbreytingum,“ sagði Benedikt Erlingsson við þetta tækifæri og bætti við: „Loftslagsbreytingar verða miðpunktur allra stjórnmála í framtíðinni“. Kona fer í stríð er kvikmynd sem hvetur til borgaralegs mótþróa, til að berast fyrir og bjarga náttúrunni frá græðgi og ofurvaldi stórra iðnfyrirtækja. Hún er samstarfsverkefni íslenskra, franskra og úkraínskra aðila.Klippa: Ræða Benedikts Erlingssonar á Evrópuþinginu Myndin keppti til úrslita við kvikmyndirnar Styx og Hin hliðin á öllu saman. Allar LUX úrslitamyndirnar þrjár voru sýndar á sérstakri LUX dagskrá á RIFF kvikmyndahátíðinni á Íslandi í ár. „Það voru þingmenn Evrópuþingsins, kjörnir fulltrúar íbúa Evrópusambandsins, sem völdu myndina, enda hvetur hún til umræðu um áskoranir Evrópu og framtíðartækifæri, um baráttuna við umhverfisspjöll, með femíniskum undirtónum,“ eins og segir í tilkynningu frá Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi.Hér fyrir neðan má sjá verðlaunaafhendinguna í heild sinni.Klippa: Lux-verðlaunin afhent í Evrópuþinginu Áður hafa íslensku kvikmyndirnar Hrútar og Hjartasteinn komið til greina sem verðlaunamyndir hjá Evrópuþinginu.Klippa: Kona fer í stríð - sýnishorn Menning Tengdar fréttir Segir Hollywood og Tom Cruise geta lært margt af nýjustu mynd sinni Benedikt Erlingsson fór mikinn í samtali við blaðamenn í Los Angeles. 26. október 2018 14:19 Kona fer í stríð vann til SACD verðlauna í Cannes Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson, handritshöfundar Kona fer í stríð, unnu til SACD verðlaunanna á Critic's Week í Cannes í dag. 16. maí 2018 18:51 Kona fer í stríð hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Kvikmyndin hlaut verðlaunin fyrir leiftrandi skemmtilega meðferð á hápólitísku viðfangsefni. 30. október 2018 19:11 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Benedikt Erlingsson leikstjóri hlaut í dag LUX kvikmyndaverðlaun Evrópuþingsins við hátíðlega athöfn í Evrópuþinginu í Strassborg fyrir kvikmynd sína, Kona fer í stríð. Verðlaun þessi eru veitt árlega þeirri mynd sem þykir best beina kastljósinu að helstu félagslegu og pólitísku álitaefnum okkar tíma.Halldóra Geirharðsdóttir sést hér í hlutverki kórstjórans Höllu. Í síðustu viku var hún tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fyrir leik sinn.„Það er mikill heiður að vera hér í musteri löggjafarvaldsins. Mér líður eins og stjórnmálamanni en ég held að stjórnmálamenn séu einnig sagnamenn. Þið þingmenn eruð raunar afar hugrakkir því þið eruð að takast á við hinar raunverulegu áskoranir baráttunnar gegn loftslagsbreytingum,“ sagði Benedikt Erlingsson við þetta tækifæri og bætti við: „Loftslagsbreytingar verða miðpunktur allra stjórnmála í framtíðinni“. Kona fer í stríð er kvikmynd sem hvetur til borgaralegs mótþróa, til að berast fyrir og bjarga náttúrunni frá græðgi og ofurvaldi stórra iðnfyrirtækja. Hún er samstarfsverkefni íslenskra, franskra og úkraínskra aðila.Klippa: Ræða Benedikts Erlingssonar á Evrópuþinginu Myndin keppti til úrslita við kvikmyndirnar Styx og Hin hliðin á öllu saman. Allar LUX úrslitamyndirnar þrjár voru sýndar á sérstakri LUX dagskrá á RIFF kvikmyndahátíðinni á Íslandi í ár. „Það voru þingmenn Evrópuþingsins, kjörnir fulltrúar íbúa Evrópusambandsins, sem völdu myndina, enda hvetur hún til umræðu um áskoranir Evrópu og framtíðartækifæri, um baráttuna við umhverfisspjöll, með femíniskum undirtónum,“ eins og segir í tilkynningu frá Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi.Hér fyrir neðan má sjá verðlaunaafhendinguna í heild sinni.Klippa: Lux-verðlaunin afhent í Evrópuþinginu Áður hafa íslensku kvikmyndirnar Hrútar og Hjartasteinn komið til greina sem verðlaunamyndir hjá Evrópuþinginu.Klippa: Kona fer í stríð - sýnishorn
Menning Tengdar fréttir Segir Hollywood og Tom Cruise geta lært margt af nýjustu mynd sinni Benedikt Erlingsson fór mikinn í samtali við blaðamenn í Los Angeles. 26. október 2018 14:19 Kona fer í stríð vann til SACD verðlauna í Cannes Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson, handritshöfundar Kona fer í stríð, unnu til SACD verðlaunanna á Critic's Week í Cannes í dag. 16. maí 2018 18:51 Kona fer í stríð hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Kvikmyndin hlaut verðlaunin fyrir leiftrandi skemmtilega meðferð á hápólitísku viðfangsefni. 30. október 2018 19:11 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Segir Hollywood og Tom Cruise geta lært margt af nýjustu mynd sinni Benedikt Erlingsson fór mikinn í samtali við blaðamenn í Los Angeles. 26. október 2018 14:19
Kona fer í stríð vann til SACD verðlauna í Cannes Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson, handritshöfundar Kona fer í stríð, unnu til SACD verðlaunanna á Critic's Week í Cannes í dag. 16. maí 2018 18:51
Kona fer í stríð hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Kvikmyndin hlaut verðlaunin fyrir leiftrandi skemmtilega meðferð á hápólitísku viðfangsefni. 30. október 2018 19:11