Óska eftir umsögnum um plastpokafrumvarp Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2018 18:47 Um er að ræða breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, en með frumvarpinu er innleidd Evróputilskipun sem lýtur að því að draga úr notkun á þunnum plastpokum. vísir/vilhelm Óskað hefur verið eftir umsögnum um frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um takmörkun á notkun plastpoka. Um er að ræða breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, en með frumvarpinu er innleidd Evróputilskipun sem lýtur að því að draga úr notkun á þunnum plastpokum. Þar er sett fram tillaga að tölulegum markmiðum sem skuli náð varðandi árlega notkun plastpoka. Er lagt til að eigi síðar en í árslok 2019 skuli árlegt notkunarmagn plastpoka vera 90 á hvern einstakling eða færri og eigi síðar en í árslok 2025 skuli magnið vera 40 burðarpokar eða færri. Á heimasíðu stjórnarráðsins segir að frumvarpið geri einnig ráð fyrir að bannað verði að afhenda plastpoka án endurgjalds á sölustöðum vara og að gjaldið verði sýnilegt á kassakvittun. Þá verði lagt til að óheimilt verði að afhenda burðarpoka úr plasti, hvort sem er með eða án endurgjalds, á sölustöðum vara frá og með 1. júlí 2021. Bónus greindi frá því í síðasta mánuði að hætt hafi verið að selja plastpoka í verslunum þess og yrði þess í stað boðið upp á lífniðurbrjótanlega burðarpoka.Berist fyrir 28. nóvember „Frumvarpið er í samræmi við tillögu að aðgerðaáætlun um hvernig draga má úr notkun plasts, bæta endurvinnslu þess og takast á við plastmengun í hafi sem samráðsvettvangur um aðgerðaáætlun í plastmálefnum skilaði til umhverfis- og auðlindaráðherra 1. nóvember 2018. Þar eru lagðar til alls 18 aðgerðir og eru tillögurnar í samráðsferli til 4. desember 2018. Ein af aðgerðunum sem gerð er tillaga um varðar burðapoka úr plasti. Óskað er eftir því að athugasemdir við frumvarpsdrögin berist í samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 28. nóvember nk.,“ segir í fréttinni. Neytendur Umhverfismál Tengdar fréttir Bónus hættir með plastpoka Bónus mun á næstunni hætta sölu á plastburðarpokum í verslunum sínum. 27. október 2018 11:27 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Óskað hefur verið eftir umsögnum um frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um takmörkun á notkun plastpoka. Um er að ræða breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, en með frumvarpinu er innleidd Evróputilskipun sem lýtur að því að draga úr notkun á þunnum plastpokum. Þar er sett fram tillaga að tölulegum markmiðum sem skuli náð varðandi árlega notkun plastpoka. Er lagt til að eigi síðar en í árslok 2019 skuli árlegt notkunarmagn plastpoka vera 90 á hvern einstakling eða færri og eigi síðar en í árslok 2025 skuli magnið vera 40 burðarpokar eða færri. Á heimasíðu stjórnarráðsins segir að frumvarpið geri einnig ráð fyrir að bannað verði að afhenda plastpoka án endurgjalds á sölustöðum vara og að gjaldið verði sýnilegt á kassakvittun. Þá verði lagt til að óheimilt verði að afhenda burðarpoka úr plasti, hvort sem er með eða án endurgjalds, á sölustöðum vara frá og með 1. júlí 2021. Bónus greindi frá því í síðasta mánuði að hætt hafi verið að selja plastpoka í verslunum þess og yrði þess í stað boðið upp á lífniðurbrjótanlega burðarpoka.Berist fyrir 28. nóvember „Frumvarpið er í samræmi við tillögu að aðgerðaáætlun um hvernig draga má úr notkun plasts, bæta endurvinnslu þess og takast á við plastmengun í hafi sem samráðsvettvangur um aðgerðaáætlun í plastmálefnum skilaði til umhverfis- og auðlindaráðherra 1. nóvember 2018. Þar eru lagðar til alls 18 aðgerðir og eru tillögurnar í samráðsferli til 4. desember 2018. Ein af aðgerðunum sem gerð er tillaga um varðar burðapoka úr plasti. Óskað er eftir því að athugasemdir við frumvarpsdrögin berist í samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 28. nóvember nk.,“ segir í fréttinni.
Neytendur Umhverfismál Tengdar fréttir Bónus hættir með plastpoka Bónus mun á næstunni hætta sölu á plastburðarpokum í verslunum sínum. 27. október 2018 11:27 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Bónus hættir með plastpoka Bónus mun á næstunni hætta sölu á plastburðarpokum í verslunum sínum. 27. október 2018 11:27