Stofna sjóð til minningar um fjölhæfan listamann Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 08:00 "Við minnumst Heimis á jákvæðan hátt með því að stofna sjóð með tónleikunum í Reykholti,“ segir Jónína Erna Við erum mörg sem ætlum að koma fram á tónleikum í Reykholtskirkju annað kvöld og gefa vinnuna okkar því aðgangseyririnn á að ganga í nýjan sjóð sem stofnaður hefur verið til að vera ungu borgfirsku tónlistarfólki bakhjarl. Með því viljum við heiðra minningu Heimis Klemenzsonar frá Dýrastöðum í Norðurárdal sem lést með sviplegum hætti fyrr á þessu ári,“ segir Jónína Erna Arnardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi, áður kennari við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Hún kveðst hafa þekkt Heimi vel. „Heimir var nemandi minn frá því hann var sjö, átta ára, þegar hann byrjaði að læra á píanó í Varmalandsskóla. Hann var strax efnilegur og útskrifaðist með framhaldsstig 2013, og hélt þá glæsilega tónleika. Einstaka sinnum leysti hann mig líka af í píanókennslunni. Hann fór svo í í FÍH í rytmískt píanónám og var í kennaranámi þegar hann lést. Hann og kærastan hans Iðunn bjuggu um tíma á Snæfellsnesinu en voru flutt í Borgarnes og búin að eignast litla dóttur.“ Heimir lét til sín taka á tónlistarsviðinu með margvíslegum hætti, að sögn Jónínu. Var meðleikari hjá karlakórnum Söngbræðrum og vann með öðrum tónlistarmönnum, gaf út sólóplötu og var aktívur bæði í að spila og semja. „Það kom snemma í ljós að hann gat samið, það gerði hann oft hjá mér og spilaði frumsamin verk á öllum þremur áfangaprófunum,“ segir Jónína. „Hann var með nemendakór á Hvanneyri og hoppaði inn í starf organista í Stafholti, þegar með þurfti. Var bara mjög fjölhæfur tónlistarmaður sem dýrmætt var að eiga að og það varð sannarlega skarð fyrir skildi við fráfall hans. Við minnumst Heimis á jákvæðan hátt með því að stofna sjóð með tónleikunum í Reykholti á morgun. Þannig verður mögulegt að styrkja tónlistarfólk á Borgarfjarðarsvæðinu og því er miðaverð kannski svolítið hærra en fólk á að venjast. Flestir sem koma fram unnu með Heimi eða tengjast fjölskyldu hans á einhvern hátt,“ segir Jónína. „Við erum líka búin að stofna fésbókarsíðu, hún heitir einfaldlega Minningarsjóður Heimis Klemenzsonar.“ Kirkjan verður opnuð klukkan 20 en tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Miðaverð fyrir fullorðna er 4.000 krónur og 1.000 fyrir 16 ára og yngri. Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Sjá meira
Við erum mörg sem ætlum að koma fram á tónleikum í Reykholtskirkju annað kvöld og gefa vinnuna okkar því aðgangseyririnn á að ganga í nýjan sjóð sem stofnaður hefur verið til að vera ungu borgfirsku tónlistarfólki bakhjarl. Með því viljum við heiðra minningu Heimis Klemenzsonar frá Dýrastöðum í Norðurárdal sem lést með sviplegum hætti fyrr á þessu ári,“ segir Jónína Erna Arnardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi, áður kennari við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Hún kveðst hafa þekkt Heimi vel. „Heimir var nemandi minn frá því hann var sjö, átta ára, þegar hann byrjaði að læra á píanó í Varmalandsskóla. Hann var strax efnilegur og útskrifaðist með framhaldsstig 2013, og hélt þá glæsilega tónleika. Einstaka sinnum leysti hann mig líka af í píanókennslunni. Hann fór svo í í FÍH í rytmískt píanónám og var í kennaranámi þegar hann lést. Hann og kærastan hans Iðunn bjuggu um tíma á Snæfellsnesinu en voru flutt í Borgarnes og búin að eignast litla dóttur.“ Heimir lét til sín taka á tónlistarsviðinu með margvíslegum hætti, að sögn Jónínu. Var meðleikari hjá karlakórnum Söngbræðrum og vann með öðrum tónlistarmönnum, gaf út sólóplötu og var aktívur bæði í að spila og semja. „Það kom snemma í ljós að hann gat samið, það gerði hann oft hjá mér og spilaði frumsamin verk á öllum þremur áfangaprófunum,“ segir Jónína. „Hann var með nemendakór á Hvanneyri og hoppaði inn í starf organista í Stafholti, þegar með þurfti. Var bara mjög fjölhæfur tónlistarmaður sem dýrmætt var að eiga að og það varð sannarlega skarð fyrir skildi við fráfall hans. Við minnumst Heimis á jákvæðan hátt með því að stofna sjóð með tónleikunum í Reykholti á morgun. Þannig verður mögulegt að styrkja tónlistarfólk á Borgarfjarðarsvæðinu og því er miðaverð kannski svolítið hærra en fólk á að venjast. Flestir sem koma fram unnu með Heimi eða tengjast fjölskyldu hans á einhvern hátt,“ segir Jónína. „Við erum líka búin að stofna fésbókarsíðu, hún heitir einfaldlega Minningarsjóður Heimis Klemenzsonar.“ Kirkjan verður opnuð klukkan 20 en tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Miðaverð fyrir fullorðna er 4.000 krónur og 1.000 fyrir 16 ára og yngri.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Sjá meira