Innlent

Gunnar, Eiríkur, Fannar og Raxi eru í nýrri Hrútaskrá

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Nikulás er einn af hrútunum í nýju hrútaskránni en hann er svartarnhöfðóttur, sokkóttur, hyrndur. Hann var valinn á sæðingastöð sumarið 2017 til liðsinnis við varðveislu forystufjár.
Nikulás er einn af hrútunum í nýju hrútaskránni en hann er svartarnhöfðóttur, sokkóttur, hyrndur. Hann var valinn á sæðingastöð sumarið 2017 til liðsinnis við varðveislu forystufjár. Halla Eygló Sveinsdóttir
Eitt allra vinælasta rit sauðbjárbænda og áhugafólks um íslensku sauðkindina er komið út, Hrútaskráin þar sem kynntir eru 44 hrútar sem notaðir verða til sæðinga í vetur á Sauðfjársæðingastöð Vesturlands og Suðurlands. Til að byrja með kemur skráin aðeins út á pdf formi en prentaða útgáfan kemur út í næstu viku.

„Hrútakosturinn er að venju gríðarlega öflugur, blanda af reynsluboltum sæðingastöðvanna og yngri kappa sem hafa nú hafið sinn fyrsta vetur á sæðingastöðvunum“, segir Guðmundur Jóhannesson, ritstjóri skrárinnar sem er 52 síður að stærð prýdd fallegum ljósmyndum af öllum hrútunum.

 

 

 

 

Nýja Hrútaskráin sem var að koma út á pfd formi en prentaða útgáfan kemur út í næstu viku.Halla Eygló Sveinsdóttir

Nöfn hrútanna

Nöfn hrútanna í skránni eru mjög fjölbreytt en þar má t.d. nefna nöfnin Kölski, Frosti, Eiríkur, Gunnar, Durtur, Glæpur, Fannar, Raxi, Gutti, Tvistur, Njörður, Fjalldrapi, Drjúgur, Jökull, Dúlli, Strumpur, Malli, Spakur, Óðinni, Fáfnir og Kögull.

Hrútaskrána má lesa hér.

 

Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarsins er ritstjóri Hrútaskrárinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×