Fengu nei við frávísunarkröfu í Bitcoin-málinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2018 16:26 Byggingin í Borgarnesi þar sem brotist var inn um nótt til að stela tölvum úr gagnaveri. Fréttablaðið/Ernir Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í dag frávísunarkröfu fimm sakborninga af sjö í Bitcoin-málinu svonefnda þar sem sjö karlmenn eru grunaðir um aðild að einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar. Alda Hrönn Jóhannesdóttir, saksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Enginn sakborninganna var viðstaddur uppkvaðningu úrskurðarins í dag samkvæmt upplýsingum RÚV. Frávísunarkrafan var lögð fram við fyrirtöku málsins í síðustu viku. Þar sögðu fjórir verjendur að þeir hefðu fengið takmarkaðan aðgang að gögnum málsins. Verjendur tveggja, þeirra Matthíasar Jóns Karlssonar og Sindra Þórs Stefánssonar, sem sátu lengst í gæsluvarðhaldi, sögðu að raunverulegt markmið varðhaldsins hafi verið að brjóta þá niður svo þeir myndu láta af rétti sínum til þess að neita að tjá sig. Í málflutningi á föstudag kvaðst Alda Hrönn Jónsdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum, ekki ætla að fara mörgum orðum um gæsluvarðhaldið. Fráleitt væri að fara fram á frávísun á grundvelli atriða sem staðfestir hefðu verið með dómum. Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar en þeir Matthías Jón og Sindri Þór eru meðal annars ákærðir fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarnesi ásamt Pétri Stanislav Karlssyni. Meint brot þeirra voru framin í desember og janúar síðastliðnum og geta varðað allt að sex ára fangelsi samkvæmt hegningarlögum. Aðalmeðferð málsins er fyrirhuguð þann 3. desember. Lögmenn sakborninanna fimm sem kröfðust frávísunar hafa þrjá sólarhringa til að kæra úrskurðinn til Landsréttar, hugnist þeim það. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. 1. nóvember 2018 09:15 Sindri Þór reiddi fram 2,5 milljónir króna fyrir að losna úr farbanni Fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni. 11. október 2018 14:14 Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Búist við að hann verði viðstaddur aðalmeðferð málsins. 11. október 2018 13:51 Bitcoin-málið: Einn kveðst vera með fjarvistarsönnun og annar mætti ekki í skýrslutöku Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar. 13. nóvember 2018 14:30 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í dag frávísunarkröfu fimm sakborninga af sjö í Bitcoin-málinu svonefnda þar sem sjö karlmenn eru grunaðir um aðild að einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar. Alda Hrönn Jóhannesdóttir, saksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Enginn sakborninganna var viðstaddur uppkvaðningu úrskurðarins í dag samkvæmt upplýsingum RÚV. Frávísunarkrafan var lögð fram við fyrirtöku málsins í síðustu viku. Þar sögðu fjórir verjendur að þeir hefðu fengið takmarkaðan aðgang að gögnum málsins. Verjendur tveggja, þeirra Matthíasar Jóns Karlssonar og Sindra Þórs Stefánssonar, sem sátu lengst í gæsluvarðhaldi, sögðu að raunverulegt markmið varðhaldsins hafi verið að brjóta þá niður svo þeir myndu láta af rétti sínum til þess að neita að tjá sig. Í málflutningi á föstudag kvaðst Alda Hrönn Jónsdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum, ekki ætla að fara mörgum orðum um gæsluvarðhaldið. Fráleitt væri að fara fram á frávísun á grundvelli atriða sem staðfestir hefðu verið með dómum. Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar en þeir Matthías Jón og Sindri Þór eru meðal annars ákærðir fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarnesi ásamt Pétri Stanislav Karlssyni. Meint brot þeirra voru framin í desember og janúar síðastliðnum og geta varðað allt að sex ára fangelsi samkvæmt hegningarlögum. Aðalmeðferð málsins er fyrirhuguð þann 3. desember. Lögmenn sakborninanna fimm sem kröfðust frávísunar hafa þrjá sólarhringa til að kæra úrskurðinn til Landsréttar, hugnist þeim það.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. 1. nóvember 2018 09:15 Sindri Þór reiddi fram 2,5 milljónir króna fyrir að losna úr farbanni Fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni. 11. október 2018 14:14 Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Búist við að hann verði viðstaddur aðalmeðferð málsins. 11. október 2018 13:51 Bitcoin-málið: Einn kveðst vera með fjarvistarsönnun og annar mætti ekki í skýrslutöku Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar. 13. nóvember 2018 14:30 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. 1. nóvember 2018 09:15
Sindri Þór reiddi fram 2,5 milljónir króna fyrir að losna úr farbanni Fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni. 11. október 2018 14:14
Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Búist við að hann verði viðstaddur aðalmeðferð málsins. 11. október 2018 13:51
Bitcoin-málið: Einn kveðst vera með fjarvistarsönnun og annar mætti ekki í skýrslutöku Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar. 13. nóvember 2018 14:30