Geggjað ef Selfoss yrði jólabær Íslands Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. nóvember 2018 19:45 Eitt hús ber af á Selfossi þegar jólaskreytingar eru annars vegar en það er hús er kallað jólahúsið við Austurveginn þar sem þjóðvegur eitt liggur í gegnum Selfoss. Húsmóðirin á heimilinu segir að með þessu sé fjölskyldan að halda í jólabarnið í sér og henni finnst ekkert of snemmt að kveikja jólaljósin um miðjan nóvember. Það eru hjónin Gísli Þór Guðmundsson og Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir sem eiga og búa í húsinu, ásamt börnum sínum og hundi. Á neðri hæðinni er Sólveig Ósk með hárgreiðslustofu. Hún segist vera mikið jólabarn og elski jólaskreytingar og jólin. „Þetta gefur okkur rosalega mikið því okkur finnst þetta öllum svo gaman, annars værum við ekki að þessu, maður verður að halda í barnið í sér“, segir Sólveig Ósk.Sólveig Ósk segist vera mikið jólabarn og vill helst gera Selfoss að jólabæ Íslands.Magnús HlynurHús Gísla Þórs og Sólveigar Óskar fær mikla athygli út af fallegu jólaskreytingunum. „Það er mjög gaman að sjá hvað fólk fylgist með húsinu og er duglegt að taka myndir. Það sjá allir húsið sem keyra hérna fram hjá enda er húsið við þjóðveg númer eitt. Útlendingar ganga aðallega að húsinu og taka myndir af sér við húsið, spyrja ekkert um leyfi, , það er allt í lagi. Það vantar bara jólasvein í ruggustólinn ef einhver býður sig fram“, segir Sólveig Ósk kát og hress. Hún segist vera ánægð með hvað Selfyssingar eru duglegir að skreyta fyrir jólin, hvort sem það er við heimili fólks eða hjá fyrirtækjum. „Já, ég er mjög ánægð með okkar bæ allavega, ég væri alveg til í að bærinn myndi breytast í jólabæ ef allir myndu vera duglegir eins og við, það væri alveg geggjað“, bætir Sólveig Ósk við. Jólaskraut Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Eitt hús ber af á Selfossi þegar jólaskreytingar eru annars vegar en það er hús er kallað jólahúsið við Austurveginn þar sem þjóðvegur eitt liggur í gegnum Selfoss. Húsmóðirin á heimilinu segir að með þessu sé fjölskyldan að halda í jólabarnið í sér og henni finnst ekkert of snemmt að kveikja jólaljósin um miðjan nóvember. Það eru hjónin Gísli Þór Guðmundsson og Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir sem eiga og búa í húsinu, ásamt börnum sínum og hundi. Á neðri hæðinni er Sólveig Ósk með hárgreiðslustofu. Hún segist vera mikið jólabarn og elski jólaskreytingar og jólin. „Þetta gefur okkur rosalega mikið því okkur finnst þetta öllum svo gaman, annars værum við ekki að þessu, maður verður að halda í barnið í sér“, segir Sólveig Ósk.Sólveig Ósk segist vera mikið jólabarn og vill helst gera Selfoss að jólabæ Íslands.Magnús HlynurHús Gísla Þórs og Sólveigar Óskar fær mikla athygli út af fallegu jólaskreytingunum. „Það er mjög gaman að sjá hvað fólk fylgist með húsinu og er duglegt að taka myndir. Það sjá allir húsið sem keyra hérna fram hjá enda er húsið við þjóðveg númer eitt. Útlendingar ganga aðallega að húsinu og taka myndir af sér við húsið, spyrja ekkert um leyfi, , það er allt í lagi. Það vantar bara jólasvein í ruggustólinn ef einhver býður sig fram“, segir Sólveig Ósk kát og hress. Hún segist vera ánægð með hvað Selfyssingar eru duglegir að skreyta fyrir jólin, hvort sem það er við heimili fólks eða hjá fyrirtækjum. „Já, ég er mjög ánægð með okkar bæ allavega, ég væri alveg til í að bærinn myndi breytast í jólabæ ef allir myndu vera duglegir eins og við, það væri alveg geggjað“, bætir Sólveig Ósk við.
Jólaskraut Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira