Fjármálaráðherra segir Samfylkinguna bara bjóða upp á skattahækkanir Heimir Már Pétursson skrifar 15. nóvember 2018 19:00 Samfylkingin leggur fram breytingartillögur um aukin útgjöld upp á 24 milljarða við aðra umræðu fjárlaga sem hófst í dag. Fjármálaráðherra segir flokkinn ekki bjóða upp á neitt annað en skattahækkanir. Stjórnarandstöðuflokkarnir leggja allir fram einhverjar breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið en Samfylkingin kynnti sínar tillögur í sautján liðum á fréttamannafundi í dag. Þar er meðal annars lagt til að auka framlög til almennra íbúða, barnabóta og vaxtabóta um tvo milljarða hvert fyrir sig og framlög til öryrkja annars vegar og eldri borgara hins vegar hækki um fjóra milljarða. Logi Einarsson, formaður flokksins, segir markmiðið með tillögunum að auka félagslegan stöðugleika. „Koma til móts við hópa sem hafa þurft að sitja eftir í uppsveiflunni og leggja meiri áherslu á átak í húsnæðismálum. Sem er auðvitað forsenda þess að mati atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar að hér geti náðst góðir kjarasamningar,” segir Logi.Grafík/TótlaÞá leggur Samfylkingin til aukin framlög til háskólanna og framhaldsskólanna, til Landspítalans, Sjúkrahússins á Akureyri og heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, til hjúkrunarheimila, samgangna og að óskum SÁÁ um aukin framlög upp á tæpar 300 milljónir verði að fullu mætt. Á móti leggur flokkurinn til að fallið verði frá lækkun veiðigjalda, tekinn verði upp tekju- og eignatengdur auðlegðarskattur, bankaskattur endurvakinn sem og sykurskattur. Þetta fjármagni útgjaldaaukninguna að fullu og rúmlega það. „Við viljum leggja meiri álögur á þá sem sannarlega geta borið það og verja millitekju- og lágtekjufólk sem á bara erfitt með að draga fram lífið. Við munum hins vegar líka skila auknum afgangi,” segir Logi. Í umræðunni um frumvarpið á Alþingi í dag sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Samfylkinguna tala eins og ekki sé verið að stórauka útgjöld á næsta ári, eða um 4,6 prósent, og hafi bara eitt svar. „Nýjan skatt á ferðaþjónustuna, komum aftur með sykurskattinn sem mun engu breyta í neysluvenjum, ekki frekar en síðast. Hann mun hækka matvöru, hann mun hækka verðlag. Hækka skatta endalaust. Það eru einu hugmyndirnar sem menn hafa úr þessari átt,” sagði fjármálaráðherra. Alþingi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2019 Skattar og tollar Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. 14. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Samfylkingin leggur fram breytingartillögur um aukin útgjöld upp á 24 milljarða við aðra umræðu fjárlaga sem hófst í dag. Fjármálaráðherra segir flokkinn ekki bjóða upp á neitt annað en skattahækkanir. Stjórnarandstöðuflokkarnir leggja allir fram einhverjar breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið en Samfylkingin kynnti sínar tillögur í sautján liðum á fréttamannafundi í dag. Þar er meðal annars lagt til að auka framlög til almennra íbúða, barnabóta og vaxtabóta um tvo milljarða hvert fyrir sig og framlög til öryrkja annars vegar og eldri borgara hins vegar hækki um fjóra milljarða. Logi Einarsson, formaður flokksins, segir markmiðið með tillögunum að auka félagslegan stöðugleika. „Koma til móts við hópa sem hafa þurft að sitja eftir í uppsveiflunni og leggja meiri áherslu á átak í húsnæðismálum. Sem er auðvitað forsenda þess að mati atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar að hér geti náðst góðir kjarasamningar,” segir Logi.Grafík/TótlaÞá leggur Samfylkingin til aukin framlög til háskólanna og framhaldsskólanna, til Landspítalans, Sjúkrahússins á Akureyri og heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, til hjúkrunarheimila, samgangna og að óskum SÁÁ um aukin framlög upp á tæpar 300 milljónir verði að fullu mætt. Á móti leggur flokkurinn til að fallið verði frá lækkun veiðigjalda, tekinn verði upp tekju- og eignatengdur auðlegðarskattur, bankaskattur endurvakinn sem og sykurskattur. Þetta fjármagni útgjaldaaukninguna að fullu og rúmlega það. „Við viljum leggja meiri álögur á þá sem sannarlega geta borið það og verja millitekju- og lágtekjufólk sem á bara erfitt með að draga fram lífið. Við munum hins vegar líka skila auknum afgangi,” segir Logi. Í umræðunni um frumvarpið á Alþingi í dag sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Samfylkinguna tala eins og ekki sé verið að stórauka útgjöld á næsta ári, eða um 4,6 prósent, og hafi bara eitt svar. „Nýjan skatt á ferðaþjónustuna, komum aftur með sykurskattinn sem mun engu breyta í neysluvenjum, ekki frekar en síðast. Hann mun hækka matvöru, hann mun hækka verðlag. Hækka skatta endalaust. Það eru einu hugmyndirnar sem menn hafa úr þessari átt,” sagði fjármálaráðherra.
Alþingi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2019 Skattar og tollar Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. 14. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. 14. nóvember 2018 19:00