Aðdáendur Avengers-leikara klóruðu sér í kollinum yfir dularfullu myndbandi Birgir Olgeirsson skrifar 15. nóvember 2018 17:39 Var leikarinn að auglýsa nýjan herrailm eða fara að kynna nýja sjónvarpsseríu? Twitter Aðdáendur breska leikarans Tom Hiddleston klóruðu sér margir í höfðinu þegar þeir sáu stutt myndbrot sem hann deildi á Twitter í gær. Þar má sjá mann ganga í átt að myndavél í neonlýstum undirgöngum. Hann nemur staðar og horfir út undan sér áður en hann lítur niður og er auðsýnilega dapur. Í lokin má sjá orðið Betrayal yfir skjánum og veltu margir fyrir sér hvað þetta átti að þýða. Var leikarinn að auglýsa nýjan herrailm eða fara að kynna nýja sjónvarpsseríu?pic.twitter.com/jTjYq4FHcb— Tom Hiddleston (@twhiddleston) November 14, 2018 Hið rétta er að Hiddleston mun leika eitt af aðalhlutverkunum í leikverkinu Svik eftir Nóbelskáldið Harold Pinter, sem heitir Betrayal á frummálinu. Um er að ræða eitt af opinskárri verkum Pinters sem segir frá hjónunum Róbert og Emmu og samskipti þeirra við besta vin Róberts, Jerry. Verkið segir frá ástarþríhyrningi þeirra en sagan er sögð aftur á bak í tíma og hefst á endalokum sambandsins og vinnur sig aftur að fyrsta stolna kossinum. Þetta verk var sett upp í Borgarleikhúsinu árið 2005 þar sem Ingvar E. Sigurðsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Hilmir Snær Guðnason léku aðalhlutverkin. Uppsetningin sem Hiddleston mun leika í verður hins vegar frumsýnd í mars næstkomandi í West End í Lundúnum. Þeir sem ekki þekkja til verka Hiddleston má nefna að hann er hvað þekktastur fyrir að leika hrekkjalóminn Loka í Marvel-myndunum um Avengers-hetjurnar. Áður en hann haslaði sér völl í þeim myndum hafði hann getið sér gott orð fyrir frammistöðu sína í West End. Bíó og sjónvarp Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
Aðdáendur breska leikarans Tom Hiddleston klóruðu sér margir í höfðinu þegar þeir sáu stutt myndbrot sem hann deildi á Twitter í gær. Þar má sjá mann ganga í átt að myndavél í neonlýstum undirgöngum. Hann nemur staðar og horfir út undan sér áður en hann lítur niður og er auðsýnilega dapur. Í lokin má sjá orðið Betrayal yfir skjánum og veltu margir fyrir sér hvað þetta átti að þýða. Var leikarinn að auglýsa nýjan herrailm eða fara að kynna nýja sjónvarpsseríu?pic.twitter.com/jTjYq4FHcb— Tom Hiddleston (@twhiddleston) November 14, 2018 Hið rétta er að Hiddleston mun leika eitt af aðalhlutverkunum í leikverkinu Svik eftir Nóbelskáldið Harold Pinter, sem heitir Betrayal á frummálinu. Um er að ræða eitt af opinskárri verkum Pinters sem segir frá hjónunum Róbert og Emmu og samskipti þeirra við besta vin Róberts, Jerry. Verkið segir frá ástarþríhyrningi þeirra en sagan er sögð aftur á bak í tíma og hefst á endalokum sambandsins og vinnur sig aftur að fyrsta stolna kossinum. Þetta verk var sett upp í Borgarleikhúsinu árið 2005 þar sem Ingvar E. Sigurðsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Hilmir Snær Guðnason léku aðalhlutverkin. Uppsetningin sem Hiddleston mun leika í verður hins vegar frumsýnd í mars næstkomandi í West End í Lundúnum. Þeir sem ekki þekkja til verka Hiddleston má nefna að hann er hvað þekktastur fyrir að leika hrekkjalóminn Loka í Marvel-myndunum um Avengers-hetjurnar. Áður en hann haslaði sér völl í þeim myndum hafði hann getið sér gott orð fyrir frammistöðu sína í West End.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira