Segir borgina í forystu í húsnæðismálum Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. nóvember 2018 06:15 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Fréttablaðið/Anton „Reykjavík er í ótvíræðri forystu í húsnæðismálunum. Ekki bara í því að það er verið að byggja meira og hraðar hér en annars staðar eins og við sjáum í talningu Samtaka iðnaðarins. Líka í því að við erum að sinna húsnæðisuppbyggingu fyrir alla hópa. Það þurfa auðvitað öll sveitarfélög að gera sitt og það dugir ekki að Reykjavík ein og sér sé að draga vagninn í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um húsnæðisuppbygginguna í borginni. Samkvæmt nýrri greiningu um fasteignamarkaðinn sem Capacent hefur unnið fyrir borgina og kynnt verður formlega í dag eru tæplega fimm þúsund íbúðir á framkvæmdastigi á 32 stöðum í borginni. Þá kemur fram í greiningunni að yfirstandandi ár verði metár í uppbyggingu íbúða en búist er við að bygging 1.400-1.500 íbúða verði hafin á árinu. Síðastliðin þrjú ár hefur þessi fjöldi verið um 900 íbúðir á ári. Dagur segir að á næstu árum sé verið að sigla inn í meira jafnvægi framboðs og eftirspurnar. „Stóru tíðindin í þessu er að það er lengi búið að kalla eftir uppbyggingu en nú er mjög mikill kraftur í henni og við erum bæði að fá inn á markaðinn í ár, á næsta og þarnæsta ári mjög mikið af íbúðum, inn á kaupendamarkað. Fyrstu mjög stóru árgangarnir getum við sagt af leiguíbúðum á lægra verði á vegum verkalýðshreyfingarinnar og töluvert á vegum stúdenta kemur inn á næsta ári og þarnæsta,“ segir Dagur. Húsnæðismálin hafa töluvert verið í umræðunni í tengslum við kjarasamninga. Drífa Snædal, forseti ASÍ, hefur til að mynda sagt að það vanti átta þúsund íbúðir og skipulag til framtíðar. Markaðsaðilar geti ekki stýrt framboði hverju sinni heldur þurfi að taka mið af raunverulegri þörf fólks. „Ég kalla eftir því nú í tengslum við kjarasamninga að við í sameiningu leggjum á ráðin um það hvað eigi að byggja mikið í samstarfi við verkalýðshreyfinguna, hvað þurfi mikið af íbúðum fyrir stúdenta, hvað þurfi mikið af íbúðum fyrir eldra fólk og hvert verði framlag stjórnvalda inn í þessa heildarmynd. Það mun ekki standa á borginni frekar en hingað til að eiga þetta samtal og leggja fram okkar áætlanir til þess að mæta þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Sjá meira
„Reykjavík er í ótvíræðri forystu í húsnæðismálunum. Ekki bara í því að það er verið að byggja meira og hraðar hér en annars staðar eins og við sjáum í talningu Samtaka iðnaðarins. Líka í því að við erum að sinna húsnæðisuppbyggingu fyrir alla hópa. Það þurfa auðvitað öll sveitarfélög að gera sitt og það dugir ekki að Reykjavík ein og sér sé að draga vagninn í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um húsnæðisuppbygginguna í borginni. Samkvæmt nýrri greiningu um fasteignamarkaðinn sem Capacent hefur unnið fyrir borgina og kynnt verður formlega í dag eru tæplega fimm þúsund íbúðir á framkvæmdastigi á 32 stöðum í borginni. Þá kemur fram í greiningunni að yfirstandandi ár verði metár í uppbyggingu íbúða en búist er við að bygging 1.400-1.500 íbúða verði hafin á árinu. Síðastliðin þrjú ár hefur þessi fjöldi verið um 900 íbúðir á ári. Dagur segir að á næstu árum sé verið að sigla inn í meira jafnvægi framboðs og eftirspurnar. „Stóru tíðindin í þessu er að það er lengi búið að kalla eftir uppbyggingu en nú er mjög mikill kraftur í henni og við erum bæði að fá inn á markaðinn í ár, á næsta og þarnæsta ári mjög mikið af íbúðum, inn á kaupendamarkað. Fyrstu mjög stóru árgangarnir getum við sagt af leiguíbúðum á lægra verði á vegum verkalýðshreyfingarinnar og töluvert á vegum stúdenta kemur inn á næsta ári og þarnæsta,“ segir Dagur. Húsnæðismálin hafa töluvert verið í umræðunni í tengslum við kjarasamninga. Drífa Snædal, forseti ASÍ, hefur til að mynda sagt að það vanti átta þúsund íbúðir og skipulag til framtíðar. Markaðsaðilar geti ekki stýrt framboði hverju sinni heldur þurfi að taka mið af raunverulegri þörf fólks. „Ég kalla eftir því nú í tengslum við kjarasamninga að við í sameiningu leggjum á ráðin um það hvað eigi að byggja mikið í samstarfi við verkalýðshreyfinguna, hvað þurfi mikið af íbúðum fyrir stúdenta, hvað þurfi mikið af íbúðum fyrir eldra fólk og hvert verði framlag stjórnvalda inn í þessa heildarmynd. Það mun ekki standa á borginni frekar en hingað til að eiga þetta samtal og leggja fram okkar áætlanir til þess að mæta þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Sjá meira