KA verður með Val í riðli í Lengjubikar karla eftir áramót en nú er ljóst hvaða lið mætast í riðlunum fjórum.
Knattspyrnuárið 2019 hjá KSÍ hefst með leikjum í Lengjubikarnum og KSÍ hefur nú tilkynnt hvaða lið verða saman í riðli. KSÍ segir frá í frétt á heimasíðu sinni.
KA-menn sömdu á dögunum við Guðjón Pétur Lýðsson sem hefur orðið Íslandsmeistari með Val undanfarin tvö tímabil. Guðjón Pétur fær að mæta sínum gömlu félögum strax í Lengjubikarnum.
Grindavík er með tveimur öðrum Pepsi-deildarliðum í riðli en það eru ÍA og Stjarnan.
Fylkir er með Pepsi-deildarliðinum ÍBV og KR í riðli.
Nýliðar HK lentu í riðlinum með KA og Val.
Breiðablik og FH eru saman í riðli og þriðja Pepsi-deildarliðið í riðlinum er Víkingur Reykjavík.
Aðeins eitt lið kemst upp úr hverjum riðli en spiluð verður einföld umferð.
A deild karla - riðlaskipting
Riðill 1
Grindavík
ÍA
Leiknir R
Magni
Stjarnan
Þór
Riðill 2
Fylkir
ÍBV
KR
Njarðvík
Víkingur Ó
Þróttur R
Riðill 3
Afturelding
Fjölnir
Fram
HK
KA
Valur
Riðill 4
Breiðablik
FH
Grótta
Haukar
Keflavík
Víkingur R
Guðjón Pétur fær að mæta Val strax í Lengjubikarnum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn



Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1


„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“
Enski boltinn
