Íslensk sjálfboðaliðasamtök sýknuð af launakröfu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. nóvember 2018 17:52 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/hanna Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag sjálfboðaliðasamtökin Seeds á Íslandi af launakröfu portúgalska doktorsnemans Tiago Quintanihla. Krafan sneri að vangoldnum launum og hljóðaði upp á rúmar tvær milljónir króna. Tiago höfðaði í nóvember á síðasta ári, með aðstoð lögfræðinga stéttarfélagsins Eflingar. Þegar Vísir fjallaði um málið sumarið 2017 sögðu forsvarsmenn Eflingar málið vera skýrt dæmi um undirboð á vinnumarkaði. Þegar málið kom upp buðu samtökin Tiago 200.000 krónur en hann hafnaði því. Vinnan sem Tiago innti af hendi fyrir Seeds fólst aðallega í akstri.Tiago í íslenskri náttúru árið 2016. Hann starfaði við akstur fyrir sjálfboðaliðasamtökin Seeds og kvartaði undan álagi og ótryggum aðstæðum.Þegar málið rataði í fjölmiðla sumarið 2017 var Tiago staddur í Portúgal. Í samtali við fréttastofu lýsti hann því að honum hafi oft verið gert að vinna mun lengri vinnudaga en samningur hans við samtökin kvað á um. Þá hafi bifreiðarnar sem Tiago notaði við sjálfboðastarfið virst ótryggir og í slæmu ásigkomulagi. Fyrir dómi var krafa Tiago sú að hann fengi greidd laun fyrir þá vinnu sem hann hefði unnið fyrir samtökin, á grundvelli meginreglu vinnuréttarins um skyldu atvinnurekanda til að greiða starfsmanni sínum rétt laun fyrir alla þá vinnu sem hann innir af hendi. Þá byggðu sjálfboðaliðasamtökin kröfu sína um sýknu á því að Tiago hafi ekki verið ráðinn til samtakanna sem launaður starfsmaður heldur sjálfboðaliði. Þá séu samtökin ekki fyrirtæki í efnahagslegum rekstri með hagnaðarvon fyrir augum. Auk þess yrði sú vinna sem innt er af hendi í nafni samtakanna ekki unnin ef fólk væri ekki tilbúið að gefa vinnu sína. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að stefnanda, Tiago, hafi ekki tekist að sýna fram á að hann skyldi teljast launamaður í starfsemi Seeds. Því voru samtökin sýknuð af kröfu hans. Dómsmál Tengdar fréttir Launakrafa upp á tvær milljónir á íslensk sjálfboðaliðasamtök Doktorsnemi frá Portúgal leitaði til lögreglu vegna starfa sinna fyrir íslensk sjálfboðaliðasamtök og greindi frá vinnuálagi og ótryggum aðstæðum. Stéttarfélagið Efling gerir tveggja milljóna króna launakröfu á samtökin. 17. júní 2017 07:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag sjálfboðaliðasamtökin Seeds á Íslandi af launakröfu portúgalska doktorsnemans Tiago Quintanihla. Krafan sneri að vangoldnum launum og hljóðaði upp á rúmar tvær milljónir króna. Tiago höfðaði í nóvember á síðasta ári, með aðstoð lögfræðinga stéttarfélagsins Eflingar. Þegar Vísir fjallaði um málið sumarið 2017 sögðu forsvarsmenn Eflingar málið vera skýrt dæmi um undirboð á vinnumarkaði. Þegar málið kom upp buðu samtökin Tiago 200.000 krónur en hann hafnaði því. Vinnan sem Tiago innti af hendi fyrir Seeds fólst aðallega í akstri.Tiago í íslenskri náttúru árið 2016. Hann starfaði við akstur fyrir sjálfboðaliðasamtökin Seeds og kvartaði undan álagi og ótryggum aðstæðum.Þegar málið rataði í fjölmiðla sumarið 2017 var Tiago staddur í Portúgal. Í samtali við fréttastofu lýsti hann því að honum hafi oft verið gert að vinna mun lengri vinnudaga en samningur hans við samtökin kvað á um. Þá hafi bifreiðarnar sem Tiago notaði við sjálfboðastarfið virst ótryggir og í slæmu ásigkomulagi. Fyrir dómi var krafa Tiago sú að hann fengi greidd laun fyrir þá vinnu sem hann hefði unnið fyrir samtökin, á grundvelli meginreglu vinnuréttarins um skyldu atvinnurekanda til að greiða starfsmanni sínum rétt laun fyrir alla þá vinnu sem hann innir af hendi. Þá byggðu sjálfboðaliðasamtökin kröfu sína um sýknu á því að Tiago hafi ekki verið ráðinn til samtakanna sem launaður starfsmaður heldur sjálfboðaliði. Þá séu samtökin ekki fyrirtæki í efnahagslegum rekstri með hagnaðarvon fyrir augum. Auk þess yrði sú vinna sem innt er af hendi í nafni samtakanna ekki unnin ef fólk væri ekki tilbúið að gefa vinnu sína. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að stefnanda, Tiago, hafi ekki tekist að sýna fram á að hann skyldi teljast launamaður í starfsemi Seeds. Því voru samtökin sýknuð af kröfu hans.
Dómsmál Tengdar fréttir Launakrafa upp á tvær milljónir á íslensk sjálfboðaliðasamtök Doktorsnemi frá Portúgal leitaði til lögreglu vegna starfa sinna fyrir íslensk sjálfboðaliðasamtök og greindi frá vinnuálagi og ótryggum aðstæðum. Stéttarfélagið Efling gerir tveggja milljóna króna launakröfu á samtökin. 17. júní 2017 07:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira
Launakrafa upp á tvær milljónir á íslensk sjálfboðaliðasamtök Doktorsnemi frá Portúgal leitaði til lögreglu vegna starfa sinna fyrir íslensk sjálfboðaliðasamtök og greindi frá vinnuálagi og ótryggum aðstæðum. Stéttarfélagið Efling gerir tveggja milljóna króna launakröfu á samtökin. 17. júní 2017 07:00