Riðlist ekki á náttúrunni eins og rófulausir hundar á lóðatík 17. nóvember 2018 10:00 Arnarker, um fimm hundruð metra hellir, í landi Hlíðarenda í Ölfusi. Mynd/Guðmundur Brynjar Þorsteinsson Hellinum Arnarkeri, sem illa er farinn af sívaxandi ágangi ferðamanna, hefur verið lokað. „Við sitjum eins og saklausir afdalabændur og leyfum hlutunum að gerast í kring um okkur. Það er kjánalegt að gera ekkert í að verja þessar gersemar sem við erum að státa af,“ segir Árni B. Stefánsson, formaður hellaverndunarnefndar Hellarannsóknarfélags Íslands. Síðastliðinn sunnudag fjarlægðu fulltrúar Hellarannsóknarfélagsins járnstiga sem þeir höfðu sett ofan í op Arnarkers fyrir átján árum. Var það gert í samráði við landeiganda. Arnarker er á landi í eigu vatnsátöppunarfyrirtækis athafnamannsins Jóns Ólafssonar í Ölfusi. „Stígurinn að hellinum er orðinn eitt drullusvað sem og hellisbotninn sjálfur,“ segir í bókun markaðs- og menningarnefndar Ölfuss. Slysahætta sé við hellinn. Markaðsnefndin segir leyfi fengið frá landeiganda til þess að lagfæra stíginn og setja nýjan stiga. Óskað hafi verið eftir styrk í framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Þá kveðst nefndin jákvæð gagnvart því að einkaaðilar byggi þar upp þjónustu. Árni B. Stefánsson segir ástandið við Arnarker langt í frá einsdæmi. Ferðaþjónustufyrirtæki beiti fyrir sig gömlum lögum frá þjóðveldisöld um frjálsa umferð um land. „Það nær náttúrlega engri átt að selja aðgang að landi annarra án samráðs við þá og eyðileggja fyrir viðkomandi. Það er ekki sanngjarnt,“ segir Árni og lýsir slæmri stöðu.Árni B. Stefánsson augnlæknir og hellakönnuður. Fréttablaðið/Vilhelm„Hellarnir eru viðkvæmustu náttúruminjar landsins og þeir hafa orðið fyrir óheyrilegum skaða – af mannavöldum eingöngu. Skreyttu hellarnir eru eins og gjafavöruverslun sem er opin til sjálfsafgreiðslu. Það hverfur allt sem hægt er að taka,“ útskýrir Árni. Að sögn Árna þarf að verja hellana en hafa þá samt sýnilega. Ferðaþjónustuaðilar láti sig málið engu varða og stjórnvöld þurfi því að taka á hlutunum. Leggja þurfi á gjöld svo ferðaþjónustan taki þátt í nauðsynlegum fyrirbyggjandi aðgerðum og mótvægisaðgerðum. „Það sem ég sé fyrir mér er að ferðamenn og ferðaþjónustufyrirtæki hætti að riðlast á þessu viðkvæma landi okkar eins og rófulaus hundur á lóðatík,“ segir Árni. „Ég hef með fullri alvöru farið fram á að menn leggi tíu prósent af brúttótekjum af ferðum í valda hella í varnar-, rannsókna- og fræðslusjóð. Þeir segja að það komi ekki til greina: ekki tíu prósent, ekki eitt prósent, ekki nokkurn skapaðan hlut.“ gar@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Ölfus Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Hellinum Arnarkeri, sem illa er farinn af sívaxandi ágangi ferðamanna, hefur verið lokað. „Við sitjum eins og saklausir afdalabændur og leyfum hlutunum að gerast í kring um okkur. Það er kjánalegt að gera ekkert í að verja þessar gersemar sem við erum að státa af,“ segir Árni B. Stefánsson, formaður hellaverndunarnefndar Hellarannsóknarfélags Íslands. Síðastliðinn sunnudag fjarlægðu fulltrúar Hellarannsóknarfélagsins járnstiga sem þeir höfðu sett ofan í op Arnarkers fyrir átján árum. Var það gert í samráði við landeiganda. Arnarker er á landi í eigu vatnsátöppunarfyrirtækis athafnamannsins Jóns Ólafssonar í Ölfusi. „Stígurinn að hellinum er orðinn eitt drullusvað sem og hellisbotninn sjálfur,“ segir í bókun markaðs- og menningarnefndar Ölfuss. Slysahætta sé við hellinn. Markaðsnefndin segir leyfi fengið frá landeiganda til þess að lagfæra stíginn og setja nýjan stiga. Óskað hafi verið eftir styrk í framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Þá kveðst nefndin jákvæð gagnvart því að einkaaðilar byggi þar upp þjónustu. Árni B. Stefánsson segir ástandið við Arnarker langt í frá einsdæmi. Ferðaþjónustufyrirtæki beiti fyrir sig gömlum lögum frá þjóðveldisöld um frjálsa umferð um land. „Það nær náttúrlega engri átt að selja aðgang að landi annarra án samráðs við þá og eyðileggja fyrir viðkomandi. Það er ekki sanngjarnt,“ segir Árni og lýsir slæmri stöðu.Árni B. Stefánsson augnlæknir og hellakönnuður. Fréttablaðið/Vilhelm„Hellarnir eru viðkvæmustu náttúruminjar landsins og þeir hafa orðið fyrir óheyrilegum skaða – af mannavöldum eingöngu. Skreyttu hellarnir eru eins og gjafavöruverslun sem er opin til sjálfsafgreiðslu. Það hverfur allt sem hægt er að taka,“ útskýrir Árni. Að sögn Árna þarf að verja hellana en hafa þá samt sýnilega. Ferðaþjónustuaðilar láti sig málið engu varða og stjórnvöld þurfi því að taka á hlutunum. Leggja þurfi á gjöld svo ferðaþjónustan taki þátt í nauðsynlegum fyrirbyggjandi aðgerðum og mótvægisaðgerðum. „Það sem ég sé fyrir mér er að ferðamenn og ferðaþjónustufyrirtæki hætti að riðlast á þessu viðkvæma landi okkar eins og rófulaus hundur á lóðatík,“ segir Árni. „Ég hef með fullri alvöru farið fram á að menn leggi tíu prósent af brúttótekjum af ferðum í valda hella í varnar-, rannsókna- og fræðslusjóð. Þeir segja að það komi ekki til greina: ekki tíu prósent, ekki eitt prósent, ekki nokkurn skapaðan hlut.“ gar@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Ölfus Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira